Go to full page →

ELSKIÐ FÓLKIÐ EINS OG KRISTUR ELSKAÐI ÞAÐ, 2 júlí DL 189

Þetta er mitt boðorð að þér elskið hver annan eins og ég kefi elskað yður. Jóh. 15, 12 DL 189.1

Kristur iðkaði í lífi sínu guðlegar kenningar. Þó að ákafi Krists væri mikill missti hann aldrei stjóm á sér. Hann var staðfastur án þess að sýna þrákelkni, góðgjarn án þess að vera veiklundaður, blíður og fullur samúðar án þess að vera með tilfinningasemi. Hann var mjög félagslyndur en samt átti hann til að bera virðuleika sem hleypti fólki ekki of langt. Hann var bindindissamur án þess að sýna ofstæki eða strangleika. Hann samdi sig ekki að siðum þessa heims en lét sig samt varða þarfir hins minnsta á meðal manna. Hann var vakandi fyrir þörfum allra. 2MS 132, 1902 DL 189.2

Kristur sýndi í lífí sínu fullkomna auðmýkt, iðni og hlýðni frá fyrstu árum til manndómsára. Hann var ávallt hugsunarsamur gagnvart öðrum, sýndi ávallt sjálfsafneitun. Hann kom hingað og bar á sér einkenni himinsins, vildi ekki láta þjóna sér heldur þjóna öðrum... DL 189.3

Hið óeigingjarna líferni Krists er fordæmi fyrir okkur öll. í hans lunderni sjáum við það lunderni sem við eigum að móta hjá okkur ef við viljum feta í hans fótspor. 3MS 108, 1903 DL 189.4

Háttvísi og góð dómgreind auka hundraðfalt nytsemi starfsmannsins. Það mun hafa áhrif til þess að mýkja hjarta þess sem hann er að reyna að hjálpa ef hann talar réttu orðin á réttum tíma og sýnir rétt hugarfar. 4GW, 119 DL 189.5

Það ætti að koma vingjarnlega fram við þá sem eru ekki á sama máli og við í trú og kenningu. Þeir eru eign Krists og við verðum að mæta þeim á lokadegi uppgjörsins. Við munum þurfa að horfast í augu við hvert annað í dóminum og sjá skýrslu um hugsanir okkar, orð og gjörðir, ekki eins og við höfum skoðað þær heldur eins og þær voru í sannleika. Guð hefur falið okkur þá skyldu að elska hvert annað eins og Kristur hefur elskað okkur. 5YI, Dec. 9, 1897 DL 189.6