Go to full page →

HREINLEIKI Á ÞESSARISPILLTU ÖLD, 9. mars DL 74

Hver fœr að stíga upp á fjall Drottins, hver fœr að dveljast á hans helga stað? Sá er hefur óflekkaðar hendur og hreint hjarta, eigi sœkist eftir hégóma og eigi vinnur rangan eið. Sálm. 24, 3. 4 DL 74.1

Verðir hreinleika okkar verða að vera árvekni og bæn. 15R&H, Feb. 22, 1906 DL 74.2

Við lifum í andrúmslofti djöfullegra töfrabragða.. Óvinurinn mun vefa vef taumleysis um hverja sál sem er ekki umlukt náð Krists. Freistingar munu koma en ef við erum vakandi gegn óvininum og varðveitum jafnvægi sjálfstjórnarinnar og hreinleikans munu tælandi andar ekki hafa nein áhrif á okkur. Þeir sem gera ekkert til að ýta undir freistingar munu hafa styrk til að standast hana þegar hún kemur. 16CPT, 257 DL 74.3

Ef þau (æskufólkið) stofna sér ekki viljandi í hættu og ganga að óþörfu veg freistinganna, ef þau forðast ill áhrif og saurugt samfélag og er síðan þröngvað svo að ekki varð undan komist til að vera í hættulegum félagsskap munu þau hafa styrk lyndiseinkunnarinnar til að standa réttu megin og halda meginregluna og ganga fram í styrk Guðs með siðferði sitt óspillt. Ef æskufólk sem hefur verið alið réttilega upp gerir Guð að skjóli sínu mun siðferðisþrek þess standast hina öflugustu prófraun. 17CPT, 85 DL 74.4

Guðs útvöldu verða að standa flekklausir í spillingu þeirri sem svo mikið er af umhverfis þá á þessum síðustu dögum... Andi Guðs ætti að hafa fullkomna stjórn, hafa áhrif á hverja athöfn. 18CH, 20 DL 74.5

Þeir sem fara út í athafnalífið með bjargfastar meginreglur munu vera undir það búnir að standa óflekkaðir í siðferðisspillingu þessarar spilltu aldar. 19CTBH, 75 DL 74.6

“Hver má afbera þann dag er hann kemur?” Þeir einir sem hafa hreinar hendur og hreint hjarta munu standast á degi komu hans... þar eð þið vonist eftir að hljóta þá virðingu að vera teknir upp í samfélag heilagra engla og lifa í andrúmslofti þar sem er ekki minnsti blettur syndar skulið þið leitast eftir hreinleika því ekkert annað mun standast hið rannsakandi próf á degi Drottins og vera meðtekið inn í hreinan og heilagan himin. 20CTBH, 130, 131 DL 74.7