Go to full page →

Í BRÚÐKAUPSVEISLUNNI, 18. desember DL 358

Sælir eru þeir sem boðnir eru í brúðkaupsveislu lambsins. Op. 19, 9 DL 358.1

Bæði í Nýja og Gamla testamentinu er hjúskapur notaður til þess að tákna hið helga samband sem er á milli Krists og folks hans. Í huga Jesú benti gleðin í brúðkaupsveislunni fram til þess fagnaðar er hann mun leiða heim brúði sína til húss föðurins og hinir endurleystu munu setjast niður ásamt endurlausnaranum í brúðkaupsveislu lambsins. Hann segir: “Guð mun fagna yfir þér eins og brúðgumi sem fagnar yfir brúði sinni.” “Þú munt ekki framar vera kölluð yfirgefin... heldur munt þú verða kölluð yndið mitt... því að Drottinn hefur unun af þér.” “Hann kætist yfir þér með fögnuði, hann þegir í kærleika sínum, hann fagnar yfir þér í gleðisöng.” Þegar Jóhannes postuli fékk að sjá himneska hluti ritaði hann: “Og ég heyrði rödd mikils fjölda og sem rödd margra vatna og sem rödd frá sterkum þrumum. Þær sögðu: Hallelúja, því að Drottinn Guð vor hinn alvaldi er konungur orðinn. Gleðjumst og fögnum og gefum honum dýrðina því að komið er að brúðkaupi lambsins og eiginkona hans hefur búið sig.” “Sælir eru þeir sem boðnir eru í brúðkaupsveislu lambsins. ” DL 358.2

Jesús sá í hverri sál persónu sem yrði að vera kölluð til ríkis hans. 41DA. 151 DL 358.3

Eftir að hafa tekið við rikinu mun hann koma í dýrð sinni sem konungur konunga og Drottinn drottnanna til að leysa lýð sinn sem á að “setjast til borðs með Abraham og Ísak og Jakob” við borð hans í ríki hans og taka þátt í brúðkaupsveislu lambsins. 42GC, 427 DL 358.4