Go to full page →

GUÐ SÉR MIG, 14. október DL 293

“Þú ert Guð sem sér. ” 1. Mós. 16, 13 DL 293.1

Guð hefur vakandi auga á öllum athöfnum mannanna barna. Ekkert gerist á himni eða á jörðu án vitundar skaparans. Ekkert getur gerst án þess að hann viti það. Hann vakir yfir þeim sem virðast hafa örlög heimsveldis í hendi sér og sefur ekki á verðinum — hann sem “veitir konungunum sigur (hjálpræði)” og á alla “skildi jarðarinnar.” Og það er vakað jafn blíðlega yfir fátæklingum eins og yfir konunginum og hásæti hans. DL 293.2

Guð er stöðugt að vinna að velferð skepna sinna... Ótalin eru þau skipti sem Guð hefur skorist í leikinn til þess að forða dauða, að stuðla að öryggi karla, kvenna og barna þegar Satan vildi þau öll feig... DL 293.3

Þessi heimur hefur hlotið ríkulega blessun Guðs. Mannlegar verur hafa veitt viðtöku ótölulegum náðargjöfum. Guð vakir yfir þeim og skýlir þeim í forsjón sinni. Yfi þeim hefur verið úthellt úrvals gjöfum úr sjóði himinsins. 45AUCR, Jan. 1, 1902 DL 293.4

Guð þekkir ykkur með nafni. Hann þekkir hverja athöfn lífs ykkar. 46MS, 14, 1894 DL 293.5

Guð þekkir hverja hugsun, hvert markmið, hvert áform, hverja hvöt... Drættir hverrar skapgerðar eru færðir í bækur himnanna eins og listamaður dregur andlitsdrætti á dúk. Guð hefur fullkomna ljósmynd af lyndiseinkunn hvers manns. 47Signs, July 31, 1901 DL 293.6

Guð vill að þið gerið ykkur grein fyrir návist hans. Friður hans, huggun og náð og gleði munu breyta skugga dauðans í bjarta morgunstund og glaða sólskin... Lotningarfullt hugarfar gerir sér grein fyrir að kraftur Guðs verður að varðveita hjartað. Þjónustubundnir englar opna augu huga og hjarta svo að þau sjái hið undursamlega í lögum Guðs, í náttúrunni og í því eilífa sem Heilagur andi opinberar. 48Letter 14, 1900 DL 293.7