TIL Jerusalem kom ætíð mikill mannfjöldi á páskahátíðina, og þeir, sem bjuggu í borginni, voru ávalt undir það búnir ad láta gestina fá herbergi í þeirra húsum, svo þeir gætu haldið hátíðina þar. KF 91.1
ísraelsmenn neyttu hinnar fyrstu páskamáltíðar,þá er þeir voru leystir úr ánauðinni í Egyptalandi. KF 91.2
Guð hafði lofað þeim lausn. Hann hafði sagt þeim, að frumburður hverrar fjölskyldu í Egyptalandi skyldi verða deyddur. KF 91.3
Hann hafði sagt þeim að merkja dyrustafi sína með blóði hins slátraða lambs, svo dauða engillinn gæti gengið fram hjá þeim. KF 91.4
Lambið áttu þeir að steikja og eta, um kveldið, með ósýrðu brauði og beiskum jurtum, sem áttu að tákna beiskju þrældómsins. KF 91.5
Þegar þeir átu lambið, áttu þeir að vera ferðbúnir með skó á fótum og staf í hendi. KF 91.6
ísraelsmenn gjörðu eins og guð bauð þeim, og á sömu nóttu sendi Egyptalandskonungur boð til þeirra um, að þeir mættu fara í friði. KF 91.7
Um morguninn lögðu þeir af stað til hins fyrirheitna lands. KF 92.1
Á hverju ári eftir þetta, héldu Israelsmenn páskahátíð, þessa sömu nótt í Jerusalem. Þeir steiktu lamb og átu það með brauði og beiskum jurtum, eins og forfeður þeirra höfðu gjört í Egyptalandi. Þeir sögðu börnunum frá því, hvað guð hefði auðsýnt þeim mikla gæzku, þegar hann leysti þá úr þrældómnum í Egyptalandi. KF 92.2
Stundinn var nú komin, og Kristur ætlaði að halda hátíðina með lærisveinum sínum. Hann bað þvi Pétur og Jóhannes að útvega þeim stað og útbúa páskakveldmáltíðina. KF 92.3
Frelsarinn sagði Pétri og Jóhannesi, að þegar þeir kæmu út á götuna, mundu þeir mæta manni með vatnskrús. Hann sagði þeim að fylgja honum eftir og fara inn í sama bus og hann færi inn í. Og hann bad þá að segja við húsbóndann í þessu húsi: KF 92.4
»Meistarinn segir við þig: Hvar er herbergið, þar sem eg megi neyta páskalambsins með lærisveinum mínum?« KF 92.5
Og hann sagði þeim enn fremur, að þessi maður mundi þá sýna þeim loftsal mikinn, búinn hægindum, og þar áttu þeir að gjöra fyrirbúnað. Og þetta skeði alt eins og frelsarinn hatði sagt. KF 92.6
Lærisveinarnir voru einir með Jesú við páskakveldmáltiðina, og sá tími, sem þeir voru þannig með honum, við slikar hátíðir, var ætíð gleðitími, en nú var frelsarinn með hryggum huga. KF 92.7
Og er bann hafði sezt undir borð með postulum sínum, sagði hann með harmþrunginni röddu: KF 92.8
»Hjartanlega hefi eg þráð að neyta þessarar páskamáltíðar með yður, áður en eg líö«. KF 92.9
Á borðinu var vínberjavökvi; hann tók bikar, gjörði þakkir og mælti: KF 92.10
»Takið þetta og skiftið því á meðal yðar; því að eg segi yður, að eg mun ekki upp frá þessu drekka af ávexti vinviðarins, unz guðs ríki kemur«. (Lúk. 22, 11. 15. 17. 18). KF 92.11
Þetta var í siðasta sinni, sem Kristur átti að halda páskahátið með lærisveinum sínum. í rauninni voru þetta hinir síðustu páskar, sem nokkurn tíma átlu að haldast; því lambinu var slátrað til þess að tákna dauða Krists, svo að fólkinu yrði það skiljanlegt. Þegar því Kristi, þvi guðs lambi, var slátrað fyrir syndir heimsins, var ekki framar nauðsynlegt að slátra lambi, til þess að tákna dauða hans. KF 93.1
