Go to full page →

Tœmið uppskeru eigingirninnar RR 31

Það ber að harma að söfnuðurinn í dag finnur til svo lítillar tilhneigingar til að sýna Guði þakklæti fyrir að auðga hann með náð sinni, fyrir að gefa honum efnislegar gjafir hans, til þess að hann hafi það sem með þarf til að halda fjárhirslu hans við. RR 31.2

Guð er lítilsvirtur með áhugaleysi þeirra sem hann hefur treyst fyrir verðmætum sínum. Ráðsmenn hans neita að sjá þær þarfir sem þeir gætu leyst úr. Þannig koma þeir óorði á Guð. RR 31.3

Enginn skyldi gera lítið úr ábyrgð sinni. Ef viðskipti okkar gefa ekki vel af sér, mundu þá að blessun Guðs hvílir yfir óþreytandi iðjusemi. Hann smánar ekki hið smáa. Viturleg hagnýting hins smáa mun gefa undursamlegan árangur. Ein talenta sem notuð er skynsamlega mun færa Guði tvær. Ætlast er til að vextirnir verði í hlutfalli við það sem hverjum var treyst fyrir. Guð veitir viðurkenningu samkvæmt því sem menn hafa en ekki samkvæmt því sem menn hafa ekki. RR 31.4