Guð talar til okkar í náttúrunni, orði sínu, með forsjón sinni og áhrifum anda síns. En þetta hrekkur ekki til. Við þurfum einnig að úthella hjört-um okkar fyrir honum. Til þess að geta átt andlegt líf og kraft verðum við að hafa lifandi samband við himneskan föður okkar. Hugsanir okkar geta laðazt að honum, við getum hugleitt verk hans, miskunn hans og velgerðir, en þetta er ekki að hafa samneyti við Guð í orðsins fyllstu merkingu. Til þess að standa í sambandi við Guð verðum við að hafa eitthvað að segja honum um líf okkar. VK 101.1
Bæn er það að opna hjarta sitt fyrir Guði eins og fyrir vini. Ekki svo að skilja, að það sé nauðsynlegt til þess að gera Guði kunnugt, hvernig við erum, held-ur til þess að gera okkur kleift að taka á móti honum. Bænin dregur Guð ekki niður til okkar, heldur hefur hún okkur upp til hans. VK 101.2
Þegar Jesús var hér á jörð, kenndi hann lærisvein-um sínum, hversu biðja skyldi. Hann bauð þeim að kynna Guði daglega þarfir sínar og varpa öllum áhyggjum sínum á hann. Og fullvissan, sem hann gaf þeim um, að bænir þeirra yrðu heyrðar, nær einnig til okkar. VK 101.3
Sjálfur baðst Jesús oft fyrir, meðan hann dvaldist meðal mannanna. Frelsari okkar gerði sjálfum sér ekki hærra undir höfði en okkur í neyð okkar og veikleika, er hann gerðist nauðleitarmaður, biðjandi, og leitaði til föður síns nýrra krafta, svo að hann mætti alvæddur ganga á hólm við hvaða skyldustörf og örðugleika, sem á veginum yrðu. Í öllum efnum er hann okkur fyrirmynd. Í veikleikanum er harm bróðir, því að hans var “freistað ... á allan hátt eins og vor.” En þar eð hann var syndlaus, forðaðist hann hið illa. Hann háði baráttu og leið sálarkvalir í þess-um synduga heimi. Vegna manneðlis hans varð bæn-in nauðsyn og sérréttindi. Harm fann fróun og fögnuð í sambandinu við föður sinn. Og hafi frelsari mann-anna, sonur Guðs, fundið hjá sér þörf til bænahalds, hversu miklu fremur skyldu þá ekki hrösulir og synd-ugir dauðlegir menn finna sig knúða til heitrar og stöðugrar bænar? VK 102.1
Okkar himneski faðir er jafnan reiðubúinn til að veita okkur fyllstu blessun sína. Það eru sérréttindi okkar að mega teyga ríkulega af lind hins takmarka-lausa kærleika. Hvílík undur eru það, hve lítið við biðjumst fyrir. Guð er reiðubúinn og fús til að hlýða á einlægar bænir sinna lítilmótlegustu barna, og samt erum við svo tómlát og treg til að tjá Guði þarfir okkar. Hvað skyldu englarnir á himnum hugsa um vesalings umkomulausar mannverur, sem ofurseldar eru freistingum, þegar Guð réttir þeim sinn óendanlega kærleika, reiðubúinn til að veita þeim meira en þeir geta beðið um eða gert sér í hugarlund, og samt biðja þeir svo lítið og eru svo trúarveikir? Englarnir hafa yndi af að lúta Guði og njóta þess að vera í návist hans. Samneytið við Guð er þeirra æðsta gleði; og þó virðast börn jarðarinnar, sem hafa svo brýna þörf fyrir hjálpina, sem Guð einn fær veitt, gera sig ánægð með að ganga án ljóss anda hans, án návistar hans. VK 102.2
