Go to full page →

KRÝNINGARDAGUR KRISTS, 8. desember DL 348

Mikil og dásamleg eru verkin pín, Drottinn Guð, þú alvaldi. Réttlátir og sannir eru vegir þínir, þú konungur aldanna. Op. 15, 3 DL 348.1

Á þeim degi munu hinir endurleystu skína í dýrð föðurins og sonarins. Englar himnanna munu snerta gullhörpur sínar og bjóða konunginn velkominn og þá sem eru laun sigurs hans — þá sem hafa verið þvegnir og hvítfágaðir í blóði lambsins. Sigursöngur mun hljóma og fylla allan himininn. Kristur hefur sigrað. Hann gengur inn í himinsali ásamt hinum endurleystu sem vitna um það að þjáningar hans og fórn hafa ekki verið til einskis. 15R&H, Nov. 24, DL 348.2

Langt yfir borginni er hásæti á undirstöðum úr fægðu gulli, hátt og upphafið. Á þessu hásæti situr sonur Guðs og kringum hann þegnar ríkis hans. Valdi og hátign Krists verður ekki lýst á neinni tungu né af neinum penna. Dýrð hins eilífa föður umlykur son hans. Ljómi návistar hans fyllir borg Guðs og flæðir út fyrir hliðin og sveipar alla jörðina dýrð sinni. DL 348.3

Næst hásætinu eru þeir sem einu sinni voru ákafir málsvarar Satans en hafa sem brandar úr báli dregnir fylgt frelsara sínum með djúpri og innilegri hollustu. Næstir sitja þeir sem hreinsuðu hina kristilegu skapgerð sína umkringdir falsi og vantrú og þeir sem heiðruðu lögmál Guðs þegar hinn kristni heimur lýsti það marklaust og milljónir allra alda sem liðu píslarvætti fyrir trú sína. Og handan þess “mikill múgur sem enginn gat tölu á komið af alls kyns fólki og kynkvíslum og lýðum og tungum... frammi fyrir hásætinu og frammi fyrir lambinu, skrýddir hvítum skikkjum og höfðu pálma í höndum.” Stríð þeirra er á enda kljáð, sigur þeirra unninn. Þeir hafa runnið skeiðið og hlotið sigurlaunin... DL 348.4

Í návist hinna samansöfnuðu íbúa himins og jarðar verður sonur Guðs endanlega krýndur. 16GC, 665, 666 DL 348.5