Þegar þeim er halda vilja fast við Guðs lög verður synjað um vernd borgaralegra laga, þá mun samtímis í mörgum löndum koma upp hreyfing í því skyni að tor-tíma þeim. Þegar tíminn sem tiltekinn er í fyrirskipan-inni nálgast, mun fólkið gera samsæri til þess að eyði-leggja þennan flokk, sem það hatar. Það verður ákveðið að hefja aðalofsóknirnar alstaðar samtímis á einni nóttu, í því skyni að bæla niður í eitt skifti fyrir öll þær raddir, sem dirfast að koma fram með andmæli og aðfinslur. DM 337.1
Þá mun Guðs fólk — sumt í fangaklefum, í fel-um á afviknum stöðum í skógum og fjöllum,— biðja enn um guðlega vernd, en í öllum áttum verða her-sveitir vopnaðra manna eggjaðar af illum öndum og til þess búnar að tortíma. Það er nú á tímum hinna allra mestu hörmunga að Guð Ísraels mun skerast í leikinn til þess að frelsa sína útvöldu. DM 337.2
Með sigurópum, háðsyrðum og eggjunum þyrpast saman hópar illra manna og ætla að ráðast á bráð sína; en þá skeður það að niða myrkur, dökkara en myrkur miðnæturinnar, sveipar jörðina; því næst mun regnbogi, skínandi af dýrð frá hásæti Guðs, þenjast yfir himininn og virðist sem hann vefjist utan um hvern einstakan hóp er bænir flytur. Hinn reiði múgur verður höggdofa. Hin háværu háðshróp þagna; hugsunin sem æsti þá til morðs og æðis gleymist með öllu; með ótta og undrun stara menn á tákn Guðs sáttmála og þrá vernd fyrir hinni óþolandi birtu þess. DM 337.3
Pjónar Drottins heyra rödd, sem er inndæl og hljóm-fögur og röddin segir: “Lítið upp!” Og þegar þeir líta upp til himins sjá þeir sáttmálsbogann ; hið svarta ískyggi-lega ský sem huldi festinguna er rofið, og þeir horfa stað-fastlega til himins eins og Stefán píslarvottur og sjá dýrð Guðs og mannsins son í hásæti sínu. Á hans dýrðar líkama sjá þeir merki þeirrar niðurlægingar, sem hann varð að þola og frá vörum hans heyra þeir bæn hans, er hann ber fram fyrir föður sínum og hinum heilögu englum: “Faðir, eg vil að það, sem þú gafst mér, — að einnig þeir séu hjá mér þar sem eg er”.1Jóh. 17 : 24. Og aftur heyrist hljómfögur og sigrihrósandi rödd segjandi: “Þeir koma, þeir koma. heilagir, einlægir og óflekkaðir; þeir hafa haldið orð mín með þolinmæði; þeir skulu búa meðal engla”. Og hinar fölu, titrandi varir þeirra, sem fast hafa haldið við trú sína, munu hrópa sigurhróp. DM 337.4
Það er um miðnætti, sem Guð birtir kraft sinn til þess að frelsa sitt fólk. Sólin kemur upp, björt og skínandi í mesta máta. Hvert táknið og stórmerkið rekur annað með örstuttu millibili.. Hinir spiltu horfa á þessi fyrirbrigði með undrun og skelfingu, en hinir réttlátu líta með óumræðilegum fögnuði hið hátíðlega merki frels-unarinnar. Öll náttúran virðist hafa breytt eðli sínu. Árnar hætta að renna; svört og þykk ský þykja himininn og rekast hvert á annað. Á miðjum himninum, sem er ægilegur að líta, er einn einasti bjartur blettur óútmálan-lega dýrðlegur, þaðan heyrist rödd Guðs, eins og hljómur margra vatna segjandi: “Það er fram komið”.2Opinb. 16 : 17. DM 338.1
