Go to full page →

AÐ VEGSAMA KRIST I MÉR, 14. febrúar DL 51

Hann mun vegsama mig, því af mínu mun hann taka og kunngera yður. Jóh. 16, 14 DL 51.1

Í þessum orðum lýsir Kristur yfir hvert sé krýningarverk Heilags anda. Andinn vegsamar Krist með því að stuðla að því að öll virðing beinist að honum og verður þá frelsarinn fögnuður og gleði þess mannhjarta sem slík breyting á sér stað í... DL 51.2

Iðrun gagnvart Guði og trú á Jesúm Krist eru ávextir hins endurnýjandi máttar náðar Andans. Í iðrun felst leiðin fyrir sálina að endurspegla heiminum mynd Krist. 40Letter 155, 1902 DL 51.3

Kristur gefur þeim andardrátt síns eigin anda, líf síns eigin lífs. Heilagur andi leggur fram alla krafta sína til að vinna í huga og hjarta. Náð Guðs eykur og margfaldar hæfileika þeirra og fullkomnun hins guðlega eðlis kemur þeim til hjálpar í því starfi að frelsa sálir. Þeir eru fullkomnir í Kristi vegna samvinnu við hann og í mannlegum veikleika sínum er þeim gefin hæfni til að drýgja dáðir almættisins. 41DA, 827 DL 51.4

Það ætti að vera lífsstarf hins kristna að íklæðast Kristi og komast nær fullkominni líkingu við Krist. Synir og dætur Guðs eiga að taka framförum í því að líkjast Kristi, fyrirmynd okkar. Þeir eiga daglega að sjá dýrð hans og íhuga hina óviðjafnanlegu yfirburði hans. 42TM, 122 DL 51.5

Ó, að þið hlytuð skírn Heilags anda, að þið fylltust Anda Guðs. Þá líktust þið betur með hverjum degi mynd Krists og í hverri athöfn munduð þið spyrja: “Mun þetta vegsama herra minn?” Þið munduð leita eftir dýrð og heiðri með því að halda áfram í þolinmæði góðverkum ykkar og meðtaka síðan gjöf ódauðleikans. 43R&H, May 10, 1892 DL 51.6