Go to full page →

Óvœntar opinberanir RR 76

Í ljós mun koma að margir sem hafa kallað sig kristna hafa ekki verið þjónar Guðs, heldur þjónar sjálfra sín. Sjálfið hefur verið miðja lífs þeirra; sjálfsþjónusta hefur verið ævistarf þeirra. Með því að lifa sjálfum sér til ánægju og til að eignast allt sem þeir gátu fyrir sjálfa sig, hafa þeir lamað og minnkað hæfileikana og máttinn sem Guð treysti þeim fyrir. Þeir hafa ekki skipt heiðarlega við Guð. Líf þeirra hefur verið ein löng keðja rána . . . RR 76.1

Á þeim degi munu þeir sem halda að Guð muni gera sig ánægðan með litlar fórnir og óviljuga þjónustu verða fyrir vonbrigðum. Guð mun ekki setja yfirskrift sína á verk neins manns, hvort sem hann er hátt eða lágt settur, ríkur eða fátækur, sem ekki er framkvæmt af hjarta, dyggilega og með það eitt fyrir augum að gefa honum dýrð. - R&H 5. jan. 1897. RR 76.2