Go to full page →

GUÐ GEFUR OKKUR KRAFT TIL AÐ ÞOLA HVERJA REYNSLU, 31. mars DL 96

Yfir yður hefur ekki komið nema mannleg freisting en Guð er trúr sem ekki mun leyfa að þér freistist um megn fram heldur mun hann ásamt freistingunni einnig sjá um ad þér komist út úr henni og fáið staðist. 1. Kor. 10, 13 DL 96.1

Kristur mun aldrei yfirgefa þá sál sem hann hefur dáið fyrir. Sálin kann að fara fra honum og vera yfirbuguð af freistingu en Kristur getur aldrei snúið sér frá þeim sem hann hefur greitt fyrir lausnargjald með eigin lífi. Væri hægt að örva andlega sjón okkar gætum við séð sálir niðurbeygðar af áþján og íþyngdar af sorg, að kikna eins og hestur undir þungri byrði og að því komnar að deyja í kjarkleysi. Við mundum sjá engla fljúga hratt til hjálpar þessum einstaklingum sem standa eins og á klettabrún í eldi freistinga. Englar frá himnum þröngva til baka herskörum hins illa sem eru umhverfis þessar sálir og leiða fætur þeirra á hinn örugga grundvöll. Orusturnar, sem háðar eru milli þessara tveggja herja, eru eins raunverulegar og herir þessa heims eiga með sér og eilífðarörlögin eru háð útkomu hinnar andlegu baráttu. DL 96.2

Orð þessi eru töluð til okkar eins og Péturs: “Satan krafðist yðar, til að sælda yður eins og hveiti en ég hef beðið fyrir þér til þess að trú þín þrjóti ekki.” Guði séu þakkir að við erum ekki látin ein. 72MB, 172, 173 DL 96.3

Við erum að koma að örlagastundinni. Við skulum standast prófið karlmannlega, grípa í hönd óendanlegs máttar. Guð mun vinna fyrir okkur. Við þurfum aðeins að lifa einn dag í einu og ef við kynnumst Guði mun hann gefa okkur styrk til þess sem kemur á morgun, næga náð fyrir hvern dag og hver dagur mun eiga sína sigra eins og reynslur. Við munum hafa kraft hins hæsta með okkur því við munum vera íklædd herklæðum réttlætis Krists. Við eigum hinn sama Guð sem hefur unnið fyrir fólk sitt á liðnum öldum. Jesús stendur við hlið okkar og munum við þá hrasa? — Nei, þegar reynslurnar koma kemur kraftur Guðs með þeim. 73R&H, April 29, 1890 DL 96.4