Þessi rödd er svo sterk að himinn og jörð skjálfa; þungur jarðskjálfti kemur næst: “Svo að slíkur hefir eigi komið frá því menn urðu til á jörðinni, jafn ákaflega mik-ill jarðskjálfti”.3Opinb. 16 : 18. pað er eins og festingin opnist og lokist. Það er sem dýrð Guðs ljómi yfir alt; fjöllin hreyfast eins og reyr í vindi og steinar og björg kastast í allar áttir. Dynur heyrist, eins og heljarstormur sé í nánd; sjórinn rótast upp með ógnandi öldugangi; hávær fellibylur heyrist, eins og raddir þúsund djöfla, sem komið hafi til þess að tortíma. Öll jörðin gengur upp og niður í bylgjum, eins og hafið sjálft. Jarðskorpan springur; það er sem sjálfar undirstöður jarðarinnar hafi raskast; fjallgarðar lækka og sökkva; heilar eyjar hverfa með fólki og öllu saman; hinar ægilegu bylgjur hafsins svelgja heilar sjóborgir, sem orðnar voru álíka spiltar og Sódóma; Babýlon hinni miklu hefir ekki verið gleymt, hún birtist nú frammi fyrir Guði “og hann gaf henni vínbikar heiftarreiði sinn-ar”.1Opinb. 16 : 19. Mikil haglél munu dynja yfir og munu höglin, sem hvert um sig er “vættarþungt” eyðileggja alt sem fyrir verður. Skrautlegustu borgir munu hrynja til grunna; konunglegar hallir, sem auðmenn heimsins hafa lagt í fé sitt af hégómagirni, munu molast í sundur í agnir í augsýn þeirra. Fangelsisveggir munu klofna, og þjónar Guðs, sem í fangelsi hafa verið fyrir trú sína verða lausir. DM 338.2
Grafir dauðra manna munu opnast, “og margir þeirra, sem sofa í dufti jarðarinnar munu upp vakna, sumir til eilífs lífs, sumir til smánar, til eilífrar andstygð-ar”.2Dan. 12 : 2. Allir þeir, sem dáið hafa í trúnni á boðskap þriðja engilsins koma fram dýrðlegir úr gröfunum, til þess að hlusta á friðarsáttmála Guðs við þá, sem haldið hafa boðorð hams. “Og jafnvel þeir sem stungu hann” ;3Opinb. 1 : 7. þeir sem gerðu gys að kvölum Krists í andlátinu og juku þær og þeir sem ákafast stóðu á móti sannleika hans og þjónum hans eru látnir rísa upp til þess að sjá dýrð hans, og til þess að sjá þann heiður er þeim veitist, er trúir reyndust og hlýðnir. DM 341.1
Enn þá hylja þykk ský himininn, en samt brjótast geislar sólarinnar í gegn um þau öðru hvoru og líta út sem hið hegnandi auga Drottins. Ægilegar eldingar leiftra frá himnum og vefja jörðina í logandi eldblæju; hræðilegar þrumur heyrast í lofti, en þó heyrast enn þá háværari raddir, sem kveða upp dóminn yfir hinum óguð-legu. Ekki skilja allir þau orð, sem sögð eru; en hinir fölsku kennarar skilja þau greinilega. Þeir sem fyrir skömmum tíma voru andvaralausir, hrokafullir og mót-þróagjarnir og stærðu sig af þeirri grimd er þeir sýndu þeim þjónum Guðs er héldu boðorð hans, þessir sömu menn titra nú og skjálfa af ótta og hugarkvölum. Kvein-stafir þeirra heyrast hærra en hljóð náttúruaflanna. Djöflarnir viðurkenna guðdóm Krists og titra fyrir krafti hans; en menn biðja sér miskunnar og vægðar og þjást af djúpri skelfingu. DM 341.2
Í gegn um skýjarof ljómar stjarna og virðist birta hennar feríöld vegna þess hversu myrkrið var mikið. DM 341.3
Stjarnan boðar von og gleði hinum trúuðu, en reiði þeim er hafa fótumtroðið lögmál Guðs. Þeir sem hafa fórnað öllu fyrir sakir Krists eru nú öruggir; þeir dvelja í fylgsn-um, eins og þeir væru faldir í leyndardómi Guðs heim-kynna. Þeir hafa verið prófaðir, og frammi fyrir heim-inum og þeim er fyrirlitu sannleikann hafa þeir staðfest trúnaðartraust sitt á hann, sem dó fyrir þá. Aðdáanleg breyting hefir orðið á þeim, sem stöðugir hafa reynst, þrátt fyrir það, þótt þeir horfðust í augu við sjálfan dauðann. Þeir hafa skyndilega verið frelsaðir frá myrkr-inu og hinni skelfilegu harðstjórn þeirra manna, sem breyzt höfðu í djöfla. Andlit þeirra, sem rétt nýlega voru náföl, áhyggjufull og þreytuleg, eru alt í einu orðin glaðbrosandi af undrun, trú og kærleika. Þeir syngja hástöfum gleðisöng á þessa leið: “Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum; fyrir því hræðumst vér ekki þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins; látum vötn hans gnýja og freyða, látum fjöllin gnötra fyrir æðigangi hans”.1Sálm. 46 : 1-3. DM 342.1
