Go to full page →

STYRKUR AÐ OFAN, 30. September DL 279

Þeir sem vona á Drottin fá nýjan kraft. Þeir fljúga upp á vœngjum sem ernir. Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki. Jes. 40, 31 DL 279.1

Dásamleg eru tækifærin sem standa ungmennum til boða að skilja fyrirheitin í orði Guðs. Það er naumast á færi mannshugans að skilja þá andlegu hæfileika sem hægt er að hljóta fyrir það að verða hluttakendur guðlegs eðlis. Með því að leiðrétta daglega mistök sín og öðlast sigur geta hinir ungu vaxið til þess að verða vísir og sterkir menn í Kristi. 71YI, Feb. 13, 1902 DL 279.2

Sá sem hefur orðið hluttakandi í guðlegu eðli veit að hann er borgari í ríkinu hið efra. Hann hlýtur innblástur frá Anda Guðs. Sál hans er falin með Kristi í Guði. Satan getur ekki notað lengur slíkan mann sem tæki sitt til þess að smygla sér inn í sjálfan helgidóm Guðs og saurga musteri Guðs. Hann öðlast sigur við hvert skref. Hann er fylltur af göfgandi hugsunum. Hann skoðar hverja mannveru sem dýrmæta af því að Kristur hefur dáið fyrir hverja sál. DL 279.3

“Þeir sem vona á Drottin fá nýjan kraft. Þeir fljúga upp á vængjum sem ernir.” Sá maður sem vonar á Drottin er sterkur í styrk sínum, nógu sterkur til þess að halda fast þó að hann verði fyrir hristingi. Samt er auðvelt að laða hann til náðar og samúðar en þeim málstað fylgir Kristur. Sú sál sem beygir sig fyrir Guði er fús að gera vilja Guðs. Hún leitast ákaft og í auðmýkt eftir að þekkja þann vilja. Hún beygir sig undir aga og er hrædd við að ganga samkvæmt eigin dómgreind. Hún hefur samfélag við Guð og föðurland hennar er á himnum. 72Letter 58, 1894 DL 279.4

Maðurinn verður hluttakandi í guðlegu eðli ef hann tengist hinum óendanlega. Örvar hins illa hafa engin áhrif á hann því hann er íklæddur skikkju réttlætis Krists. 73CPT, 51, 52 DL 279.5