Go to full page →

LOTNING FYRIR HVÍLDARDEGINUM, 10. október DL 289

Minnstu þess að halda hvildardaginn heilagan. 2 Mós. 20, 8 DL 289.1

“Minnstu þess” er upphafið að fjórða boðorðinu. Foreldrar, þið þurfið að minnast þess sjálf að halda hvildardaginn heilagan. Og ef þið gerið það eruð þið að veita börnum ykkar rétta fræðslu. Þau munu bera lotningu fyrir helgum degi Guðs... Hafið hvíldardaginn í huga alla vikuna því að sá dagur á að vera helgaður þjónustu Guðs. Það er sá dagur er hendurnar eiga að hvílast frá heimslegu starfi, þegar þörfum sálarinnar á sérstaklega að vera sinnt. 32MS 57, 1897 DL 289.2

Hvíldardagurinn — ó, gerið hann að indælasta og sælasta degi allrar vikunnar... Foreldrar geta veitt börnum sínum athygli og ættu að gera það, lesa fyrir þau athyglisverða kafla úr Biblíunni, ala þau upp í því að virða hvíldardaginn, halda hann samkvæmt boðorðinu ... þeir geta gert hvíldardaginn að feginsdegi ef þau taka rétta stefnu. Börnin geta fengið áhuga á því að lesa gott lesefni eða á því að ræða um eigið hjálpræði. 33R&H, April 14, 1885 DL 289.3

Allir ættu að hafa tækifæri til þess að vera utan dyra hluta af deginum... Hugur hinna ungu ætti að hafa samfélag við Guð í fagurri náttúrunni, athygli þeirra ætti að beinast að táknum Guðs um kærleika hans til mannsins sem birtist í sköpunarverkinu... Þegar hinir ungu skoða hið fagra sem hann hefur skapað til þess að stuðla að hamingju mannsins munu þau líta á hann sem blíðan og ástríkan föður... Þegar kærleikurinn, góðvildin og fegurðin í skapgerð Guðs birtist laðast þau til að elska hann. 342T, 583, 584 DL 289.4

Hvíldardagurinn er sá gullni tengihlekkur sem sameinar Guð og fólk hans. 356T, 351 DL 289.5

Það hefur eilíft hjálpræði í för með sér að halda hvíldardaginn heilagan með Drottni. 366T, 356 DL 289.6