Á meðan þessi orð, sem lýsa svo heilögu trausti, stíga upp til Guðs, birtir í lofti og skýin sópast í brott; himin-inn birtist stjörnubjartur; er hann óútmálanlega dýrðleg-ur og stingur mjög í stúf við hina svörtu og ægilegu festingu beggja megin. Dýrðin frá hinni himnesku borg streymir út um hlið hennar, sem eru í hálfa gátt. Alt í einu sést koma fram á himininn hönd, sem heldur á tveim-ur steintöflum samanvöfðum, og spámaðurinn segir: “Þá kunngjörðu himnarnir réttlæti hans, því að Guð er sá sem dæimir”.2Sálm. 50 : 6. Hið heilaga lögmál Guðs eilífa réttlætis, sem í þrumum og eldingum var kunngert á Sínaí fjalli, sem lífsregla og mælisnúra, er nú aftur opinberað mönnunum, sem regla er farið verði eftir við hinn síðasta dóm. Hönd-in opnar lögmálstöflurnar og þar sjást frumrit hinna tíu laga boðorða, eins og þau voru skrifuð með glóandi eld-penna. Orðin eru svo skýr að allir geta lesið þau. Minnið skerpist; myrkur hjátrúar og villutrúar sópast brott úr huga allra og hin tíu boðorð Guðs, stutt, skiljanleg og bjóðandi eru sýnd öllum jarðarbúum til yfirvegunar. DM 342.2
Það er ómögulegt að lýsa þeirri skelfingu og þeirri örvæntingu, sem gagntekur þá, er fótum hafa troðið hinar heilögu fyrirskipanir Drottins. Drottinn gaf þeim lögmál sitt, þeir hefðu getað borið eðli sitt saman við það og lært að þekkja veikleika sinn, en samt haft nægan tíma til að iðrast og gera yfirbót. En til þess að hljóta vináttu heimsins gengu þeir fram hjá boðorðunum og fengu aðra til að fremja samskonar yfirtroðslur. Þeir hafa reynt að þvinga þjóna Guðs til þess að óvirða hvíldardag hans. Nú eru þeir einmitt dæmdir samkvæmt þeim lögum, sem þeir hafa fyrirlitið. Hræðilega glögt sjá þeir það nú að þeir hafa enga afsökun. Þeir réðu því sjálfir hvorum þeir vildu fylgja og hverjum veita lotningu: “Þá munuð þér aftur sjá þann mismun, sem er á milli réttláts manns og óguðlegs, á milli þess, sem Guði þjónar og hins, sem ekki þjónar honum”.1Malakía 3 : 18. DM 342.3
Óvinir Guðs lögmáls, alt frá prestinum og niður til hins minsta meðal þeirra, hafa nýja hugmynd um sannleika og skyldurækni. Of seint sjá þeir það nú að hvíldardagur-inn í fjórða boðorðinu er innsigli hins lifanda Guðs. Of seint sjá þeir nú hið rétta eðli þess ranga helgihalds, sem þeir hafa haldið og þann sendna grundvöll, sem þeir hafa bygt á. Þeir sannfærast um að þeir hafa verið að berjast gegn sjálfum Guði. Trúfræðiskennarar hafa leitt sálir manna í glötun, þegar þeir þóttust vera að vísa þeim leið að hliðum paradísar. Það verður ekki fyr en á degi hins síðasta dóms, sem menn fá að vita hversu mikil er sú ábyrgð, sem hvílir á mönnum í helgum embættum og hversu skelfilegar eru afleiðingarnar af því ef þeir van-rækja skyldu sína. Það er ekki fyr en í eilífðinni, sem vér getum reiknað tapið við glötun einnar einustu sálar. Skelfilegur verður dómur þess er Guð segir við: Far frá mér, þú illi þjónn. DM 343.1
Rödd Guðs heyrist frá himnum ofan og boðar daginn og stundina þegar Kristur komi með hinn eilífa sáttmála við fólk sitt. Eins og fleygur sterkustu þrumu berast orð hans um gjörvalla jörð. Lýður Drottins stendur hlust-andi og horfir til himins. Andlit þeirra ljóma af dýrð hans og skína eins og andlit Mósesar forðum, þegar hann kom ofan af Sínaí fjalli. Hinir illu geta ekki litið á hann; og þegar blessun er lýst yfir þeim, sem hafa tignað Guð með því að halda helgan hvíldardag hans, þá heyrist hávært siguróp. DM 343.2