Myrkur hins illa umlykur þá, sem vanrækja að biðja. Laumulegar tálsnörur óvinarins glepja þá til syndar, og allt hlýzt þetta af því, að þeir notfæra sér ekki forréttindin, sem Guð hefur veitt þeim með hinni guðdómlegu ráðstöfun bænarinnar. Hví skyldu börn Guðs tregðast við að biðja, þegar bænin er lykillinn í hendi trúarinnar, sem lýkur upp nægtarbúri himins-ins, þar sem varðveitt er ótæmandi auðlgegð almætt-isins? Án þrotlausrar bænar og kostgæfinnar árvekni eigum við á hættu að verða skeytingarlaus og villast af réttri braut. Andstæðingurinn leitast án afláts við að leggja hindranir í veginn að hástóli náðarinnar, til þess að við megnum ekki með einlægum bænum og trú að verða okkur úti um náð og þrek til að standast freistingarnar. VK 103.1
Við verðum að uppfylla viss skilyrði, áður en við getum vænzt þess, að Guð veiti bænum okkar áheyrn og svar. Eitt hinna fyrstu er, að við finnum þörf okk-ar á hjálp hans. Hann hefur heitið: “Eg mun hella vatni yfir hið þyrsta og árstraumum yfir þurrlendið.” Þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlæti og þrá Guð, mega reiða sig á, að þeir fái óskir sínar uppfylltar. Hjartað verður að standa opið fyrir áhrifum andans, að öðrum kosti fæst blessun Guðs ekki. VK 103.2
Hin brýna þörf okkar er röksemd fyrir sig og talar hvað kröftuglegast máli okkar. En við verðum að leita til Drottins að hann geri þetta fyrir okkur. Hann segir: “Biðjið, og yður mun gefast.” Og: “Hann, sem ekki þyrmdi sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum?” VK 104.1
Ef við ölum ranglæti í hjörtum okkar, ef við höld-um fast í eitthvað, sem vitað er að er syndsamlegt, mun Drottinn ekki veita okkur áheyrn. En bænir iðrandi og kraminna sálna eru ávallt heyrðar. Þegar við höfum bætt úr þeim ágöllum okkar, sem okkur eru kunnir, er okkur óhætt að trúa, að Guð ljái bæn-um okkar eyra. Okkar eigin verðleikar munu aldrei verða til þess að afla okkur hylli Guðs, heldur mun verðskuldun Jesú verða til að bjarga okkur, blóð hans mun hreinsa okkur. Samt sem áður verðum við að vinna til þess að uppfylla skilyrðin fyrir bænheyrsl-unni. VK 104.2
Annað skilyrði þess, að bænheyrsla fáist, er trú. “Sá sem gengur fram fyrir Guð, verður að trúa því, að hann sé til, og að hann lætur þeim umbunað, er hans leita.” Jesús sagði við lærisveina sína: “Hvers sem þér biðjið og beiðizt, þá trúið að þér hafið öðlazt það, og þér munuð fá það.” Tökum við Drottin á orðinu? VK 104.3
Fyrirheitið er yfirgripsmikið og undantekningar-laust, og ekki bregzt sá, sem gaf það. Ef við fáum ekki nákvæmlega það, sem við höfum beðið um, strax og við biðjum um það, ber okkur engu að síður að trúa því, að Drottinn heyri og hann muni bænheyra okkur. Við erum svo hrösul og skammsýn að við biðjum stundum um það, sem ekki yrði okkur til blessunar, og okkar himneski faðir svarar bænum okkar af ástríki með því að veita okkur það, sem má verða okkur til mestrar blessunar, — það sem við hefðum sjálf æskt, ef við af guðlega upplýstri sjón gætum greint hið sanna eðli hlutanna. Þegar svo virð-ist sem bænir okkar fái ekki áheyrn, ber okkur að halda okkur fast við fyrirheitið, því að stund bæn-heyrslunnar mun vissulega renna upp, og okkur mun hlotnast sú blessun, sem við höfum brýnasta þörf fyrir. En það væri ósvinna að krefjast þess, að bæn-um væri ævinlega svarað nákvæmlega á þann hátt, sem við óskum. Vísdómur Guðs er meiri en svo, að honum geti yfirsézt, og hann er gæzkuríkari en svo, að hann neiti þeim um neitt, sem eru hreinir og beinir. Óttizt því ekki að treysta honum, jafnvel þótt þið fáið ekki samstundis bænheyrslu. Treystið hinu óyggj-andi fyrirheiti hans: “Biðjið, og yður mun gefast.” VK 105.1
