TIL voru hjá Gyðingum, margar reglur, sem fræðimenn höfðu sett fólkinu, en guð hafði aldrei fyrirskipað. Jafnvel börnin urðu að læra ad breyta eftir þessum reglum. En Jesús reyndi ekkert til að læra það, sem lærifeðurnir kendu. Hann forðaðist að tala óvirðuglega um þá, en hann rannsakaði ritninguna, og hlýddi fyrirskipunum guðs. KF 27.1
Menn ávítuðu hann oft fyrir það, að hann gjörði ekki eins og aðrir gjörðu. Þá sýndi hann þeim með biblíunni hvað rétt væri. KF 27.2
Jesús leitaðist ætíð við að gjöra aðra ánægða. KF 27.3
Af því að hann var svo vingjarnlegur og alúðlegur, vonuðu lærifeðurnir, að þeir gætu fengið hann á sitt mál, En það gátu þeir ekki. Þegar þeir hvottu hann til þess, að breyta eftir siðum þeirra, spurði hann um, hvað biblían kendi. Það sem stóð í henni, það vildi hann gjöra. KF 27.4
Af þessu urðu lærifeðurnir mjög reiðir. Þeir vissu, að reglur þeirra voru á móti biblíunni; en þó var þeiín illa við Jesú, af því hann vildi ekki blýða ‘þeim. KF 27.5
Þeir kvörtuðu undan honum við foreldra hans. Jósef og María álitu, að þeir væru guðhræddir menn, og Jesús varð að þola harðar ávítanir. KF 27.6
Bræður hans fyltu flokk lærifeðranna. Þeir sögðu, að þeirra orðum bæri að hlýða eins og guðs orðum. Þeir báru Jesú það á brýn, að hann vildi hefja sig yfir leiðtoga þjóðarinnar. KF 28.1
Lærifeðurnir álitu sjálfa sig betri en aðra menn, og þeir vildu ekki umgangast hina lítilmótlegu. Þeir fyrirlitu fátæklingana og þá ólærðu. Jafnvel hina sjúku og þjáðu létu þeir frá sér fara huggunar og vonlausa. KF 28.2
Jesús sýndi öllum mönnum kærleiksfulla umönnun. Hann reyndi að hjálpa sérhverjum þjáðum manni, er varð á vegi hans. Hann hafði ekki mikla peninga til þess að útbýtá, en oft neitaði hann sér um mat til þess að geta hjálpað öðrum. KF 28.3
Þegar bræður hans töluðu hörðum orðum til vesalings fátæklinganna, gekk Jesús til þessa fólks og hughreysti það með vingjarnlegum orðum. KF 28.4
Sæi hann einhverja hungraða eða þyrsta, gaf hann þeim ætið svaladrykk, og oft gaf hann þeim þann mat, sem honum sjálfum var ætlaður. Alt þetta mislikaði bræðrum hans. Peir reyndu að ógna honum og hræða hann, en hann hélt sámt sem áður áfram að gjöra það, sem guð hafði boðið. KF 28.5
Jesús varð fyrir mörgum freistingum og ýmislegri reynslu. Satan reyndi stöðugt við hvert tækifæri að yfirvinna hann. KF 28.6
Hefði verið hægt að fá Jesús til að gjöra eitt einasta syndsamlegt verk, eða tala eitt óvingjarnlegt orð, þá hefði hann ekki getað verið frelsari vor, og allur heimurinn hefði þá verið glataður. Þetta vissi Satan vel, og þvi var það, ad hann reyndi svo ákaft að koma honum til ad syndga. KF 28.7
Hinir heilögu englar voru ávalt með frelsaranum til að gæta hans, og þó var alt lif hans barátta við vald myrkranna. Enginn af oss mun nokkurntima verða fyrir jafn miklum freistingum og hann varð fyrir. KF 28.8
En i sérhverri freistingu gaf hann þetta svar: »Ritað er«. Hann ávitaði bræður sina ekki oft fyrir hina illu breytni þeirri, en hann sagði þeim frá því, hvað guð hefði sagt. KF 28.9
