Go to full page →

ENGLAR Í DAGLEGU LÍFI MÍNU, 26. október DL 305

Engill Drottins setur vörð kringum þá er óttast hann og frelsarþá. Sálm. 34, 8 DL 305.1

Í dag... fara himneskir sendiboðar um jörðina þvera og endilanga og leitast við að hugga þá sem sorgmæddir eru, að vernda hina þverúðarfullu og vinna hjörtu manna til Krists. Við getum ekki séð þá persónulega en engu að síður eru þeir hjá okkur og leiða okkur og leiðbeina og vernda... DL 305.2

Þessir ljóssins englar skapa himneskt andrúmsloft umhverfís sálina og lyfta okkur upp til hins ósýnilega og eilífa. Við getum ekki greint útlit þeirra með náttúrulegum augum. Við getum greint himneska hluti aðeins með andlegri sjón okkar. Aðeins hið andlega eyra megnar að heyra samhljóm himneskra radda... DL 305.3

Aftur og aftur hafa englar talað við menn eins og maður talar við vin og leitt þá á öruggan stað. Aftur og aftur hafa hvatningarorð engla gefið hinum trúuðu nýjan styrk og lyft huga þeirra yfir hið jarðneska, leyft þeim að sjá fyrir trú hvítu skikkjurnar, kórónumar og sigurpálmana sem sigurvegararnir munu hljóta þegar þeir safnast saman kringum mikla hvíta hásætið. DL 305.4

Það er starf englanna að nálgast þá sem verða fyrir reynslum og þjáningum. Þeir eru óþreytandi í starfi sínu fyrir þá sem Kristur dó fyrir. 70AA, 152-154 DL 305.5

Englar eru ávallt þar sem þeirra er mest þörf. Þeir eru með þeim sem standa í mesta stríðinu, með þeim sem verða að stríða gegn hneigðum og áunnum tilhneigingum, og búa við bágar heimilisaðstæður. 71R&H, April 16, 1895 DL 305.6

Himneskar verur eru settar til þess að sinna þjónsstarfi sínu — að leiða, vernda og stjórna þeim sem eiga að erfa hjálpræðið... Trúir verðir leiða sálir á rétta vegu. 72YI, Feb. 14, 1901 DL 305.7