Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Húss og Jerome

    Gleðiboðskapurinn var fluttur í Bæheimi þegar á níundu öld. Biblían var þýdd og guðsþjónustur fóru fram á tungumáli þjóðarinnar. En eftir því sem vald páfans magnaðist bar minna á Guðs orði. Gregorius VII., sem hafði sett sér það fyrir markmið að brjóta niður tign kon-unga, var engu síður ákafur í því að leiða fólkið í þræl-dóm. Var því gefið út páfabann við því að halda opin-berar guðsþjónustur á máli Bæheimsmanna. Páfinn lýsti því yfir að það væri velþóknanlegt hinum alvalda kon-ungi himins og jarðar að tilbeiðsla hans og dýrkun færi fram á máli sem þjóðin ekki skildi, og kvað hann margar trúarvillur og margt ilt hafa leitt af því að þetta boð hefði ekki verið haldið. Þannig skipaði páfinn svo fyrir að ljós Drottins skyldi slökt og fólkinu skyldi vera haldið í myrkri. En Guð hafði sjálfur útvalið aðra leið til þess að vernda kirkju sína hér á jörðinni. Margir þeirra sem fylgdu Valdensunum og Albigensunum, sem reknir voru frá heimilum sínum á Frakklandi og ítalíu og ofsóttir á allar lundir, flýðu til Bæheims. Þótt þeir þyrðu ekki að kenna opinberlega, þá útbreiddu þeir Guðs ríki trúlega í leyni. Þannig var hin rétta trú vernduð öldum saman.DM 77.1

    Fyrir daga Húss voru menn í Bæheimi, sem risu upp og fordæmdu opinberlega þá spillingu, sem átti sér stað í kirkjunni og þá kúgun sem fólkið varð að þola. Starf þeirra vakti yfirgripsmikla eftirtekt. Prestavaldið varð óttaslegið og boðendur fagnaðarerindisins voru of-sóttir. Þeir urðu að flytja orð Drottins í skógum og á fjöllum uppi; voru þangað sendir eftir þeim hermenn til ofsóknar og margir þeirra voru sviftir lífi. Að nokkrum tíma var sú skipun út gefin að hver sá er viki frá boðum rómversku kirkjunnar skyldi vægðarlaust brendur á báli. En samtímis því að hinir kristnu menn létu líf sitt horfðu þeir fram í tímann með von um sigur máli sínu. Einn þeirra sem fluttu þá kenningu að “sannarleg sáluhjálp fengist einungis fyrir trúna á Jesúm Krist og hann kross-festan”, sagði á deyjanda degi: “Ofsóknir fjandmanna sannleikans gegn oss, buga oss um stundar sakir, en þeir ráða ekki að eilífu. Sá mun upp rísa meðal alþýðunnar, sem hvorki beitir sverði né ofbeldi og gegn honum munu þeir ekki standast”. En þá var langur tími til komu Lúters, en sá var í nánd, sem bar þann vitnisburð gegn rómverska valdinu, og opnaði augu þjóðanna.DM 77.2

    Jóhann Húss var af fátækum alþýðumanna ættum; misti hann snemma föður sinn og varð munaðarlaus. Móðir hans áleit að góð mentun og guðsótti væri bezti arfur, sem foreldrar gætu eftirlátið börnum sínum; þetta hvorttveggja reyndi hún því að veita syni sínum. Húss stundaði nám við héraðsháskóla og bjó sig síðan til náms við háskólann í Prag; fékk hann þar styrk sem kölluð var ölmusa. Móðir hans fylgdi honum til Prag. Hún var félaus ekkja og átti engan veraldlegan auð til þess að láta syni sínum í té, en þegar þau nálguðust hina miklu borg féll hún á kné og bað Guð fyrir föðurlausa drengnum sínum; bað um blessun hans og vernd. Þá hefir móðurina ekki grunað hvernig þeirri bæn mundi svarað.DM 78.1

