Go to full page →

Þrettándi Hluti—Helgi heita og loforða RR 157

Kafla 59—Loforð gefin Guði eru bindandi RR 158

Guð vinnur gegnum menn; og hver sem vekur samvisku manna og hvetur þá til góðra verka og raunverulegs áhuga fyrir eflingu málefnis sannleikans gerir það ekki af sjálfum sér, heldur af Anda Guðs sem vinnur í honum. Loforð gefin undir þessum kringumstæðum eru helg þar sem þau eru ávöxtur starfs Heilags anda. Þegar þessi loforð eru uppfyllt, tekur himinninn við fórninni, og inn á reikning þessara gjadmildu starfsmanna er settur viðeigandi fjársjóður sem fjárfesting í banka himinsins. Slíkir safna góðri undirstöðu til hins ókomna, svo þeir megi höndla eilífa lífið . . . RR 158.1

Guð vill að meðlimir safnaðarins líti svo á, að skyldur þeirra gagnvart honum séu eins bindandi og skuld þeirra til verslunarmannsins eða markaðsins. - 4 T 473-476. RR 158.2