Ef við látum stjórnast af efasemdum okkar og ótta og leitumst við að ráða fram úr hverju því, sem ekki liggur ljóst fyrir okkur, munu brengingar okkar einungis aukast og vaxa. En ef við leitum til Guðs, hjálp-arvana og umkomulaus eins og við erum í verunni, og gerum honum, sem allt veit, allt sér og öllu stjórnar með orði sínu og vilja, grein fyrir þörfum okkar, mun hann bregðast við kalli okkar og uppljóma hjörtu okkar með ljósi sínu. Með einlægri bæn tengjumst við anda hins eilífa. Vera má, að við finnum engan áþreif-anlegan vott þess, þegar endurlausnari okkar lýtur að okkur í meðaumkun og ást, en engu að síður gerir hann það. Við finnum ef til vill ekki snertingn hans, en hönd hans hvílir engu að síður á okkur í kærleika og fölskvalausri meðaumkun. VK 105.2
Þegar við komum og biðjum um miskunn Guðs og blessun, ber okkur að ala kærleika og umburðarlyndi í hjörtum okkar. Hvernig getum við beðið: “Gef oss upp skuldir vorar, svo sem vér og höfum gefið upp skuldunautum vorum,” og samt alið með okkur um-burðarleysi? Ef við gerum okkur vonir um, að bænir okkar fái áheyrn, þá hljótum við að fyrirgefa öðrum á sama hátt og í sama mæli og við vonumst sjálf eftir að verða fyrirgefið. VK 106.1
Þolgæði í bænum hefur verið sett sem skilyrði fyrir bænheyrslu. Við verðum að biðja án afláts, ef við viljum vaxa í trú og reynslu. Okkur ber að vera “brennandi í andanum”, “stöðugir í bæninni og ár-vakrir í henni” og þakka. Pétur brýnir fyrir trúuð-um mönum að vera “gætnir og algáðir til bæna”. Páll segir: “Gerið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargerð.” Og Júdas segir: “En þér, elskaðir, uppbyggið yður sjálfa í ydar helgustu trú, biðjið í heilögum anda og varðveitið sjálfa yður í kærleika Guðs.” Stöðugar bænir er órofa samband sálarinnar við Guð, svo að lífið frá Guði streymir inn í okkar líf, og hreinleiki og helgi streymir aftur frá okkur til Guðs. VK 106.2
Nauðsynlegt er að vera staðfastur í bæninni og setja þar enga hindrun fyrir sig. Kappkosta þú að viðhalda sambandinu milli Jesú og sálar þinnar. Nota þú sérhvert tækifæri sem býðst til að fara þangað, sem beðizt er fyrir. Þeir sem í alvöru leita samfélags við Guð, sækja bænamót, trúir skyldu sinni og af al-vörugefni einráðnir í að uppskera þá blessun, sem kostur er á. Þeir munu einskis láta ófreistað til að taka sér stöðu þar, sem geislar frá himnum geta leikið um þá. VK 107.1
Við ættum að biðjast fyrir meðal fjölskyldunnar, og við megum með engu móti vanrækja einrúmsbæn, því að á því veltur líf sálarinnar. Óhugsandi er, að sálin dafni, ef bænin er vanrækt. Bænahald í heima-húsum eða á samkomum eingöngu nægir ekki. Þið skuluð opna sál ykkar fyrir vökulum augum Guðs í einrúmi. Sá Guð, sem á bænirnar hlýðir, á að heyra bænir okkar í einverunni. Enginn óviðkomandi á að heyra þær bænir. Í einrúmi er sálin laus við áhrif um-hverfisins, laus við það, sem glepur. Rólega, en þó af skaphita, leitar sálin til Guðs. Ljúf og varanleg munu þau áhrif verða, sem frá honum koma, er sér það, sem í leynum gerist og snýr opnu eyra að bænunum, sem frá hjartanu koma. Með kyrrlátri, einfaldri trú er sálin í samfélagi við Guð og dregur að sér geisla guðlegs Ijóss til að styrkja sig og styðja í baráttunni við Satan. Guð er máttarstoð okkar. VK 107.2
