Go to full page →

HVER ER NÁUNGI MINN?, 16. ágúst DL 234

En hann... sagði við Jesúm: hver er þá náungi minn? Lúk. 10, 29 DL 234.1

A meðal Gyðinga olli spurningin: “Hver er náungi minn?” endalausum orðræðum. Enginn vafi var í þeirra huga hvað snerti heiðingjana og Samverja. Þeir voru útlendingar og óvinir. En hvar átti að draga markalínuna milli eigin landsmanna og milli hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins?... Þessari spurningu svaraði Kristur í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann. Hann sýndi að náungi okkar er ekki einungis sá sem tilheyrir söfnuðinum eða því samfélagi trúaðra sem við tilheyrum. Hugtakið snertir ekki hörundslit, kynþátt eða stétt. Náungi okkar er hver sá sem þarfnast hjálpar okkar. Náungi okkar er hver sú sál sem særð er og beygð af óvininum. Náungi okkar er hver sá sem er eign Guðs. 39COL, 376 DL 234.2

Hver sá sem er í neyð er náungi okkar. Hver villuráfandi sonur og dóttir Adams sem hefur flækst í snörur sálnaóvinarins og bundinn í þrældómsfjötra rangra venja sem setja blett á sál mína er náungi minn. 40R&H, Nov. 12, 1895 DL 234.3

Nágrannar okkar eru ekki einungis félagar okkar eða sérstakir vinir. Þeir eru ekki aðeins þeir sem tilheyra okkar söfnuði eða hugsa eins og við gerum. Nágrannar okkar er öll fjölskylda manna. Við eigum að gjöra öllum mönnum gott og sérstaklega þeim sem eru trúaðir. Við eigum að sýna heiminum hvað það þýðir að framfylgja lögmáli Guðs. Við eigum að elska Guð mest og náunga okkar eins og sjálf okkur. 41R&H, Jan. 1895 DL 234.4

Í dag gefur Guð mönnum tækifæri til þess að sýna hvort þeir elska náunga sinn. Sá sem í sannleika elskar Guð og náungann er sá sem sýnir náð fátækum, þjáðum og særðum, þeim sem eru að dauða komnir. Guð kallar á hvern mann að sinna starfi hans sem vanrækt er, að leitast við að endurreisa siðferðismynd skaparans í mannkyninu. 42Letter 113, 1901 DL 234.5