Þá er Gyðingarnir, með því að lífláta Krist, höfðu fyrir fult og alt útskúfað honum, þá höíðu þeir um leið útskúfað öllu því, er veitti þessari hátíð hina sönnu þýðingu. Eftir þetta varð hún einungis nafnið tómt. KF 93.2
Meðan Jesús tók þátt i þessari páskamáltíð, hugsaði hann um þessa miklu síðustu fórn. Innan skamms átti hann að líða dauðann á krossinum, og sú tilhugsun kvaldi hjarta hans. Hann fann þegar til þeirrar angistar, er bann átti að líða. KF 93.3
Hann vissi fyrir hvílíkri grimd og vanþakklæti hann mundi verða af þeim, sem hann kom til að frelsa, en það voru ekki hans eigin þjáningar, sem hann hugsaði um. KF 93.4
Hann aumkvaðist yfir þá, sem mundu missa hið eilífa líf, með því að útskúfa frelsara sínum. KF 93.5
Nú dvaldi hugur hans mest hjá postulunum. Hann vissi, að eftir dauða hans yrðu þeir einir að berjast baráttunni í heiminum. KF 93.6
Hann hafði svo margt að segja þeim, svo margt, sem mundi verða þeim til hughreystingar, þegar hann væri farinn frá þeim. Hann hafði vonað að geta sagt þeim það, við þeirra síðustu samfundi, en nú gat hann það ekki. KF 93.7
Hann vissi, að þeir voru ekki undir það búnir að taka á móti því. KF 93.8
það hafði verið deila meðal þeirra; þeir héldu enn, að Kristur mundi verða konungur, og sérhver þeirra vildi þá hafa álitlegustu stöðuna í ríki hans, og út af þessu urðu þeir öfundsjúkir og reiðir hver við annan. KF 93.9
Það var Iíka fleira, sem orsakaði það, að þeir voru ósáttir. Við hátíðleg tækifæri var það siður, að þjónn þvoði fætur gestanna, og þarna við þetta tækifæri var einnig viðbúnaður fyrir því. Þar var vatnskrús, mundlaug og líndúkur. En enginn þjónn var viðstaddur, og þetta hlaut því að verða verk postulanna. KF 93.10
En þeir hugsuðu hver um sig, að það væri ekki sitt verk, að vera þjónn bróður síns, og hann væri ekki fús til að þvo fætur hans. Þeir höfðu því þegjandi sezt niður við borðið. KF 94.1
Jesús beið litið eitt, til að sjá hvað þeir mundu gjöra, svo stóð hann upp frá borðum. Hann girti sig líndúk, helli vatni í mundlaugina og tók að þvo fætur lærisveinanna. KF 94.2
Hann var hryggur yfir því, að þeir voru ósáttir, en hann ávítaði þá ekki harðlega fyrir það. Hann sýndi kærleika sinn til þeirra með því að gjöra þetta þjónsverk á sínum eigin lærisveinum. Þegar hann var búinn, sagði hann við þá: KF 94.3
»Ef þá ég, herrann og meistarinn, hefi þvegið fætur yðar, ber einnig yður að þvo hver annars fætur; því ad ég hefi gefið yður eftirdæmi, til þess að þér breytið eins og ég breytti við yður«. (Jóh. 13, 14. 15). KF 94.4
Með þessu kendi Jesús þeim, hvernig þeir ættu að hjálpa hver öðrum. KF 95.1
í stað þess að liugsa ætíð í öllu mest um sjálfan sig ætti sérhver að vera fús að veita meðbræðrum sínum hjálp. KF 95.2
Frelsarinn kom í heiminn til þess að vinna fyrir aðra. Hann lifði til þess að hjálpa þeim, sem bágstaddir voru — til að frelsa syndarana, og hann vill, að vér skulum breyta eins og hann breytti við oss. KF 95.3