Biðjizt fyrir í einrúmi, og er þið gangið að dagleg-um störfum, þá lyftið hjartanu til Guðs. Þannig gekk Enok á Guðs vegum. Þöglar bænir stíga eins og dýr-mætt reykelsi upp að hástóli náðarinnar. Satan fær ekki bugað þann, sem þannig hefur gefið Guði hjarta sitt. VK 108.1
Hvergi er sá staður né stund, að ekki sé viðeigandi að biðja til Guðs. Ekkert er það, sem fær hindrað okkur í að hefja hjörtu okkar til Guðs í einlægri bæn. í ösinni á götunum eða í önnum starfsins getum við beðið til Guðs um guðlega handleiðslu eins og Ne-hemía gerði, er hann bar fram tilmæli sín við Arta-xerxes konung. Hvar sem við erum stödd, getum við haft einslegt samband við Guð. Okkur ber að halda dyrum hjarta okkar stöðugt opnum og bjóða Jesú að koma og dvelja í sálinni sem himneskur gestur. VK 108.2
Enda þótt loftið umhverfis okkur kunni að vera meingað og lævi blandið, þurfum við ekki að draga að okkur óheilnæmi þess, heldur getum lifað í tæru lofti himnanna. Við getum lokað öllum gáttum fyrir vanhelgum hugmyndum og saurugum hugsunum með því að hefja sálina í návist Guðs með einlægri bæn. Þeir, sem opna hjarta sitt til að móttaka stuðning og blessun Guðs, munu hrærast í helgara andrúmslofti en því, sem um jörðina leikur og hafa stöðugt sam-neyti við himnana. VK 108.3
Við þörfnumst ljósari hugmynda um Jesú og fyllri skilnings á gildi eilífra sanninda. Fegurð heilagleik-ans á að fylla hjörtu Guðs barna, og til þess að svo megi verða, ber okkur að leita guðlegrar opinberunar á himneskum hlutum. VK 109.1
Látum sálina leita út á við og upp á við, svo að Guð fái veitt okkur andardrátt af hinu himneska andrúms-lofti. Við getum nálgazt Guð svo mjög, að í hverjum óvæntum vanda beinast hugsanir okkar að honum jafn eðlilega og blómið snýr að sólinni. VK 109.2
Leitaðu til Guðs með þarfir þínar, fögnuð, sorgir, áhyggjur og ótta. Þú getur hvorki ofþyngt honum né þreytt hann. Hann sem telur hárin á höfði þínu, lætur sér ekki á sama standa um þarfir barna sinna. “Drott-inn er mjög miskunnsamur og líknsamur.” Ástríkt hjarta hans er snortið af hörmum okkar, þótt við gerum ekki nema drepa lauslega á þá. Leitaðu til hans með hvað eina, sem hrjáir huga þinn. Engin byrði er honum of þung, því að hann ber heiminn. Hann ríkir yfir öllum málefnum alheimsins. Ekkert er of smávægilegt fyrir athygli hans, sem á einhvern hátt varðar frið okkar. Enginn kafli lífssögu okkar er svo máður, að hann geti ekki lesið hann, engin flækja svo erfið, að hann fái ekki greitt úr henni. Ekkert böl getur lostið lítilmótlegasta barn hans, engar áhyggjur bugað sálina, engin gleði ljómað af henni, engin einlæg bæn liðið af vörum manns án þess að athygli hins himneska föður sé vakin eða snúist þegar í stað við henni. “Hann læknar þá, er hafa sundurkramið hjarta og bindur um benjar þeirra.” Sambandið milli Guðs og hverrar einstakrar sálar er svo skýrt og fullkomið, að því er líkast, að hann hefði gefið sinn ástkæra son henni einni til lausnar. VK 109.3
