Go to full page →

VIRÐING FYRIR VALDI, 3. október DL 282

Virðið alla menn, elskið brœðrafélagið, óttist Guð, heiðrið konunginn. Þér heimilismenn, verið undirgefnir húsbœndum yðar með mesta ótta ekki einungis hinum góðu og sanngjörnu, heldur einnig hinum ósanngjörnu. 1. Pét. 2, 17. 18 DL 282.1

Postulinn setur fram skýrum orðum hver afstaða trúaðra ætti að vera til borgaralegra yfirvalda: “Verið Drottins vegna undirgefnir sérhverju mannlegu skipulagi hvort heldur er konungi svo sem hinum æðsta eða landshöfðingjum svo sem þeim sem af honum er sendir illgjörðarmönnum til refsingar en til lofs þeim er vel breyta. Því að þannig er vilji Guðs, þér skuluð með því að breyta vel niðurþagga vanþekking heimskra manna sem frjálsir menn er ekki þeir er hafa frelsið fyrir hjúp yfir vonskuna heldur sem þjónar Guðs. Virðið alia menn, elskið bræðrafélagið, óttist Guð, heiðrið konunginn.” 6AA, 522 DL 282.2

Það er skylda okkar að hlýða lögum landsins í hverju tilviki nema þau stríði í gegn æðri lögum sem Guð talaði hárri raustu frá Sínaí og ritaði síðan á stein með eigin fingri... Boðorðin tíu eru grundvöllur allra réttlátra og góðra laga. Þeir sem elska boð Guðs munu hlýða öllum góðum lögum landsins. 7IT, 361, 362 DL 282.3

Við eigum að líta á mannlega ríkisstjórn sem skipaða af Guði og kenna öðrum það sem helga skyldu að hlýða henni haldi hún sig innan löglegra marka. En þegar kröfur hennar stríða gegn kröfum Guðs verðum við fremur að hlýða Guði en mönnum. Orð Guðs verður að skoða sem ofar öllum mannlegum lögum. Orðin: “Svo mælir Drottinn,” eiga ekki að víkja fyrir “svo mælir söfnuðurinn” eða “svo mælir ríkið.” Kórónu Krists á að hefja upp ofar hverju djásni mannlegs valdhafa. DL 282.4

Ekki er af okkur ætlast að bjóða yfirvöldunum byrginn. Orð okkar ættu að vera vandlega íhuguð hvort sem þau eru töluð eða rituð. 8AA, 69 DL 282.5

Kennið fólkinu að beygja sig í öllum hlutum fyrir lögum lands síns þegar það getur gert það án þess að stríða gegn lögum Guðs. 99T, 238 DL 282.6