    Á háskólanum skaraði Húss brátt fram úr öðrum vegna sinnar frábæru ástundunar og hinna miklu gáfna, en mannkostir hans og prúðmenska áunnu honum virð-ing og álit allra manna. Hann var einlægur fylgjandi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og leitaði stöðugt þeirrar blessunar, sem hún þykist veita. Einhverju sinni var það á kirkjulegri hátíð að hann gerði játningu sína; lagði hann þá síðustu aurana sem hann átti í eigu sinni í guðskistuna og var í hópi þeirra sem leituðu syndakvitt-unar þeirrar, sem kirkjan heitir. Þegar hann hafði lokið undirbúningsnáminu tók hann að lesa guðfræði og ásetti sér að verða kaþólskur prestur; fékk hann brátt á sig mikið álit og varð innan skamms handgenginn hjá hirð konungsins. Hann var gerður að háskólakennara og síðar að háskólastjóra við mentastofnun þá, er áður hafði veitt honum mentun. Á fáum árum höfðu hagir ölmusu-piltsins í skólanum breyst þannig að hann var orðinn augasteinn þjóðar sinnar og nafn hans var orðið víðfrægt um alla Evrópu.DM 78.2

    En það var á öðrum svæðum sem Húss hóf siðabóta-starf sitt. Nokkrum árum eftir að hann var vígður til prests var hann skipaður prédikari í bænahúsinu Bethlehem. Sá er þann söfnuð stofnaði hafði lagt mikla áherzlu á að þar skyldi prédika á máli landsmanna sjálfra. Þrátt fyrir mótstöðu rómversku kirkjunnar hafði útbreiðsla Guðs orðs á þessu máli ekki með öllu orðið bæld niður í Bæheimi. En fólk var mjög illa að sér í biblíunni og lestir af verstu tegund voru algengir meðal allra stétta manna. Þessa lesti fordæmdi Húss hlífðarlaust og óhik-að; vitnaði hann í Guðs orð til þess að sýna fram á að sannleikur sá og hreinleiki er hann heimtaði væri í sam-ræmi við það.DM 79.1

    Borgari einn í Prag er Jerome hét og síðar varð mjög handgenginn Húss, hafði flutt með sér frá Englandi verk Wycliffes. Drotningin á Englandi, sem hafði snúist til kenninga Wycliffes, var bæheimsk konungs dóttir, og var það einnig fyrir áhrif hennar að verk Wycliffes náðu mikilli útbreiðslu í ættlandi hennar. Húss las þessi rit með næmri eftirtekt. Hann sannfærðist um að höfundur þeirra væri einlægur, kristinn maður, og hneigðist hann brátt að þeim kenningum er hann flutti. Hafði Húss þegar óafvitandi leiðst út á þá braut, sem átti að leiða hann í burt frá rómversku kirkjunni.DM 79.2

    Um þetta sama leiti komu tveir óþektir menn til Prag frá Englandi. Þeir voru lærðir menn og höfðu með-tekið Ijós þekkingarinnar og sannleikans og komið til Prag til þess að útbreiða það þar. Þeir byrjuðu með því að ráðast á vald páfans, en yfirvöldin tóku brátt í taumana og bönnuðu þeim málfrelsi, en með því að þeir vildu ógjarna hætta starfi sínu, urðu þeir að taka til annara ráða. Með því að þeir voru listamenn ekki síður en pré-dikarar reyndu þeir að boða fólkinu áhugamál sín á þann hátt. Á almennum stað máluðu þeir tvær myndir; önnur þeirra sýndi innreið Krists í Jerúsalem, “hógværan ríðandi á asna”, 1Matt. 21: 5. og lærisveina hans fylgjandi honum í slitn-um klæðum og berfætta. Á hinni myndinni sást páfinn í fullum skrúða með þrefalda kórónu, ríðandi á skrautleg-um hesti með dýrum reiðtýgjum; fóru á undan honum flokkur manna með bumbum og hljóðfæraslætti, en á eftir komu heilir herskarar kardinála og skriftlærðra manna í alls konar veraldlegu skrauti.DM 79.3

