Go to full page →

SYNDAFYRIRGEFNING VEITIR LÆKNINGU, 30. maí DL 156

Lofa þú Drottin, sála min, og gleym eigi neinum velgjörðum hans, sem fyrirgefur allri misgerðirþínar, lœknar öllþín mein. Salm. 103, 2. 3 DL 156.1

Frelsarinn annaðist bæði sálina og líkamann. Fagnaðarerindið, sem hann flutti, var boðskapur andlegs lífs og viðreisnar líkamans. Frelsi frá synd og lækning sjúkdóma voru samtengd. Hinum kristna lækni er falið hið sama starf. Hann á að sameinast Kristi í því að bæta bæði úr andlegum og líkamlegum þörfum náunga sinna. Hann á að vera hinum sjúku boðberi náðarinnar, flytja þeim læknisdóm handa hinum sjúku líkama og þeirri sál sem sjúk er af synd. 132MH, 111 DL 156.2

Þegar komið var með veslings lamaða manninn að húsinu, þar sem Jesús var að kenna, var þétt mannþyrping fyrir dyrunum, og lokaði leiðinni til frelsarans. En trú og von höfðu verið tendruð í hjarta veslings sjúklingsins og hann stakk upp á því, að vinir hans færu með hann bak við húsið, ryfu þakið og létu hann síga niður til Krists. Uppástungan var framkvæmd. Þegar hinn þjáði lá við fætur hins mikla læknis, hafði allt það sem menn gátu gert til að veita honum heilsuna á ný verið gert. Jesús vissi, að sjúklingurinn hafði kvalist vegna tilfinningar um syndir sínar og að hann yrði fyrst að losa hann undan þeirri byrði. Frelsarinn ávarpaði hann með augnatilliti hinnar blíðustu samúðar, ekki sem ókunnan mann, eða jafnvel vin, heldur sem þann er þegar hefði verið tekinn inn í fjölskyldu Guðs: “Ver hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.” 133R&H, Oct. 16, 1883 DL 156.3

Margir þjást miklu fremur af sálrænum sjúkdómum en líkamlegum og þeir munu ekki finna neina fróun fyrr en þeir koma til Krists, uppsprettu lífsins. Kvartanir um þreytu, einmanaleika og óánægju munu þá hætta. Fullnægjandi gleði mun veita huganum styrk og líkamanum heilsu og lífskraft. 1344T, 579 DL 156.4

í dag finnur Kristur kvöl hvers þess, sem líður... Hann veit hvernig á að tala orðin: “Ver heill” og bjóða sjúklingnum: “Far og syndga ekki framar.” 135YI, Dec. 29. 1898 DL 156.5