En hver má afbera þann dag er hann kemur? og hver fœr staðist þegar hann birtist? Því að hann er sem eldur málmbrœðslumannsins og sem lútarsalt þvottamannanna. Og hann mun sitja og brœða og hreinsa silfrið og hann mun hreinsa Levítana og gjöra þá skíra sem gull og silfur til þess að Drottinn hafi aftur þá menn er bera fram fórnina á þann hátt sem rétt er. Mal. 3, 2. 3 DL 94.1
Á meðal fólks Guðs fer fram hreinsunarstarf og Drottinn hersveitanna hefur lagt hönd sína á verkið. Þetta verk reynir mjög á sálina en það er nauðsynlegt til að hægt sé að fjarlægja sorann. Reynslur eru nauðsynlegar til þess að við komumst nær hinum himneska föður, verðum undirgefin vilja hans svo að við getum fært Drottni fórn í réttlæti... Drottinn færir börn sín í sömu aðstæðurnar aftur og aftur og eykur álagið þar til fullkomin auðmýkt fyllir hjartað og lundernið er ummyndað. Þá eru þau sigursæl yfir sjálfinu og eru í samræmi við Krist og anda himinsins. Það er ekki hægt að hreinsa fólk Guðs án þess að það kosti þjáningar... Hann fer með okkur frá einum eldinum til annars og prófar hið sanna gildi. Sönn náð er fús að vera reynd. DL 94.2
Af náð sinni opinberar Drottinn mönnunum hulda galla þeirra. Hann vill láta þá prófa nákvæmlega hinar flóknu tilfinningar og tilgang þeirra eigin hjartna, fletta ofan af því sem rangt er og laga til lunderni þeirra og fága háttu þeirra. Guð vill að þjónar hans kynnist sínum eigin hjörtum. Til þess að veita þeim sanna þekkingu á ástandi þeirra gefur hann eldi reynslanna leyfi til að herja á þá svo að þeir hljóti hreinsun. Reynslur lífsins eru verkamenn Guðs til þess að fjarlægja óhreinleikann, veikleikann og óþýðleikann úr lunderni okkar og gera það hæft fyrir samfélag hreinna, himneskra engla í dýrð... Eldurinn mun ekki éyða okkur, heldur aðeins fjarlægja sorann og við munum ganga fram sjö sinnum hreinni og bera á okkur merki hins guðlega. 70R&H, April 10, 1894 DL 94.3