Þegar rödd Guðs frelsar þjóna sína úr myrkvastof-um, vakna þeir upp við vondan draum, sem öllu hafa tapað í hinni miklu deilu lífsins. Á meðan náðartíminn stóð yfir voru þeir blindaðir af blekkingum Djöfulsins og þá réttlættu þeir allar syndir sínar. Hinir auðugu of-metnuðust af yfirburðum sínum yfir þá, sem minna höfðu ; en þeir höfðu komist yfir eignir sínar með því að fótum-troða lögmál Guðs. Þeir höfðu vanrækt að seðja hina hungruðu, að klæða hina nöktu, að auðsýna réttlæti og kærleika. Þeir höfðu reynt að upphefja sjálfa sig og ná yfirráðum yfir öðrum meðbræðrum sínum. Nú eru þeir sviftir öllu sem upphóf þá, og eru þeir því allslausir og varnarsnauðir. Þeir horfa með skelfingu á eyðileggingu alls þess er þeir hafa dýrkað og tekið fram yfir skapara sinn. Þeir hafa selt sálir sínar fyrir veraldleg auðæfi og annað, en hafa ekki hugsað um að safna sér andlegum fjársjóðum, sem fyrir Guði gilda. Allur lífstíðargróði þeirra er þeim tapaður á einu augnabliki. Hinir ríku harma eyðilegging sinna skrautlegu híbýla og tap gulls síns og silfurs. En harmatölur þeirra þagna af óttanum fyrir því að þeir tapi einnig sínu eigin lífi með öllu, sem þeir dýrkuðu og tilbáðu. DM 344.1
Hinir illu iðrast nú gjörða sinna; ekki vegna þess að þeir hafa vanrækt að fylgja boðum Guðs og skyldunum við meðbræður sína, heldur vegna þess að Guð hefir orðið yfirsterkari. Þeir harma það að svona skyldi fara, en þeir iðrast ekki synda sinna. Þeir mundu ekkert til spara að sigra ef þeir gætu. DM 344.2
Heimurinn sér einmitt þá, sem hæddir hafa verið og óvirtir og reynt hefir verið að myrða, komast óskaddaða í gegn um drepsóttir, fellibylji og jarðskjálfta. Sá sem er eyðilegging þeirra, sem fótumtroða boðorð hans, er nú orðinn verndari síns fólks. DM 344.3
Presturinn, sem hefir fórnað sannleikanum til þess að öðlast hylli manna, fær nú augun opin fyrir því hvers kyns kenningar hann hefir flutt. Það er auðsætt að auga hins alvitra hefir hvílt á honum, þegar hann stóð í prédik-unarstólnum, þegar hann gekk eftir strætunum og þegar hanr. átti viðskifti við menn í ýmsum efnum. Hver einasta tilfinning sálar hans, hver einasta lína, sem hann hefir ritað, hvert einasta orð er hann mælti, hver einasta athöfn, sem til þess leiddi að láta menn halda áfram í andvaraleysi, hefir kastað frá sér útsæði, sem ávöxt hefir borið. Þann ávöxt er hann nú að uppskera; það eru hinar glötuðu, angistarfullu sálir umhverfis hann. DM 344.4
Drottinn segir: “Þeir hyggjast að lækna áfall þjóð-ar minnar með hægu móti segjandi: Heill, heill! par sem engin heill er”. “V-egna þess að þér hrellið hjarta hins ráðvanda með lygum, þar sem eg vildi þó ekki hafa hrelt hann, og af því að þér styrkið hendur hins óguðlega, til þess að hann snúi sér ekki frá sinni vondu breytni og forði lífi sínu”.1Jer. 8 : 11: Esek. 13 : 22. DM 345.1
“Vei hirðunum sem eyða og tvístra gæzluhjörð minni. .... Sjá, eg skal vitja vonzku verka yðar á yður”. “Æpið, hirðar, og kveinið og veltið yður í duftinu, þér leiðtogar hjarðarinnar! Því að yðar tími er kominn að yður verði slátrað og yður tvístrað. Þá er ekkert athvarf lengur fyrir hirðana, og engin undankoma fyrir leiðtoga hjarðarinnar”.2Jer. 23 : 1, 2; 25 : 34, 35. DM 345.2
