Go to full page →

AÐ HAFA SKILNINGSRÍKT HJARTA, 20. ágúst DL 238

Ég gef þér hyggið og skynugt hjarta. 1. Kon. 3, 12 DL 238.1

Salómó valdi í æsku eins og Davíð hafði valið. Ofar ölium jarðneskum gæðum bað hann Guð um viturt og skynugt hjarta... Skilningur hans, þekking og stjórnarstefna hans varð að undrunarefni fyrir allan heiminn. 53Ed, 48 DL 238.2

Nafn Jehóva var mikillega heiðrað á fyrri hluta stjórnartíma Salómós. Sú viska og réttlæti sem konungurinn sýndi var vitnisburður öllum þjóðum um ágæti eiginleika þess Guðs sem hann þjónaði. Um tíma var Israel ljós heimsins sem sýndi mikilleika Jehóva. Raunveruleg dýrð fyrra hluta stjórnartíðar Salómós lá ekki í afburðavisku, miklum auði eða víðtæku valdi eða frægð sem hann átti í ríkum mæli heldur í því að hann heiðraði nafn Guðs Israels með því að nota á viturlegan hátt gjafir himinsins. DL 238.3

Eftir því sem árin liðu óx frægð Salómós. Hann leitaðist við að heiðra Guð með því að bæta við andlega og vitsmunalega hæfileika sína og með því að halda áfram að veita öðrum þær blessanir sem hann tók á móti. Enginn skildi betur en hann sjálfur að það var fyrir hylli Jehóva að hann eignaðist vald og visku og skilning og þessar gjafir voru honum veittar til þess að hann gæti gefið heiminum þekkingu á konungi konunganna. 54PK, 32, 33 DL 238.4

Þegar maðurinn endurfæðist fyrir sannleikann heldur ummyndun lundernisins áfram. Hann öðlast aukinn mæli skilnings við það að verða maður sem hlýðir Guði. Hugarfar og vilji Guðs verða hans vilji og með því að líta stöðugt til Guðs um ráð öðlast hann vaxandi skilning. Sá hugur sem skilyrðislaust er lagður undir leiðsögn Anda Guðs þroskast alhliða. 55R&H, July 19. 1887 DL 238.5