Nazaret var óguðlegur bær, og börnin og unglingarnir reyndu að fá Jesúm til að taka þátt í hinu illa með sér. Hann var námfús, kátur og skemtilegur, og þeim þótti gaman að vera með honum. KF 29.1
En hið guðrækilega hjartalag hans vakti reiði þeirra. KF 29.2
Oft var hann kallaður huglaus aumingi, af því að hann vildi ekki taka þátt í neinu, sem ', var óleyfilegt, og stundum var hann hæddur fyrir það, að hann var svo nákvæmur í smámunum. Undir öllum því líkum kringumstæðum var þetta svar hans: »Ritað er: Sjá, að óttast drottinn — það er speki, og að forðast ilt, - það er vizka«. (Job. 28, 28). Að elska hið illa, er að elska dauðann, því »laun syndarinnar er dauðinn«. KF 29.3
Jesús barðist ekki fyrir rétti sínum. Þegar illa var við hann breytt, bar hann það með þolinmæði. Af því hann var svo starfsamur og kvartaði aldrei, varð vinna hans oft þyngri en nauðsynlegt var. KF 29.4
En hann lét ekki hugfallast, því hann vissi, að guð leit á hann með velþóknun. KF 29.5
Pað voru hinar mestu ánægjustundir hans, þegar hann var einn með guði úti í náttúrufegurðinni. Eftir að hann hafði lokið við vinnu sína, gekk hann að öllum jafnaði út á víðavang, til að gefa sig þar við guðrækilegum hugleiðingum í hinum grænu dölum og til að biðja guð í brekkum og fögrum lundum. KF 29.6
Hann hlustaði á hina unaðsfögru tóna lævirkjans, þegar hann syngur um dýrð skapara síns, og tók hann þá undir með lofgjörðar og þakklætissöng. KF 29.7
Með gleðisöng bauð hann morguninn velkominn. í dögun mátti oft sjá hann á afviknum stað, var hann þá í samfélagi við föðurinn, við biblíulestur eða á bæn. KF 29.8
Eftir þessar þögulu stundir, gekk hann heim að heimili sínu til þess að gegna skyldum sínum, og með því að vinna sérhvert verk með þolinmæði, hefir hann gefið oss fagurt eftirdæmi. KF 29.9
Hvar helzt sem hann var, var eins og hann kæmi með englana með sér. Allar stéttir mannfélagsins urðu fyrir áhrifum af hinu hreina og heilaga líferni hans. KF 30.1
Saklaus og óflekkaður umgekst hann hina hugsunarlausu, hina siðlausu og ókurteisu, hina óbilgjörnu tollheimtumenn, andvaraláusa syndara, óréttláta samverja, heiðna hermenn og fátæka bændur. KF 30.2
Ávalt talaði hann miskunnar orð til mannanna, til hinna þreyttu er báru hita og þunga dagsins. KF 30.3
Hann tók þátt í sorgum lífsins með þeim og endurtók fyrir þeim þann lærdóm, sem hann hafði fengið af sköpunarverkinu, um kærleika guðs, mildi og gæsku. KF 30.4
Hann kendi þeim að skilja, að þeir hefðu dýrmætar gáfur, sem gætu fært þeim eilíf auðæfi, ef þær væru notaðar á réttan hátt. Með dæmi sínu sýndi hann fram á, að sérhvert augnablik er dýrmætt og ætti að vera notað á sem allra beztan hátt. KF 30.5
Hann gekk aldrei fram hjá neinum sem óverðugum, en leitaðist við að uppörfa jafnvel hina dýpst íöllnu syndara. Hann sagði þeim frá þvi, hvernig guð elskaði þá sem sin börn, og að þeir gætu orðið honum líkir í hug og hjarta. KF 30.6
Þannig starfaði Jesús i kyrþey fyrir aðra, alt frá barnæsku. Þessu starfi gátu hvorki bræður hans, né hinir lærðu kennarar, fengið hann til að hætta. Með föstum ásetningi framkvæmdi hann áform lífs síns; þvi hann átti að vera heimsins Ijós. KF 30.7
* * * * *