Guð er uppspretta lífsins og ljóssins og fögnuður alheiminum. Eins og geislar frá ljósi sólarinnar, eins og vatnsstraumur frá uppsprettulind, streymir blessun frá honum til allrar skepnu hans. Og hvar sem líf Guðs er í hjörtum mannanna, berst það út til annarra í kærleika og blessun. VK 85.1
Fögnuður frelsara okkar var fólginn í að göfga og frelsa synduga menn. Í þessu augnamiði taldi hann líf sitt ekki of dýra fórn, þoldi krossfestinguna og mat smánina einskis. Á sama hátt eru englar sífellt að verki fyrir hamingju annarra. Það er þeirra fögn-uður. Það sem eigingjörn hjörtu mundu telja auð-mýkjandi þjónustu, að hlynna að voluðum, sem á allan hátt eru lítilmótlegir, bæði að andlegu atgervi og mannvirðingum, telja englarnir sér samboðið. Fórnfús kærleiksandi Krists er sá andi, sem ríkir á himnum og er sjálf máttarstoð fullsælu hans. Slíkur er andinn, sem fylla mun liðsmenn Krists og verkin, er þeir munu vinna. VK 85.2
Þegar kærleiki Krists er greiptur í hjartað eins og unaðslegur ilmur, fær hann eigi dulizt. Heilög áhrif hans munu verða greind af öllum þeim, sem við sam-neytum. Andi Krists í hjartanu er eins og lind í eyði-mörk, sem alla endurnærir og gerir þá, sem eru að-fram komnir, sólgna í að bergja á lífsins vatni. VK 85.3
Ástin á Jesú mun ásannast í þrá til að starfa eins og hann gerði, mannkyninu til blessunar og göfgunar. Hún mun verða uppspretta kærleika, viðkvæmni og samúðar gagnvart allri skepnu, sem okkar himneski faðir ber fyrir brjósti. VK 86.1
Líf frelsarans hér á jörð var ekki náðugt, né var hann sjálfum sér eftirlátur, heldur vann hann þrot-laust og af óþreytandi kostgæfni að frelsun glataðs mannkyns. Frá jötunni til Golgata gekk hann veg sjálfsafneitunarinnar og leitaði ekki lausnar frá tor-veldum viðfangsefnum, kveljandi ferðalögum eða lýjandi áhyggjum og erfiði. Hann sagði: “Manns-son-urinn er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna og til þess að gefa líf sitt til lausnar-gjalds fyrir marga.” Þetta var eina takmark ævi hans. Allt annað var hégómi hjá því. Það var matur hans og drykkur að gera vilja Guðs og Ijúka verki hans. Eigingirni og eiginhagsmunir áttu engan hlut í störfum hans. VK 86.2
Þannig munu þeir, sem hlutdeild hafa fengið í náð Krists, verða reiðubúnir til að færa hverja þá fórn, sem þarf til, að aðrir, sem hann dó fyrir, fái einnig notið hinnar himnesku gjafar. Þeir munu einksis láta ófreistað til þess, að heimurinn batni fyrir dvöl þeirra í honum. Þessi andi er órækt vitni sannra sinnaskipta. VK 86.3
Um leið og maður er kominn til Krists, vaknar í hjarta hans þrá til að kunngera öðrum, hversu dýr-mætan vin hann hafi fundið í Jesú. Ókleift er að byrgja í hjarta sínu hinn frelsandi og heilaga sann-leika. Ef við höfum íklæðzt réttlæti Krists og höfum fyllzt fögnuði anda hans, sem hjá okkur er, mun okk-ur reynast ókleift að halda að okkur höndum. Ef við höfum reynt og séð, hversu góður Drottinn er, þá höfum við líka frá einhverju að segja. Eins og Filipp-us gerði, þegar hann fann frelsarann, munum við bjóða öðrum að njóta návistar hans. Við munum leit-ast við að tjá þeim aðdráttarafl Krists og hinna óséðu sanninda heimsins, sem í vændum er. Þráin að feta í fótspor Jesú verður ómótstæðileg. Við munum af alhuga óska, að þeir, sem umhverfis okkur eru, fái að sjá “guðslambið, er ber synd heimsins.” VK 87.1
Og viðleitnin til að veita öðrum blessun mun færa okkur sjálfum blessun. Sá var og tilgangur Guðs, er hann fól okkur verk að vinna í þágu endurlausnar-innar. Hann hefur gefið mönnunum þau forréttindi að verða hluttakendur í guðdómseðlinu og að fá að vinna að útbreiðslu blessunarinnar meðal meðbræðra sinna. Það er hæsti heiður og mesti fögnuður, sem Guð getur mögulega veitt mönnunum. Þeir sem þann veg verða þátttakendur í kærleiksstarfinu, komast næst skapara sínum. VK 87.2
