Go to full page →

LOTNING Á HEIMILINU, 7. október DL 286

Fyrir því segir Drottinn, Ísraels Guð: þitt hús og hús föður þíns skal ganga fyrir augliti mínu eilíflega — en nú segir Drottinn: það sé fjarri mér því ég heiðra þá sem mig heiðra og þeir sem fyrirlíta mig munu til skammar verða. 1. Sam. 2, 23 DL 286.1

Gerið heimilislífið eins líkt himninum og mögulegt er. 21MS, 93, 1901 DL 286.2

Á heimilinu er grundvöllurinn lagður að velfarnaði safnaðarins. Þau áhrif sem ráða í heimilislífinu berast inn í söfnuðinn. Skyldur til safnaðarins ættu því fyrst að byrja á heimilinu. 22Signs, Sept. 1, 1898 DL 286.3

Þeir sem stjórna fjölskyldum sínum á réttan hátt munu leiða inn í söfnuðinn áhrif reglu og lotningar. 23R&H, Feb. 19, 1895 DL 286.4

Föður og móður sem setja Guð fremstan í heimilislífi sínu, sem kenna börnum sínum að ótti Drottins er upphaf viskunnar, vegsama Guð frammi fyrir englum og frammi fyrir mönnum... Kristur er ekki ókunnugur á heimilum þeirra. Nafn hans fylgir fjölskyldunni, því er sýnd lotning og það vegsamað. Englar hafa yndi af því heimili þar sem Guð ríkir sem æðstur og börnunum er kennt að virða trú, Biblíuna og skapara sinn. Slíkar fjölskyldur geta tekið til sín fyrirheitið: “Ég heiðra þá sem mig heiðra.” 245T, 424 DL 286.5

Þau helgu forréttindi að hafa samfélag við Guð leiða til þess að við sjáum skýrt og greinilega þá dýrmætu hluti sem Guð hefur búið þeim sem elska hann og virða boðorð hans. Við þurfum að sýna lotningu í daglegu lífí. DL 286.6

Við dagleg skyldustörf lífsins snúumst við of mikið um það smáa og almenna og leiðir það til þess að við komum ekki auga á hann sem er ósýnilegur. Þannig verðum við af margri blessun í trúarreynslu okkar. 25Letter 14, 1900 DL 286.7

Sönn lotning kemur í ljós í hlýðni. Guð hefur ekki boðið neitt sem er ónauðsynlegt. Það er engin önnur leið til þess að sýna lotningu sem er svo þóknanleg í augum hans en með hlýðni við það sem hann hefur talað. 26CPT, 111 DL 286.8