Go to full page →

VISKA OG HYGGINDI VEITA HAMINGJU, 4. júní DL 161

Sœll er sá maður, sem öðlast hefur speki, sá madur, sem hyggindi hefur hlotnast. Oróskv. 3, 13 DL 161.1

Smurningarathöfn Davíðs... var æskumanninum bending um hin háleitu örlög, sem biðu hans... DL 161.2

Hann hélt rólega áfram starfi sinu þrátt fyrir það að hann átti að taka að sér háa stöðu og gerði sig ánægðan með að áform Drottins yrði að raunveruleika á hans eigin hátt og stundu. Smaladrengurinn hélt aftur til hæðanna eins auðmjúkur og hæverskur og fyrir smurninguna og gætti hjarðar sinnar og verndaði hana eins ljúflega og áður. En hann setti saman lögin sín og lék á hörpuna sína af nýrri andagift. Fyrir framan hann breiddi úr sér landslag auðugt og margbreytilegt að fegurð... DL 161.3

Í fegurð og styrk manndóms síns var Davíð að búa sig undir að fylla háa stöðu, meðal hinna göfugustu hér á jörð. Talentur hans voru notaðar sem dýrmætar gjafir frá Guði til að mikla dýrð hins guðlega gjafara. Tækifæri hans til íhugunar og hugleiðinga gegndu því hlutverki að auðga hann af þeirri visku og guðrækni sem Guð og englar elskuðu hann fyrir. Er hann íhugaði fullkomleika skapara sins opnuðust sál hans skýrari hugmyndir um Guð. Óljós efni upplýstust, vandkvæði voru gerð skýr, flókin mál samræmd og hver nýr ljósgeisli kallaði fram nýja fagnaðaröldu og ljúfari helgunarlofgerð Guði og endurlausnaranum til dýrðar. Kærleikurinn, sem hrærði hann, sorginar, sem umkringdu hann og sigrarnir, sem fylgdu honum var allt umhugsunarefni fyrir hinn virka huga hans. Og er hann leit kærleika Guðs í öllum þeim atburðum í lífi sínu, sem greinilega sýndu umhyggju skaparans, sló hjarta hans örar af ákafari aðdáun og þakklæti og voldugra lag hljómaði af vörum hans, harpa hans var snert af dýrlegri fögnuði og smaladrengurinn hélt áfram frá mætti til máttar, frá þekkingu til þekkingar því að Andi Drottins var yfir honum. 14PP. 641, 642 DL 161.4