Go to full page →

Kafla 18—Reynum Drottin RR 54

“Færið alla tíundina í forðabúrið, til þess að fæðsla sé til í húsi mínu, og reynið mig einu sinni á þennan hátt, segir Drottinn hersveitanna, hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður yfirgnæfanlegri blessun.” Eigum við að hlýðnast Guði og færa inn alla tíund og gjafir svo að til sé fæðsla til að uppfylla þörf sálna sem hungra eftir brauði lífsins? Guð býður ykkur að reyna sig núna þegar gamla árið er að renna út, og sjá til þess að á nýja árinu verði fjárhirslur Guðs endurfylltar. RR 54.1

Hann segir okkur að hann muni opna flóðgáttir himinsins og úthella yfir okkur yfirgnæfanlegum blessunum. Hann leggur heiður sinn að veði: “Og ég mun hasta á átvarginn fyrir yður, til þess að hann spilli ekki fyrir yður gróðri jaðrarinanr og víntréð á akrinum verði yður ekki ávaxtalaust, segir Drottinn hersveitanna.” Þannig er orð hans trygging okkar fyrir því, að hann muni blessa okkur að því marki, að við munum hafa enn stærri tíund og gjafir til að leggja fram. RR 54.2