Go to full page →

JÓSEF, MAÐUR MEGINREGLUNNAR, 13. mars DL 78

Hvernig skyldi ég þá aðhafast þessa miklu óhœfu og syndga á móti Guði? 1. Mós.39, 9 DL 78.1

Göfugmennska Jósefs og áreiðanleiki unnu hjarta lífvarðarforingjans sem fór að skoða hann fremur sem son en þræl... En það átti eftir að prófa trú og ráðvendni Jósefs með ströngum reynslum. Kona húsbónda hans reyndi að tæla þennan unga mann til að brjóta lögmál Guðs. Hingað til hafði hann haldið sér óflekkuðum af spillingu þeirri sem svo mikið var af í þessu heiðna landi. En þessi freisting, svo óvænt, sterk og lokkandi— hvernig átti að mæta henni? Jósef vissi hverjar yrðu afleiðingar þess að standa á móti. Annars vegar voru leynd, hylli og laun en á hinn bóginn var ónáð, fangelsi og ef til vill dauði. Öll framtíð hans var háð ákvörðun hans á þessu augnabliki. Færi meginreglan með sigur af hólmi? Yrði Jósef Guði trúr áfram? Englar horfðu á þetta í óútmálanlegri eftirvæntingu. DL 78.2

Svar Jósefs lætur í ljós mátt trúarlegra meginreglna. Hann vildi ekki svíkja traust húsbónda síns á jörðu og hann ætlaði að vera trúr meistara sínum á himnum hvað sem það kostaði... DL 78.3

Jósef leið vegna ráðvendni sinnar því að freistari hans hefndi sín með því að ásaka hann um viðbjóðslegan glæp og koma því til leiðar að honum var varpað í fangelsi. Hefði Pótífar trúað ásökun eiginkonu sinnar á hendur Jósefs, mundi hinn ungi Hebrei hafa týnt lífinu. En sú hæverska og sá heiðarleiki sem höfðu ávallt einkennt hegðun hans voru sönnun sakleysi hans. Til að bjarga heiðri húss húsbóndans varð hann samt að þola ónáð og þrældóm.... DL 78.4

En jafnvel í myrkri fangelsisins skín hið raunverulega lunderni Jósefs fram. Hann hélt fast við trú sína og þolgæði. Hann hafði hlotið grimmileg laun fyrir margra ára trygga þjónustu en samt varð hann ekki önuglyndur eða tortrygginn við það. Hann átti þann frið sem kemur af meðvituðu sakleysi og hann treysti Guði fyrir máli sínu. 30PP, 217, 218 DL 78.5