    Þarna var prédikun, sem allir hlutu að veita athygli, í hvaða flokki eða stöðu sem þeir voru. Fjöldi fólks þyrptist þangað sem myndirnar voru til þess að horfa á þær og tala um þær. Engum gat dulist siðferðiskenning-in sem þarna var flutt á þögulan hátt, og margir urðu djúpt snortnir af þeim hinum mikla mismun hógværðar-innar og lítillætisins sem kom í ljós hjá meistaranum Jesú Kristi og hinu mikla drambi og hroka páfans hins vegar, sem þóttist vera þjónn Krists. Herrann auðmjúk-ur og lítillátur, þjónninn drambsamur og hrokafullur. Afar mikil hreyfing komst á í borginni Prag, og svo kvað ramt að því að hinir ókunnu menn sáu sér ekki annað fært en að flýja. En kenningin sem þeir höfðu flutt og boðað gleymdist ekki. Þessi mynd hafði djúp áhrif á huga Húss og kom honum til þess að lesa nákvæmar biblíuna og ritverk Wycliffes. Þótt hann væri jafnvel ekki enn til þess búinn að fallast á allar kenningar Wycliffes, þá sá hann betur og greinilegar villur páfa-dómsins og hið verulega eðli hans en áður, og fordæmdi nú með meiri ákafa hrokann, drambið og spillingu klerka-valdsins.DM 80.1

    Frá Bæheimi skein ljós sannleikans til Þýzkalands. Óeirðir sem áttu sér stað í háskólanum í Prag urðu til þess að hundruð námsmanna frá Þýzkalandi fóru þaðan. Margir þeirra höfðu fengið fyrstu þekkingu sína á biblí-unni af kenningum Húss, og þegar þeir komu heim beindu þeir geislum þekkingarinnar og sannleikans út um alla ættjörðu sína.DM 80.2

    Fréttin um það sem gerst hafði í Prag barst ti! Rómaborgar og var nú Húss stefnt til þess að mæta fyrir páfanum. Að hlýða boði páfans var sama sem að ganga út í opinn dauðann. Konungurinn og drotningin í Bæheimi, háskólastjórinn, ýmsir háttsettir embættismenn og stjórnin í landinu tóku saman höndum og báðu páfann þess fyrir hönd Húss að hann mætti vera kyr í Prag og senda fulltrúa til þess að mæta fyrir páfan-um. í stað þess að veita þetta hélt páfinn áfram að rann-saka málið; fordæmdi hann Húss og setti bann á borgina Prag.DM 80.3

    Á þeim dögum var slíkt bann ægilegt í mesta máta. Reglurnar sem því fylgdu að framfylgja banninu voru allar sniðnar á þann hátt að vekja ótta og skelfingu hjá því fólki, sem skoðaði páfann sem fulltrúa sjálfs Drottins almáttugs, sem hefði í hendi sér lyklavald himnanna og helvítis og hefði umboð til þess að fordæma menn bæði tímanlega og eilíflega. Það var trú manna að hlið himna-ríkis væru lokuð fyrir fólki frá þeim stöðum, sem slíkt bann var lagt á. Þangað til páfanum þóknaðist að aftur-kalla bannið var þeim sem þar dóu haldið frá sælubú-stöðum hinna framliðnu. Sem útvortis teikn þessa voða banns var á slíkum stöðum forboðin prédikun Guðs orðs í allri mynd. Kirkjum var lokað; hjónavígslur fóru fram utan kirkju; hinum dauðu var neitað greftrunar í kirkju-görðum og var þeim holað ofan í óvígða mold án allra kirkjulegra athafna, úti á víða vangi. Þannig var það að með boðum og reglum, sem höfðu sterk tök á ímynd-unarafli fólksins reyndi rómverska kirkjan að stjórna samvizku manna og hafa alt í eigin hendi.DM 81.1

