Go to full page →

Mótmœli Satans RR 163

Guð gerir tilkall til viss hluta - tíundarinnar - af þeim efnum sem hann treystir mönnum fyrir. Hann gerir öllum frjálst að segja til um, hvort þeir muni gefa meira en þetta. En þegar hjartað er snortið undir áhrifum Heilags anda og gert er heit um að greiða vissa upphæð, hefur sá sem heitir ekki lengur neinn rétt yfir hinum helgaða hluta. Loforð af þessu tagi gefið mönnum væri skoðað sem bindandi. Eru þau loforð sem Guði eru gefin ekki meira bindandi? Eru loforð sem lögsótt eru í sölum samviskunnar minna binandi en ritaðir sáttmálar manna? RR 163.1

Þegar guðlegt ljós skín inn í hjartað með óvenjulegum skírleik og krafti, minnka ítök hinnar venjubundnu eigingirni og tilhneiging verður til að gefa til málefnis Guðs. En enginn þarf að halda að hann fái að efna það loforð sem þá er gefið, án mótmæla frá Satan. Hann er ekki ánægður að sjá ríki endurlausnarans á jörðu byggt upp. Hann leggur til að of miklu hafi verið lofað, að þau muni lama þá í viðleitni þeirra til að komast yfir eign eða uppfylla langanir fjölskyldna þeirra. — AA 74, 75. RR 163.2