Go to full page →

MAÍ—HEILBRIGT LÍF DL 127

LÍKAMI MINN TILHEYRIR GUÐI, 1. maí DL 127

Eða vitið þér ekki að líkami yðar er musteri Heilags anda í yður sem þér hafið frá Guði? Og ekki eruð þér yðar eigin því að þér eruð verði keyptir. Vegsamið því Guð í líkama yðar. 1. Kor. 6, 19. 20 DL 127.1

Lífið er gjöf frá Guði. Okkur hefur verið gefinn líkami til að hann sé notaður í þjónustu Guðs og Guð þráir að við önnumst um hann og metum. Líkama okkar verður að halda í bestu líkamlegu ástandi sem mögulegt er og undir hinum mestu andlegu áhrifum... DL 127.2

Hreint, heilbrigt líf er mjög hjálplegt við fullkomnun kristilegs lundernis og til að þroska hæfileika hugar og líkama. DL 127.3

Lögmál bindindisins verður að stjórna lífí hvers kristins manns. Guð á að vera í öllum hugsunum okkar. Við eigum alltaf að hafa vegsemd hans í huga. Við verðum að brjótast í burtu frá hverjum þeim áhrifum sem hertaka hugsanir okkar og leiða okkur frá Guði. Heilög skylda hvílir á okkur gagnvart Guði að stjórna svo líkama okkar og ráða svo yfir löngunum okkar og ástríðum að þær leiði okkur ekki í burtu frá hreinleika og heilagleika eða snúi huga okkar frá því starfi sem Guð ætlar okkur að vinna. 1CH, 41, 42 DL 127.4

Þeir sem þjóna Guði í einlægni og sannleika munu vera sérstakt fólk, ólíkt heiminum. Þeir munu ekki matreiða á þann veg að stuðla að ofáti eða fullnægja rangsnúnum smekk, heldur til að tryggja þeim sem mestan líkamlegan styrk og þar af leiðandi hið besta andlega ástand... DL 127.5

Hinn himneski faðir hefur veitt okkur hina miklu blessun heilsuumbótarinnar til þess að við getum vegsamað hann með því að hlýða þeim kröfum sem hann gerir til okkar... Samræmt, heilbrigt starf allra krafta líkama og hugar hefur hamingju í för með sér. Því göfgari og fágaðri sem hæfileikarnir eru þeim mun hreinni og tærri er hamingjan. 2CH, 50, 51 DL 127.6