Guð hefði getað falið hinum himnesku englum boð-un fagnaðarerindisins og alla kærleiksþjónustuna. Hann hefði getað beitt öðrum aðferðum til að ná tilgangi sínum. En af takmarkalausum kærleika sínum kaus hann að gera okkur samstarfsmenn sína ásamt Kristi og englunum, svo að við mættum fá hlutdeild í blessuninni, fögnuðinum og hinni andlegu upphafn-ingu, sem leiðir af þessari óeigingjörnu þjónustu. VK 87.3
Samúð Krists höfum við hlotið með þátttöku í þjáningum hans. Hver sjálfsfórn í annarra þágu styrkir anda blessunarinnar í hjarta gefandans og tengir hann enn fastari böndum endurlausnara heims-ins, sem “þótt ríkur væri, gerðist yðar vegna fátækur, til þess að þér auðguðust af fátækt hans.” Og það er einungis, ef við uppfyllum hinn guðlega tilgang sköp-unar okkar, að lífið getur orðið okkur til blessunar. VK 88.1
Ef þú vilt ganga til verks eins og Kristur ætlar lærisveinum sínum og vinna sálir fyrir hann, muntu finna þörf fyrir innilegri reynslu og víðtækari þekk-ingu á sviði guðdómlegra efna, og þig mun hungra og þyrsta eftir réttlæti. Þú munt biðja Guð af alhug, trú þín mun styrkjast og sál þín mun drekka æ dýpri teyga af lind hjálpræðisins. Mótgangur og erfiðleikar munu knýja þig til Biblíunnar og bænahalds. Þú munt vaxa í náð og þekkingu á Kristi og öðlast yfirgrips-mikla reynslu. VK 88.2
Andi óeigingjarnrar vinnu í annarra þágu veitir mönnum djúpsæi, staðfestu og kristilegan kærleika og færir þeim, sem verkin vinna, frið og farsæld. Hugðarmálin eru háleit, leti og eigingirni er vísað á bug. Þeir sem þannig ástunda kristilegar dygðir, munu vaxa og eflast til starfanna fyrir Guð. Þeim mun hlotnast ljós andlegur skilningur, staðföst og vaxandi trú og aukinn bænamáttur. Andi Guðs, sem knýr anda þeirra, kemur sálinni í heilagt jafnvægi, sem sam-rýmist hinni guðdómlegu snertingu. Þeir sem helga sig þannig óeigingjörnu starfi fyrir annarra velferð, eru svo sannarlega að vinna að eigin sáluhjálp. VK 88.3
Eina leiðin til þess að vaxa í náð, er að vinna kapp-samlega að því, sem Kristur fól okkur á hendur, — að starfa eftir fremsta megni þeim til hjálpar og blessunar, sem þarfnast aðstoðar okkar. Mátturinn kemur af æfingunni, athafnasemi er frumskilyrði lífsins. Þeir sem leitast við að lifa kristilegu lífi með því að meðtaka óvirkir blessunina, sem náðin færir, en starfa ekkert fyrir Krist, eru beinlínis að freista þess að draga fram lífið án þess að vinna fyrir sér. Og í andlega heiminum, sem í efnisheiminum, leiðir slíkt ævinlega til úrkynjunar og hrörnunar. Maður, sem ekki notaði limi sína, mundi von bráðar missa allan þrótt í þeim. Þannig fer þeim kristnum mönn-um, sem nota ekki þá hæfileika, sem Guð hefur gefið þeim. Þeir hætta ekki einasta að vaxa upp í Kristi, heldur missa þeir og þann mátt, sem þeir höfðu þegar hlotið. VK 89.1
Kirkja Krists er útvalið verkfæri Guðs til sálu-hjálpar mönnunum. Köllun hennar er að flytja heim-inum fagnaðarerindið, og sú skylda hvílir á öllum kristnum mönnum. Hver og einn á að vinna sinn hluta af verkinu, sem frelsarinn fól okkur, allt eftir því sem hæfileikar og tækifæri leyfa. Kærleikur Krists, sem okkur hefur verið opinberaður, gerir okkur skulduga öllum þeim, sem þekkja hann ekki. Guð hefur ekki gefið okkur ljósið eingöngu til eigin nota, heldur og til þess, að það megi bera öðrum birtu. VK 89.2
Ef liðsmenn Krists héldu vöku sinni, væru nú í dag þúsundir, þar sem aðeins er einn að boða fagnaðar-erindið meðal heiðinna manna. Og allir þeir, sem ekki gætu sjálfir lagt hönd á plóginn, mundu stuðla að verkinu með fjármunum sínum, samhygð og bænum. Og í kristnum löndum mundi af miklu meiri alvöru-þunga vera unnið fyrir sálir í kristnum löndum. VK 90.1
