Go to full page →

GLATT HJARTA ER GÓÐ HEILSUBÓT, 27. maí DL 153

Glatt (fagnandi) hjarta veitir góða heilsubót. Oróskv. 17,22 DL 153.1

Sambandið milli hugar og líkama er mjög náið. Þegar annað líður tekur hitt þátt í því. Hugarástandið hefur áhrif á heilsuna að miklu meira leyti en margir gera sér grein fyrir. Margir þeir sjúkdómar, sem menn þjást af eru afleiðingar þunglyndis. Sorg, kvíði, óánægja, samviskubit, sektartilfinning og vantraust leitast allt við að brjóta niður lífsþrekið og bjóða heim hrörnun og dauða. DL 153.2

Stundum veldur ímyndunin sjúkdómunum og oft eykur hún mjög á þá. Margir eru öryrkjar ævilangt, sem gætu venð heilir, ef þeir aðeins hugsuðu þannig... DL 153.3

Hugrekki, von, trú, samúð og kærleikur stuðla að heilsu og lengja lífíð. Ánægður hugur og glaður andi er líkamanum heilsa og sálinni styrkur. 120MH. 241 DL 153.4

Þakklæti, fögnuður, góðvild og traust á kærleika og umhyggju Guðs er hin besta trygging heilsu. 121MH. 281 DL 153.5

Það ætti einnig að sýna fram á viljakraftinn og þýðingu sjálfstjórnar bæði í því að varðveita og endurheimta heilsuna, hin veikjandi og jafnvel skaðlegu áhrif reiði, óánægju, eigingirni eða óhreinleika og á hinn bóginn hinn undursamlega lífgefandi kraft sem finnst í glaðværð, óeigingirni og þakklæti. 122Ed. 197 DL 153.6

Það er lífeðlisfræðilegur sannleikur í ritningargreininni — sannleikur, sem við þurfum að íhuga: “Glatt (fagnandi) hjarta veitir góða heilsubót.” 123CH, 28 DL 153.7

Hinar sönnu meginreglur kristindómsins opna öllum uppsprettu ómetanlegrar hamingju. DL 153.8

Við ættum að stuðla að glaðværu, vongóðu og friðsömu hugarástandi, því að heilsa okkar er því háð, að við gerum það. 1243T 13 DL 153.9