Go to full page →

SKÓAÐIR Á FÓTUNUM MEÐ FAGNAÐARBOÐSKAP FRIÐARINS, 4. nóvember DL 314

Skóaðir á fótunum með fúsleik til að flytja fagnaðarboðskap friðarins. Efes. 6, 15 DL 314.1

Drottinn kemur skjótt. Talið um það, biðjið um það og trúið á það. Gerið það hluta af lífi ykkar. Þið munuð þurfa að mæta þeim sem efast og eru með mótbárur en slíkt hugarfar verður að víkja fyrir þeim sem er staðfastur í því að treysta Guði. Þegar vandamál og hindranir verða á vegi ykkar skuluð þið hefja sálina upp til Guðs í þakkargjörð. Klæðist herklæðum Krists og verið vissir um að vera “skóaðir á fótunum með fúsleik til þess að flytja fagnaðarboðskap friðarins.” 107T, 237 DL 314.2

Við lifum á glæpaöld sem guðhræddir menn og hugsandi alls staðar eru undrandi yfir. Það er ekki á færi mannlegs penna að lýsa þeirri spillingu sem ríkir. Hver dagur flytur með sér ný dæmi um pólitískar deilur, mútur og svik. Á hverjum degi birtast skelfilegar frásagnir um ofbeldi og lögleysi, um sinnuleysi gagnvart mannlegum þjáningum, um djöfullega eyðingu á mannslífum. Hver dagur ber vott um vaxandi vitfirringu, morðæði og sjálfsmorð. Hver getur efast um það að verkfæri Satans séu að vinna meðal manna og auki athafnasemi sína til þess að leiða hugina afvega og spilla þeim og saurga líkamann og eyða honum? ... DL 314.3

Hvarvetna hrópa hjörtun á eitthvað sem þau ekki hafa. Þau þrá mátt sem mun veita þeim sigur yfir synd, mátt sem mun leysa þau úr fjötri hins illa, mátt sem mun veita heilsu og líf og frið. Margir sem eitt sinn þekktu mátt Guðs hafa komist í það hugarástand að viðurkenna ekki Guð en þrá samt návist hans. DL 314.4

Heimurinn þarfnast í dag þess sem hann þarfnaðist fyrir nítján öldum — opinberun á Kristi. 11MH, 142, 143 DL 314.5

Fagnarerindið er eina smyrslið sem dugir á syndasár jarðarinnar og eymd. 12MH, 141 DL 314.6