Lærisveinarnir skömmuðust sín nú fyrir öfund sína og eigingirni. Hjörtu þeirra fyltust elsku til meistara þeirra, og hver til annars. KF 95.4
Nú skildu þeir kenningu Krists. KF 95.5
Meðan þeir sátu enn undir borðum, tók Jesús brauðið, gjörði þakkir, braut það og gaf þeim og sagði: »þetta er líkami minn, sem fyrir yður er gefinn; gjörið þetta í mina minningu«. KF 95.6
Og á sama hátt, tók hann, eftir kvöldmáltíðina, bikarinn og mælti: »Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði, sem fyrir yður er úthelt«. (Lúk. 22, 19. 20). KF 95.7
Biblían segir: »Svo oft sem þér etið þetta brauð og drekkið af bikarnum, boðið þjer dauða drottins þangað til hann kemur«. (1. Kor. 11, 26). KF 95.8
Brauðið og vínið táknar líkama Krists og blóð. Eins og brauðið er brolið, og víninu er helt, þannig var líkami Krists brotinn og blóði hans úthelt á krossinum til frelsunar fyrir oss. KF 95.9
Ef vér etum brauðið og drekkum vínið, sýnum vér, að vér trúum þessu. Vér sýnum einnig, að vér iðrumst synda vorra, og meðtökum Krist sem frelsara. KF 95.10
Meðan postularnir sátu undir borðum með Jesú, tóku þeir eftir því, að hann var enn hryggur. Það var þvílikast, sem dimt ský hvíldi yfir þeim öllum, og þeir ínötuðust þegjandi. KF 95.11
Loksins sagði Jesús við þá: KF 95.12
»Sannlega segi eg yður, að einn af yður mun svíkja mig«. Og þeir urðu mjög hryggir og tóku að segja við hann, hver um sig: KF 95.13
»Er það eg, herra?« KF 96.1
Júdas einn þagði, og allir horfðu þvi á hann. En er hann sá að þögn hans vakti eftirtekt, spurði hann einnig: »Er það eg, rabbí?« KF 96.2
Jesús segir við hann: »Pú sagðir það«. KF 96.3
Jesús hafði þvegið fætur Júdasar, en það gat ekki vakið bjá honum elsku til frelsarans. Hann var reiður af því að Kristur skyldi gjöra þjónsverk, því hann þóttist nú sjá að útséð væri um það ad hann yrði konungur, og hann var meir en nokkru sinni fyr ákveðinn í því að svíkja hann. KF 96.4
Hann varð ekki hræddur, þó hann vissi að áform bans hefði komist upp. KF 96.5
Hann gekk út úr salnum i reiði, albúinn þess að framkvæma sitt illa áform. KF 96.6
Þad létti yfir þeim öllum er Júdas fór. Þad birti yfir ásjónu frelsarans, og þá hvarf líka skugginn, sem hvildi yfir lærisveinunum. Kristur talaði nú um stund við þá. KF 96.7
Hann sagði þeim, að hann færi nú til húsa födur sins, tii að búa þeim stað, og svo ætlaði hann að koma aftur og taka þá til sín. KF 96.8
Hann lofaði að senda þeim heilagan anda, sem ætti að vera kennari þeirra og huggari meðan hann væri í burtu. Hann sagði, að hvers sem þeir mundu biðja í hans nafni, það mundu þeir fá. KF 96.9
Svo bað hann fyrir þeim, hann bað um, að þeir yrðu verndaðir frá hinu illa, og að þeir mættu elska hver annan eins og hann hefði elskað þá. KF 96.10
Og Jesús bad einnig fyrir oss. Hann sagði: KF 96.11
»En eg bid ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem á mig trúa fyrir orð þeirra, til þess ad þeir séu allir eitt, eins og þú, faðir, ert i mér og eg í þér, til þess ad þeir sen i okkur; til þess ad heimurinn skuli trúa, ad þú haflr sent mig«. (Joh. 17, 20—23). KF 96.12
* * * * *