Jesús sagði: “Á þeim degi munuð þér biðja í mínu nafni. Og ekki segi eg yður, að eg muni biðja föður-inn fyrir yður; því að faðirinn sjálfur elskar yður.” Ég hef “útvalið yður, ... til þess að faðirinn veiti yður sérhvað það, sem þér biðjið hann um í mínu nafni.” En að biðjast fyrir í Jesú nafni er annað og meira en rétt að nefna nafn hans í upphafi og endi bænar. Það er að biðja með hugarfari og anda Jesú, samfara því að trúa fyrirheiti hans, treysta náð hans og vinna honum þóknanlega. VK 110.1
Guð ætlast ekki til, að neinir okkar gerist einsetu-menn eða munkar og dragi sig frá skarkala heimsins til þess að helga sig einvörðungu tilbeiðslunni. í líf-inu ber að líkjast Kristi, — starfa meðal fjallanna og fólksins. Sá sem ekkert aðhefst annað en biðjast fyrir, mun von bráðar hætta að biðja, eða að öðrum kosti verða bænir hans formið einbert. Þegar menn snúa baki við lífi samfélagsins og kinoka sér við kristilegri skyldu og krossburði, þegar þeir hætta að starfa af einlægni fyrir meistarann, sem vann svo ósleitilega fyrir þá, þá glata þeir burðarási bænarinnar og eiga ekki framar neitt, sem fær knúið þá til bænahalds. VK 110.2
Bænir þeirra verða einstaklingsbundnar og eigin-gjarnar. Þeir geta ekki beðið með hliðsjón af þörfum mannkynsins né fyrir viðgangi ríkis Krists eða beðið um styrk til starfa sinna. VK 111.1
Við bíðum tjón, ef við vanrækjum möguleikana á að sameinast til þess að styrkja og hughreysta hvert annað í þjónustu Guðs. Sannindi orða hans glata lífs-krafti sínum og mikilvægi í hugum okkar. Hjörtu okkar hætta að uppljómast og tendrast af heillavæn-legum áhrifum þeirra, og við hrörnum andlega. í kristilegu samfélagi okkar við aðra glatast okkur mikið, af því að okkur skortir á samhyggð hver með öðru. Sá sem dregur sig inn í eigin skel, skipar ekki þann sess, sem Guð hefur ætlað honum. Ef rétt rækt er lögð við félagslyndið í eðli okkar, vaknar hjá okk-ur samúð með öðrum, og hún þroskar okkur og styrk-ir í þjónustunni við Guð. VK 111.2
Ef kristnir menn blönduðu geði saman, ræddust við um kærleika Guðs og hin dýrmætu sannindi end-urlausnarinnar, mundu hjörtu sjálfra þeirra endur-nærast og þeir endurnærðu hver annan. Daglega gæt-um við lært æ meira um okkar himneska föður og öðlazt nýja reynslu af náð hans. Þá munum við þrá að fá að ræða um kærleika hans, og er við gerum það, þá hlýnar okkur um hjarta og við fyllumst hug-móði. Ef við hugsuðum og töluðum meira um Jesúm en minna um okkur sjálf, nytum við návistar hans meira en raun er á. VK 111.3
