Go to full page →

BÚA SIG UNDIR AD MEÐTAKA KRAFTINN, 23. febrúar DL 60

Gjörið því iðrun og snúið yður að syndir yðar verði afmáðar, til þess að endurlífgunartímar komi frá augliti Drottins. Post. 3, 19 DL 60.1

Margir, jafnvel meðal þeirra, sem starfa að hinu alvarlega verki Guðs, loka hinum heilögu og lífgefandi áhrifum Heilags anda leið í stað þess að láta hann starfa í sér. Þeir gagnrýna og dæma bræður sína óhindrað og samt sjá þeir ekki nauðsyn þess að líta í einlægni í hinn guðlega spegil til að sjá hvaða anda þeir sjálfir láta í ljós. Þeir álíta galla lundernis síns sem dyggðir og halda fast við þá... DL 60.2

Umbót og iðrun þarf að fara fram. Allir sæki eftir úthellingu Heilags anda. Það kann að krefjast þess sama og fyrir lærisveinana eftir uppstigningu Krists að Guðs sé leitað af einlægni allmarga daga og synd aflögð. DL 60.3

Þegar Heilagur andi verkar á Guðs fólk mun það sýna áhuga eins og búast má við... Það mun endurspegla það ljós sem Guð hefur veitt árum saman. Andi gagnrýninnar mun verða fjarlægður. Þau munu vera með einum huga, fyllt anda auðmýktarinnar, tengd hvert öðru og Kristi. 73MS 107, 1903 DL 60.4

Þegar maður er fylltur Andanum, mun hann þeim mun skýrar sanna að hann er fulltrúi Krists sem reynslur hans og próf eru strangari. Friðurinn, sem býr í sálinni, sést í svipnum. Orð og athafnir túlka kærleika frelsarans. Það er engin eftirsókn eftir hæsta sætinu. Sjálfinu er afneitað. Nafn Jesú er ritað á allt sem sagt er eða gert. 74R&H, June 10, 1902 DL 60.5

Guð mun starfa með engla sína eins og hann starfaði á hvítasunnudeginum, þegar allir lifa sannleikann í einfaldleika hans og hjörtu munu ummyndast svo greinilega að í ljós munu koma áhrif ómengaðs sannleika eins og varð við komu Heilags anda. 75Sp. T., Series B, No. 7, p. 64 DL 60.6