    Hingað til hafði Húss verið aleinn í starfi sínu; en nú kom fram Jerome og studdi hann í siðbótastarfinu; hafði hann áður orðið gagntekinn af ritum Wycliffes, en hann kyntist og las á Englandi. Hér eftir voru þessir tveir menn óaðskiljanlegir samstarfsmenn og dauðinn fékk ekki slitið þá heldur. Jerome var gæddur frábærum gáfum, óviðjafnanlegri mælsku; aðdáanlegum lærdómi og þekkingu, og ávann honum þetta alment fylgi fólksins. En í þeim atriðum sem þá eru nauðsynleg þegar mest á reynir var Húss honum enn þá fremri. Hin mikla stilling og dómgreind Húss kom honum að góðu liði til þess að halda aftur af Jerome, sem var ákafur í land og fullur hita. En Jerome beygði sig með barnslegri undirgefni undir ráð hans; því hann skildi það hversu hygginn hann var og heilráður. Sameinað starf þessara manna veitti siðbótinni byr undir báða vængi. Drottinn lét bjart ljós skína í hugum þessara útvöldu manna, og lét þá skilja margar af páfavillunum í Rómaborg. En þeir urðu ekki hluttakendur alls þess Ijóss er heiminum veittist síðar. Fyrir verk þessara sinna útvöldu þjóna leiddi Drottinn fólkið út úr myrkri villukenninga hins rómverska páfa-dóms; en þeir áttu margskonar erfiðleikum að mæta, og hann leiddi þá áfram fet fyrir fet jafnótt og þeir voru færir um að halda áfram. Þeir voru ekki færir um að sjá bjartasta ljósið alt í einu. Þeir voru eins og menn sem dvalið hafa í myrkvastofu; þeir eru ekki færir um að koma út í dagsljósið um miðjan dag og horfa á hina sterku geisla himinsólarinnar. Hefði þannig verið farið að við þá, hefðu þeir, ef til vill hörfað til baka. Þess vegna opinberaði Drottinn leiðtogum sínum smátt og smátt, jafnótt og fólkið gat skilið og meðtekið kenningar þeirra.DM 81.2

    Öld eftir öld átti það fyrir þjóðunum að liggja að eignast nýja og nýja leiðtoga, til þess að leiða fólkið áfram lengra og lengra á vegum sannleikans og þekk-ingarinnar í siðabótaáttina.DM 82.1

    Með meiri og meiri ákafa þrumaði Húss gegn sví-virðingum þeim, sem fólkið varð að þola.DM 82.2

    Aftur var borgin Prag bannfærð og Húss flýði til ættborgar sinnar. Nú var hann hættur að vitna um sann-leikann í hinu litla bænahúsi Bethlehem; hann átti það fyrir sér að liggja að vitna frá þeim stað þar sem fleiri heyrðu mál hans — fyrir öllum heiminum, áður en hann léti líf sitt sem píslarvottur fyrir sannleika Drottins.DM 82.3

    Til þess að bæta úr því böli sem Evrópa þjáðist af var kallað til þings í Konstanz. Þing þetta var kall-að samkvæmt óskum Sigismundar af einum hinna þriggja manna er um páfadóminn keptu; var það Johann páfi XXIII. sem fyrir því gekst og kom hann á þingið með margar kærur og klaganir og var illa liðinn af mörgum. Samt sem áður hélt hann innreið sína í Konstanz með mik-illi viðhöfn og fylgdi honum mikill skari skriftlærðra manna og stórir hópar annara er líf hans áttu að verja og veita honum fylgi. Allir heldri menn og stjórnendur borgarinnar fóru á móti honum og veittu honum viðtöku með hinni mestu dýrð. Yfir höfði hans var gullinn him-inn, er fjórir dómarar báru; páfamerkið var borið á undan honum og skrautklæddir kardinálar og aðalsmenn róð-uðu sér í tigulegar fylkingar.DM 82.4

    Samtímis var annar á ferð er stefndi til Konstanz. Húss vissi vel um þá hættu, sem hann var staddur í. Hann fór frá vinum sínum og kvaddi þá þannig að hann gaf í skyn að hann mundi aldrei sjá þá aftur; hann lagði í ferð sem hann var sannfærður um að binda mundi enda á örlög sín. Þrátt fyrir það þótt hann hefði fengið griðaloforð frá konunginum í Bæheimi og sömuleiðis frá Sigismundi og ferðin hefði því átt að vera hættulítil, þá ráðstafaði hann samt öllu þannig að hann bjóst auðsjá-anlega við dauða sínum.DM 85.1

    Á ferð sinni varð Húss hvarvetna var við útbreiðslu kenninga sinna og gat honum ekki dulist það hversu mikið fylgi mál hans hafði. Fólkið þyrptist hópum saman þang-að sem hann kom til þess að sjá harm og heyra, og sum-staðar urðu lögreglumenn að fylgja honum um borgirnar.DM 85.2

