Go to full page →

ÁVEXTIR HELGUNAR, 4. September DL 253

Verið ávallt glaðir vegna samfélagsins við Drottin. Ég segi aftur: verid glaðir. Fil. 4, 4 DL 253.1

Með tilstilli Jesú verða fallnir synir Adams “synir Guðs” “því að bæði sá sem helgar og þeir sem helgaðir verða eru allir frá einum komnir. Fyrir þá sök telur hann eigi vanvirðu að kalla þá bræður.” Líf hins kristna manns ætti að einkennast af trú, sigri og fögnuði í Drottni. “Hvað sem af Guði er fætt sigrar heiminn og trú vor er siguraflið sem sigrað hefur heiminn.” Rétt mælti þjónn Guðs, Nehemía: “Fögnuður Drottins er styrkur þinn.” Og Páll segir: “Verið glaðir í samfélaginu við Drottin. Ég segi aftur, verið glaðir.” “Fagnið ávallt. Biðjið án afláts. Færið í öllum hlutum þakkir því að þetta er vilji Guðs í Jesú Kristi að því er yður varðar.” DL 253.2

Slíkir eru ávextir biblíulegs afturhvarfs og helgunar. 9GC, 477, 478 DL 253.3

Eðli hans (þess sem í sannleika er réttlátur) er svo fyllt af kærleika til Guðs og náungans að hann vinnur verk Krists af fúsu hjarta. DL 253.4

Allir sem koma inn á áhrifasvið hans greina fegurð og ilm hins kristilega lífs þó að hann sé sér þess ekki meðvitandi því það er í samræmi við venjur hans og hneigðir. Hann biður um guðlegt ljós og elskar að ganga í því ljósi. Það er fæða hans og drykkur að gera vilja síns himneska föður. Líf hans er falið með Kristi í Guði. Samt stærir hann sig ekki af því og virðist heldur ekkert vita um það. Guði geðjast að hinum auðmjúku og lítilmótlegu sem fylgja náið í fótspor meistarans. Englar laðast að þeim og elska að vera nálægt þeim á vegferð þeirra. Þeir sem telja sig hafa náð langt og hafa ánægju af því að láta bera á góðum verkum sínum kunna að telja það ómaksins vert að veita þeim athygli en himneskir englar beygja sig í ástúð yfir þá og eru sem eldveggur umhverfis þá... Mönnum eru veitt þau forréttindi að verða erfingjar Guðs og samarfar Krists. 10SL, 11-14 DL 253.5