Go to full page →

Ellefti Hluti—Skuldaharðstjórn RR 131

Kafla 48—Að lifa í samrœmi við tekjur RR 132

Margir - mjög margir - hafa ekki lært að halda útgjöldum sínum innan við mörk tekna sinna. Þeir læra ekki að aðlaga sjálfan sig kringumstæðum, og þeir taka lán aftur og aftur og verða skuldum vafnir, og afleiðingin er að þeir verða kjarklausir og niðurbeygðir. RR 132.1

Margir muna ekki eftir málefni Guðs og eyða peningum sínum kæruleysislega í sumarfrísskemmtanir, í klæðnað og hégóma, og þegar kall kemur um að efla starfið í heimatrúboði og trúboði erlendis hafa þeir ekkert til að gefa, eða hafa jafnvel farið framyfir ávísunarinnistæðu sína. Þannig ræna þeir Guð tíundum og gjöfum, og með eigingjarnri eftirlátssemi gera þeir sál sína berskjaldaða gagnvart freistingum og falla fyrir vélabrögðum Satans. RR 132.2

Við ættum að vera á verði og leyfa ekki sjálfum okkur að eyða peningum í það sem ónauðsynlegt er og einungis til að berast á. Við ættum ekki að láta eftir okkur að taka upp venjur sem leiða okkur til að líkja eftir háttum heimsins og að ræna fjárhirslur Drottins. - R&H 19. des. dl893. RR 132.3