Go to full page →

Að veita viðtöku gjöfum utan frá RR 103

Drottinn myndi leiða menn heimsins, jafnvel skurðgoðadýrkendur, til að gefa af næktum sínum starfinu til stuðnings, ef við myndum nálgast þá viturlega og gefa þeim tækifæri til að gera þá hluti sem eru forréttindi þeirra að framkvæma. Það ættu að vera okkur forréttindi að veita viðtöku því sem þeir vilja gefa. RR 103.2

Við ættum að komast í kynni við menn í háum stöðum, og með því að iðka visku höggormsins og falsleysi dúfunnar, gætum við hlotið stuðning hjá þeim, því að Guð myndi leiða þá til að gera mikið í þágu lýðs síns. Ef réttir aðilar myndu leggja þarfir starfs Guðs, í réttu ljósi fram fyrir þá sem hafa efni og áhrif, gætu þessir menn gert mikið til að efla málefni Guðs í okkar heimi. Við höfum kastað frá okkur forréttindum og hagnaði sem við hefðum getað notið, vegna þess að við kusum að standa aðskilin frá heiminum. En við þurfum ekki að fórna einni einustu meginreglu sannleikans þegar við nýtum öll tækifæri til að efla málefni Guðs. - TM197, 198. RR 103.3