Við þurfum ekki að halda til heiðinna landa eða svo mikið sem yfirgefa þröngan hring heimilis okkar, ef skyldan bindur okkur þar, til þess að geta unnið Kristi. Við getum starfað innan heimilisins, í söfnuð-inum, meðal þeirra, sem við umgöngumst og þeirra, sem við eigum skipti við. VK 90.2
Drýgsta hlutanum af lífi sínu hér á jörð eyddi frelsarinn önnum kafinn við erfiðið á vinnustað tré-smiðarins í Nazaret. Þjónustuenglar voru í för með drottni lífsins, er hann gekk um í hópi bænda og verkamanna, óþekktur og án vegsemdar. Hann var að vinna að köllun sinni af sömu trúmennskunni, meðan hann stundaði sína yfirlætislausu iðn, eins og þegar hann læknaði sjúka eða gekk á stormúfnum öldum Galíleuvatnsins. Þannig getum við gengið með Kristi og unnið honum samhliða skyldustörfum okk-ar, þótt við skipum virðingarminnstu stöður þjóðfé-lagsins. VK 90.3
Postulinn segir: “Bræður, sérhver verði hjá Guði kyrr í þeirri stétt, sem hann var kallaður í.” Kaup-sýslumaðurinn getur rekið viðskipti sín svo, að meist-ara hans verði til dýrðar, fyrir trúmennsku sakir. Ef hann er sannur liðsmaður Krists, mun hann láta trú sína móta öll verk sín og opinbera mönnum anda Krists. Iðnaðarmaðurinn getur verið ástundunarsam-ur og trúr fulltrúi hans, sem erfiðaði við lítilsmetin störf í hlíðum Galíleu. Hver sá, sem tekur sér nafn Krists í munn, ætti að starfa svo, að aðrir, sem sjá vel unnin verk þeirra, hljóti að lofsyngja skapara sinn og endurlausnara. VK 91.1
Margir hafa afsakað sig frá að beita gáfum sínum í þjónustu Krists með því, að aðrir væru gæddir meiri gáfum og hæfileikum. Þeirrar skoðunar hefur mikið gætt, að þeir einir, sem gæddir væru frábærum gáf-um, væru kallaðir til að helga Guði krafta sína. Margir hafa bitið í sig þá meinloku, að afburða hæfi-leikar hafi einungis verið gefnir fáum útvöldum en öðrum meinaðir, og væri hinum síðarnefndu þá hvorki ætlaður hluti í erfiðinu né umbuninni. En þannig er þessu ekki lýst í dæmisögunni. Þegar hús-bóndinn kallaði fyrir sig þjóna sína, fékk hann hverj-um verk við sitt hæfi. VK 91.2
Við getum leyst af hendi lítilmótlegustu skyldu-störf lífsins í kærleiksanda “eins og Drottinn ætti í hlut.” Ef ást Guðs er í hjartanu, þá mun hennar gæta í líferninu. Unaðslegur ilmur Krists mun umlykja okk-ur, og áhrif okkar munu göfga og blessa. VK 91.3
Bíð þú ekki eftir miklu tilefni né því, að þú eignist neina sérstaka hæfileika, áður en þú tekur til starfa fyrir Guð. Skeyttu því ekki, hvað heimurinn kann að hugsa um þig. Ef dagfar þitt vitnar um herinleika og einlægni trúar þinnar og aðrir sannfærast um, að þú þráir að verða þeim til blessunar, verður erfiði þitt ekki ófyrirsynju. VK 92.1
Auðmýkstu og litilmótlegustu lærisveinar Jesú geta orðið öðrum til blessunar. Óvíst er, að þeir geri sér grein fyrir, að þeir séu að vinna neitt sérstakt góðverk, en fyrir ómeðvituð áhrif kunna þeir að vekja bylgjur blessunar, sem víkka og vaxa. Og bless-unarríkar afleiðingar verða þeim ef til vill ekki kunn-ar, fyrr en á degi lokareikningsskilanna. Þeir finna hvorki né vita, að þeir eru að vinna stórvirki. Enginn ætlast til þess af þeim, að þeir þreyti sig á áhyggjum út af árangri verka sinna. Þeim ber einungis að starfa i kyrrþey, vinna af trúmennsku verk þau, sem guð-leg forsjón ætlar þeim, og þá lifa þeir ekki til einskis. Sálir þeirra munu verða æ líkari Kristi. Þeir eru sam-verkamenn Guðs í þessu lífi og verða þannig hæfari til háleitari starfa og þess bjarta fagnaðar lífsins, sem í vændum er. VK 92.2