Prestarnir og fólkið sjá það nú að það hefir ekki verið í réttri afstöðu til Guðs. Það sér nú að það hefir risið upp á móti höfundi hinna alréttlátu og fullkomnu laga. Það að vanrækja hina guðlegu fyrirskipun leiddi til alls konar uppsprettu syndasekta, haturs, ófriðar, sundurlyndis, ranglætis í svo stórum stíl að jörðin var orðin full af viðurstygð og spillingu. Þetta sjá þeir nú, sem hrundu frá sér sannleikanum og kusu villuna í hans stað. Engin orð geta lýst þeirri þrá, sem hinir óhlýðnu og svikulu kveljast af til þess að öðlast það, sem þeir hafa glatað um eilífð — það er eilíft líf. Menn, sem heimurinn hefir tignað og tilbeðið fyrir gáfur þeirra og mælsku, sjá nú þetta alt eins og það er í raun og sannleika. Þeir skilja það að þeir hafa fyrirgert rétti sínum með yfir-troðslum, og þeir falla fram fyrir fætur þeirra, sem þeir hafa fyrirlitið og gjört gys að fyrir trú og staðfestu, og þeir viðurkenna að Guð hafi elskað þá. “Hávaðinn berst út á enda jarðar, því að Drottinn þreytir deilu við þjóð-irnar; hann gengur í dóm við alt hold, hina óguðlegu ofurselur hann sverðinu”.1Jer. 25 : 31. Í sex þúsund ár hefir hin mikla deila staðið yfir. Sannur Guð og hans heilögu sendiboðar hafa átt í deilu við hinn illa, til þess að aðvara, upplýsa og frelsa börn mannanna. Nú hafa allir valið, hver fyrir sig. Hinir illu hafa fyrir fult og alt gengið í lið með Djöflinum í stríð á móti Guði. Tíminn er kominn fyrir Guð að refsa fyrir yfirtroðslur lögmáls síns. Nú er deilan ekki aðeins við djöfulinn, heldur einnig við menn-ina. “Drottinn þreytir deilu við þjóðirnar”. “Hina óguð-legu ofurselur hann sverðinu”. DM 345.3
Merki frelsisins hefir verið sett á enni “þeirra manna, sem andvarpa og kveina yfir öllum þeim svívirðingum sem framdar eru”. Nú kemur fram engill dauðans, sem í sýn Esekíels er táknaður með mönnum með eyðilegg-ingar verkfærin og sem sagt var við: “— Höggvið niður; lítið engan vægðarauga og sýnið engva meðaumkvun; öldungana og æskumenn ; meyjar og börn og konur skuluð þér brytja niður; en engan mann skuluð þér snerta sem merkið er á; og takið fyrst til hjá helgidómi mínum”.2Esek. 9 : 1-6. Og spámaðurinn segir: “Og þeir tóku fyrst til á öldung-um þeim, sem voru fyrir framan musterið”.2Esek. 9 : 1-6. Eyðilegg-ingar verkið byrjar á þeim, sem hafa þózt vera andlegir verðir fólksins; hinir fölsku varðmenn eru hinir fyrstu sem falla. Enginn er sá er vægð sé sýnd né vorkunn. Menn, konur, meyjar og lítil börn farast upp til hópa. “Því sjá, Drottinn gengur út frá aðsetursstað sínum, til þess að hegna íbúum jarðarinnar. Jörðin mun birtast láta blóðið, sem á henni hefir verið úthelt og hún mun ekki lengur hylja þá, sem á henni hafa myrtir verið”.3Jer. 26 : 21. “Og þetta mun verða plágan, sem Drottinn mun láta ganga yfir allar þær þjóðir, sem fóru herför gegn Jerusalem. Hann mun láta hold þeirra upp þorna meðan þeir enn standa á fótum, augu þeirra munu hjaðna í augna-tóttunum og tungan visna í munninum. Á þeim degi mun mikill felmtur frá Drotni koma yfir þá og þeir munu þrífa hver í höndina á öðrum og hver höndin vera upp á móti annari”. 4Sak. 14 : 12, 13. DM 346.1
Í hinni voðalegu baráttu hinna takmarkalausu fýsna og fyrir hinu óútmálanlega flóði óblandaðrar reiði Guðs munu hinir spiltu íbúar jarðarinnar falla — prestar, stjórnendur og fólkið; ríkir sem fátækir, æðri sem lægri: “Og þeir sem Drottinn hefir felt munu á þeim degi liggja dauðir frá einum enda jarðarinnar til annars. Þeir munu eigi verða harmaðir, eigi safnað saman og eigi jarðaðir”.1Jer. 25 : 33. DM 346.2