    Þegar Húss kom til Konstanz var honum veitt fult frelsi. Fyrst og fremst hafði hann loforð keisarans um óhultleik og auk þess hét páfinn honum vernd; en þvert á móti þessum háleitu og helgu drengskaparloforð-um, var siðbótamaðurinn brátt tekinn fastur, eftir skipun páfans og kardinálanna og honum kastað í viðbjóðslega myrkvastofu. Síðan var hann fluttur í sterkan kastala hinu megin við fljótið Rín og hafður þar sem fangi. Páf-inn græddi lítið á svikum sínum, því hann var brátt tekinn fastur og fluttur í sama fangelsið. 1Bonnechose, 1. bindi, bls. 247. Hafði hann verið fundinn sannur að sök frammi fyrir þinginu um svívirði-legustu glæpi, auk morðs, hórdóms og alls konar ólifnað-ar, “glæpi sem ekki var hægt að nefna á nafn”, eftir því sem þingið lýsti yfir. Var hann loksins sviftur skrúða sín-um og honum kastað í fangelsi. Þeir sem á móti páfanum voru sættu ekki betri meðferð, þeir voru einnig dæmdir frá öllum sínum kröfum og nýr páfi settur í embætti.DM 85.3

    Þrátt fyrir það þótt páfinn sjálfur hefði verið sekur um verri glæpi en Húss hafði nokkru sinni borið á klerk-ana, og sem hann hafði heimtað iðrun fyrir, þá hélt samt sami dómstóllinn sem fann páfann sekan áfram að for-dæma siðbótamanninn. Ofsóknirnar gegn Húss vöktu mikla og almenna gremju í Bæheimi, Voldugir höfðingjar fluttu sterk og öflug mótmæli gegn þeim svívirðing-um er ættu sér stað. Keisarinn, sem ekki vildi láta það viðgangast að loforðin um grið væru rofin setti sig upp á móti kærunum gegn Húss.DM 85.4

    Loksins var Húss leiddur fram fyrir rannsóknar-réttinn; var hann þá veikburða og aðfram kominn af sjúkdómum og illri meðferð eftir fangelsisvistina, þar sem hann hafði fengið hitasótt vegna loftleysis og alls-konar óheilnæmis; hafði sú sótt nálega leitt hann til dauða. Hann stóð frammi fyrir keisaranum og var í sterkum hlekkjum; keisaranum sem hafði gefið honum drengskapar loforð fyrir vernd og öryggi. Rannsóknin stóð lengi yfir og var Húss frá byrjun til enda stöðugur í vitnisburði sannleikans, og frammi fyrir fjölmennum skara hinna æðstu veraldlegu og kirkjulegu embættis-manna flutti hann hátíðleg og einörð mótmæli gegn þeirri spillingu sem ætti sér stað meðal klerkavaldsins. Þegar honum var boðið að velja um það að taka aftur orð sín og kenningar eða missa lífið, kaus hann það heldur að deyja píslarvættisdauða.DM 86.1

    Í síðasta skifti var Húss leiddur fram fyrir dóminn. Var það stór flokkur manna og barst mikið á. Þar var keisarinn sjálfur, konunglegir menn ríkisins og fulltrúar stjórnarinnar; kardinálarnir, biskuparnir og klerkarnir; auk þess ótölulegur fjöldi manna sem komið hafði til þess að sjá og heyra hvað fram færi. Frá öllum kristnum löndum höfðu verið fengin vitni til þess að koma fram við hina fyrstu miklu fórn, í hinni löngu baráttu fyrir samvizkufrelsi manna.DM 86.2

    Þegar Húss var kallaður fram í síðasta skifti og fullnaðarúrskurð átti að fella í máli hans, afsagði hann með öllu að víkja hársbreidd frá sannleikanum og kenn-ingum sínum. Hann hvesti eldleg augu á hinn einvalda keisara, sem hafði svo svívirðilega rofið loforð sín, og sagði hátt og einarðlega: “Eg ásetti mér af eiginn fúsum og frjálsum vilja að mæta fyrir þessum rétti, með opin-berri vernd og friðhelgi keisara þc-ss, sem hér er staddur”. 1Sjá Bonnechose, II. bindi, 84. bls. Sigismundur keisari varð dreyrrauður, því allra augu störðu á hann.DM 86.3

