Go to full page →

LÍKAMINN Á AÐ VERA ÞJÓNN HUGANS, 24. maí DL 150

Því að ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kcerleiks og stillingar. 2. Tím. 1, 7 DL 150.1

Hvert líffæri líkamans var gert til að vera þjónn hugans. 1043T, 136 Heilinn er höfuðstóll líkamans, sæti alls máttar tauganna og andlegrar starfsemi. Taugarnar, sem ganga út frá heilanum, stjórna líkamanum. Andleg áhrif eru flutt eftir heilataugunum til allra tauga líkamans eins og eftir símavírum. Og þær stjórna lífsnauðsynlegum athöfnum hvers hluta líkamskerfisins. Öll hreyfilíffærin stjómast af boðum þeim, sem þau fá frá heilanum. 1053T, 69 DL 150.2

Heilataugarnar, sem eru í sambandi við allt líkamskerfið, eru eini milliliðurinn, sem himinninn getur notað til að komast í samband við manninn og til að hafa áhrif á innsta líf hans. Hvað sem truflar rás rafstraumsins í taugakerfinu dregur úr lífsþróttinum og afleiðingin er sú, að það dregur úr næmleika hugans. 1062T, 347 DL 150.3

Hvaða hluti líkamans, sem ekki er meðhöndlaður með gætni, sendir skeyti um mein sitt til heilans. 107Ch Ed, 125 DL 150.4

Það eru ekki aðeins forréttindi, heldur heilög skylda allra að skilja lögmál þau, sem Guð hefur sett líkömum þeirra... Er þau skilja fyllilegar mannslíkamann,... munu þau leitast við að gera líkama sína undirgefna hinum göfgari hæfileikum hugans. Þau munu skoða líkamann sem undursamlega byggingu, sem mynduð hafi verið af hinum óendanlega hönnuði og sett undir þeirra umsjá til þess að varðveita þessa þúsund strengja hörpu í samræmdu starfi. 108HR, Sept., 1871 DL 150.5

Til þess að takast vel í hinu kristna lífi er afar mikilvægt að þroska heilbrigðan huga í hreilbrigðum líkama. 109HR. Nov., 1871 DL 150.6

Samræmd, hraustleg starfsemi allra hæfileika líkama og huga hefur hamingju í för með sér. Því göfgari og fágaðri sem hæfíleikamir eru þeim mun hreinni og sannari er hamingjan. 110R&H. July 29, 1884 DL 150.7