Ef við einungis hugsuðum til Guðs hverju sinni, er við fáum áþreifanlega vott um umhyggju hans fyrir okkur, mundum við sífellt hafa hann í huga og njóta þess að ræða um hann og lofa hann. Við ræðum um stundlega hluti, af því að við höfum áhuga á þeim. Okkur verður tíðrætt um vini okkar, af því að við unnum þeim, gleði okkar og sorgir eru þeim tengd. Samt höfum við óendanlega ríkari ástæðu til að elska Guð en jarðneska vini okkar, og ekkert ætti að vera okkur eiginlegra en að skipa honum æðsta sess í hugsunum okkar, ræða um gæzku hans og segja frá mætti hans. Þær ríkulegu gjafir, sem hann hefur gefið okkur, voru ekki til þess ætlaðar að taka hug okkar allan eða kærleikann í svo ríkum mæli, að við hefðum af hvorugu neitt eftir skilið handa Guði. Þær eiga stöðugt að minna okkur á hann og tengja okkur böndum ástar og þakklætis við okkar himneska vel-geranda. Við erum um of jarðbundin. Við skulum hefja auglit okkar til opinna dyra helgidómsins á hæðum, þar sem ljós Guðs dýrðar ljómar af ásjónu Krists, sem getur “til fulls frelsað þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð.” VK 111.4
Við þurfum að lofa Guð meira fyrir “miskunn hans og dásemdarverk hans við mannanna börn.” Guð-ræknisiðkanir okkar eiga ekki einvörðungu að snú-ast um að biðja og þiggja. Við skulum ekki án afláts hugleiða þarfir okkar, heldur og leiða hugann að þeim dásemdum, sem falla okkur í skaut. Við biðjum ekki of mikið, en við erum ennþá knappari á þakkargerð. Við erum stöðugir þiggjendur Guðs náðar, og samt erum við svo sínk á að tjá þakkir okkar eða að lofa hann fyrir velgerninga hans. VK 112.1
Í fyrndinni, þegar Ísraelsmenn komu eitt sinn sam-an til guðsþjónustu, bauð Drottinn: “Og þar skuluð þér halda fónarmáltíð frammi fyrir Drottni, Guði yðar, og gleðja yður ásamt fjölskyldum yðar yfir öllu því, er þér hafið aflað, yfir því, sem Drottinn, Guð þinn, hefur blessað þig með.” Það sem gert er Guði til dýrðar, á að gera með glaðværð, lofsöngvum og þakkargerð, ekki með hryggð og drunga. VK 113.1
Guð okkar er blíður og náðugur faðir. Ekki ber að líta á þjónustu hans sem hryggilega eða þungbæra byrði. Það ætti að vera hverjum ánægja að tilbiðja Drottin og leggja hönd á plóginn fyrir hann. Guð vill ekki, að börn hans, sem séð hefur verið fyrir svo dá-samlegri frelsun, breyti eins og hann væni harður og óbilgjarn verkstjóri. Hann er bezti vinur þeirra, og þegar þau tilbiðja hann, vill hann vera hjá þeim til þess að veita þeim blessun og huggun og fylla hjörtu þeirra fögnuði og kærleika. Drottinn vill, að börn hans finni fróun í þjónustu sinni og finni meira til ánægju en erfiðis, er þau vinna honum. Hann vill, að þeir sem koma til að tilbiðja hann, hverfi burt með dýrmætar hugsanir um umhyggju hans og kærleika, svo að þeir örvist í skyldum hversdagsstarfanna og megi öðlast náð til að breyta af heiðarleika og trú-festi í öllum greinum. VK 113.2
Við verðum að fylkjast um krossinn. Kristur, og hann krossfestur, ætti að vera íhugunarefni okkar, umræðuefni og mesta fagnaðarefni. Við ættum að geyma okkur í huga hverja blessun, sem við þiggjum frá Guði, og þegar augu okkar opnast fyrir hinum mikla kærleika hans, hljótum við að verða fús á að fela allt í þær hendur sem voru negldar á krossinn fyrir okkar sök. VK 113.3
Sálin getur komizt nær himnunum á vængjum lof-söngvanna. Guð er tignaður með söngvum og hljóm-list í sölum himnanna, og þegar við færum honum þakkir okkar, erum við að nálgast guðsþjónustu hinna himnesku herskara. “Sá, sem færir þakkar-gerð að fórn, heiðrar” Guð. Við skulum því með virðulegri gleði ganga fyrir skapara okkar með “þakkargerð og lofsöng . .. ” VK 114.1