    Húss var dæmdur til dauða og var tafarlaust byrjað á þeim vanvirðingarathöfnum, sem dóminum fylgdu. í háðungar skyni var fanginn færður í prestsskrúða og gerðu biskuparnir það. Þegar hann tók við prestskáp-unni sagði hann: “Drottinn vor Jesús Kristur var færður í hvít klæði í háðungar skyni, þegar Herodes hafði farið með hann til Pilatusar”. 2Wylie, 3. bók. 7. kap. DM 86.4

    Enn þá var Húss gefinn kostur á því að afturkalla kenningar sínar; sneri hann sér þá til fólksins og mælti: “Hvernig ætti eg þá að horfast í augu við skapara minn? Hvernig ætti eg þá að geta litið það fólk, sem eg hefi boðað hinn hreina og óblandaða gleðiboðskap? Nei, eg met sáluhjálp þeirra meira virði en þennan lítilfjörlega líkama, sem nú hefir verið dæmdur til dauða”.DM 87.1

    Nú var hann afklæddur einni kápunni eftir aðra, og mælti hver biskup fordæmingarorð um leið og hann fram-kvæmdi sína vanhelgu athöfn. Loksins settu þeir húfu á höfuð honum eða þrístrendan pappírsstrók; voru þar málaðar á alls konar viðbjóðslegar myndir af djöflinum og þessi orð: “Erki vantrúarmaður”. Orðin voru prent-uð að framan, þar sem mest bar á þeim. “Með mestu ánægju”, sagði Húss, “skal eg bera kórónu fyrirlitning-arinnar þín vegna, frelsari minn, sem sjálfur hefir mín vegna borið þyrnikórónu”.DM 87.2

    Þegar Húss hafði þannig verið færður í fyrirlitn-ingarskrúða, sögðu hinir háu herrar: “Nú felum vér sál þína Djöflinum á vald”. “Og eg”, svaraði Jóhann Húss, og horfði til himins, “fel þér anda minn Drottinn minn og frelsari Jesús Kristur, því þú hefir endurleyst mig”. 1Bonnechose, II. bindi, 86. bls. DM 87.3

    Nú var Húss fenginn í hendur hinum veraldlegu yfirvöldum og farið með hann til aftökustaðarins. Ótölu-legur fjöldi fólks fylgdi á eftir; hundruð vopnaðra manna; prestar og biskupar í skrautklæðum sínum og íbúarnir í Konstanz. Þegar hann hafði verið bundinn við tré og alt var reiðubúið til þess að kveikja bálið, var píslar-votturinn enn þá einu sinni eggjaður á að forða lífi sínu með því að afturkalla villukenningar sínar. “Hvaða villu-kenningar? “ svaraði Húss. “Hvaða villukenningar á eg að afturkalla? Eg veit mig ekki sokan um neinar villukenningar. Eg kalla Guð á himnum til vitnis um það að alt sem eg hefi skrifað og prédikað hefir verið til þess að frelsa sálir manna frá glötun; og þess vegna er mér það einkar ljúft og skal gera það með óblandaðri gleði að inn-sigla með blóði rit mín og prédikanir”. 1Wylie, 3. bók, 7. kap. Þegar logarnir blossuðu umhverfis hann byrjaði hann að syngja: “Jesús, sonur Davíðs, miskunna þú mér”. Hélt hann þannig áfram þangað til rödd hans þagnaði eilíflega.DM 87.4

    Þegar líkami Húss var brunninn til ösku, var askan og jörðin, þar sem hún var, tekin upp og henni kastað í fljótið Rín, og barst hún eftir fljótinu fram til sjávar. Of-sóknarmenn hans héldu það í einfeldni sinni að þeir hefðu tekið upp með rótum áhrifin af kenningum hans og sann-leika þess er hann prédikaði. Ekki grunaði þá það að askan sem þá barst eftir ánni út í hið víðáttumikla haf, bæri með sér sæði kenninganna til allra landa og allra þjóða heimsins. Að í þeim löndum jafnvel sem þá voru óþekt yrði hún til þess að framleiða ávexti er vitni bæru hinum mikla sannleika. Röddin sem talað hafði í dóms-og rannsóknarsalnum í Konstanz, átti sér bergmál, sem hljóma skyldi um allar aldir. Húss var úr sögunni líkamlega, en sannleikur sá er hann kendi og dó fyrir getur aldrei liðið undir lok. Fyrirmynd hans í staðfestu og óbifanlegri trú varð til þess að styrkja og staðfesta fjölda manns í baráttunni fyrir sannleikanum, þótt við þeim blasti ofsókn, hörmungar og dauði.DM 88.1

