Go to full page →

AÐ UPPLÝSA SÁLARSJÓN MÍNA, 9. febrúar DL 46

Biðja Guð Drottins vors Jesú Krists, föður dýrðarinnar, að gefa yður anda speki og opinberunar, svo þér fáið gjörþekkt hann og að upplýsa sálarsjón yðar, svo að þér skiljið hver sú von er, sem hann hefur kallað yður til, hver ríkdómur þeirrar dýrðar, sem hann œtlar oss að erfa medal hinna heilögu. Efes. 1, 17. 18 DL 46.1

Sá hugur, sem Heilagur andi hefur endurnýjað, sér guðlega fegurð og himneskt ljós skín af spjöldum hinnar helgu bókar. Það sem hinum veraldlega huga er hrjóstrug eyðimörk er hinum andlega huga land hjalandi lækja. 24Signs, Oct. 10, 1906 DL 46.2

Biblíuna skyldi aldrei lesa án bænar. Heilagur andi er einn þess megnugur að vekja okkur til vitundar um mikilvægi hins auðskilda og forða okkur frá að afbaka þau sannleiksatriði, sem torskilin eru. Það er hlutverk heilagra engla að búa hjartað undir þann skilning á orði Guðs, að við heillumst af fegurð þess, látum áminnast af viðvörunum þess og sálir okkar styrkist af fyrirheitum þess. Við ættum að gera bæn sálmaskáldsins að okkar bæn: “Ljúk upp augum mínum, að ég megi skoða dásemdirnar í lögmáli þínu.” 25GC, 599, 600 DL 46.3

Heilagur og fræðandi andi Guðs er í orði hans. Ljós, nýtt og dýrmætt ljós, skín af hverri síðu. Þar er sannleikurinn opinberaður og það lýsir af orðum og setningum og þær verða hentugar fyrir augnablikið eins og raust Guðs talaði. DL 46.4

Við þurfum að viðurkenna Heilagan anda sem þann, er upplýsir okkur. Sá andi þráir að ávarpa börnin og leiða fyrir þau í ljós fjársjóðuna og fegurðina í orðinu. Þau fyrirheit, sem hinn mikli kennari talaði um munu gagntaka hugann og fylla sál barnsins andlegum krafti, sem er guðlegur. í hinum móttækilega huga mun verða til liking hins guðlega, sem mun verða vörn gegn freistingum óvinarins... DL 46.5

Neistar af himneskri kærleiksglóð munu falla á hjörtu barnanna sem innblástur. 26CPT, 171, 172 DL 46.6