    Líflát Húss hafði orðið öllum heimi ómótmælanlegt vitni um grimdina í Rómaborg og spillinguna þar. Þótt óvinir sannleikans vissu það ekki, þá höfðu þeir í raun réttri unnið því málefni gagn er þeir hugðust að eyði-leggja.DM 88.2

    En önnur brenna átti fram að fara í Konstanz. Blóði annars vitnis átti að úthella fyrir sakir sannleikans. Þegar Jerome kvaddi Húss, er hann fór af stað til þess að mæta fyrir dóminum, hafði hann hvatt hann til stað-festu og hugrekkis og hafði sagt að ef hann yrði í nokk-urri hættu staddur, skyldi hann tafarlaust koma honum til liðs og aðstoðar. Þegar Jerome Heyrði að Húss hefði verið varpað í myrkvastofu, hugðist hinn trúi lærisveinn að efna loforð sitt og drengskaparheit, án nokkurrar und-anfærslu. Hann lagði af stað með einn fylgdarmann til Konstanz, án þess að hafa nokkurt fyrirheit um grið.DM 88.3

    Þegar þangað kom sannfærðist hann um að hann hefði aðeins stofnað sjálfum sér í hættu, án þess að honum væri á nokkurn hátt mögulegt að frelsa Húss. Hann flýði úr borginni, en var tekinn fastur á leiðinni og flutt-ur til baka í hlekkjum og undir gæzlu nokkurra hermanna. Þegar Jerome mætti fyrst frammi fyrir dómstólnum og hann reyndi að svara þeim ákærum sem á hann voru bornar, þá var kallað svo hátt að hann kom ekki upp nokkru orði: “Brennið hann! brennið hann! “1Bonnechose, I. bindi, 234. bls. Honum var varpað í myrkvastofu; hneptur þannig í hlekki að hann kvaldist af stórkostlega og fékk enga næringu nema vatn og brauð. Eftir nokkra mánuði varð hann veikur af þeirri grimd og því illa viðurværi er hann hafði í fang-elsinu og var líf hans í stórhættu: óvinir hans héldu að ef honum yrði slept út, kæmist hann ef til vildi undan þeim; tóku þeir því það ráð að fara skár með hann í fang-elsinu og héldu honum þar í heilt ár.DM 89.1

    Árangurinn af dauða Húss hafði ekki orðið sá sem páfavaldið vonaðist til. Griðarof það sem framið var á honum hafði vakið almenna gremju. Þess vegna var það að rannsóknardómurinn áleit að það væri öruggara að þröngva Jerome til að afturkalla kenningar sínar, en að lífláta hann, ef mögulegt væri að fá hann til þess. Hann var leiddur fram fyrir dómstólinn og látinn velja um þá tvo kosti að taka aftur orð sín og iðrast eða missa lífið á báli. Dauðdagi hefði verið náðargjöf þegar hann var fyrst tekinn fastur, í samanburði við þær hörmungar, sem hann hafði orðið að líða. En nú var hann brotinn og beygður af veikindum og illri meðferð í fangelsinu, áhyggjum og ofsóknum, þar sem hann hafði verið rifinn brott frá vinum og vandamönnum; auk þess var hann gagntekinn af angist út af dauða Húss; hann misti því kjarkinn frammi fyrir hinu mikla ráði og lét til þess leiðast að afturkalla kenningar sínar. Hann lofaði því að fylgja kaþólskri trú og samþykti gerðir dómstólsins, þar sem honum var fyrirskipað að fordæma kenningar John Wycliffes og Húss, að undanteknum þó “hinum heilaga sannleika”, sem þeir hefðu boðað. 2Sama bók, II. b. 141. bls. DM 89.2

    Með þessu móti reyndi Jerome að þagga niður rödd samvizku sinnar og sleppa við dóminn; en þegar hann var aftur kominn í einveruna í myrkvastofunni, sá hann greinilega hvað hann hafði gert. Þá hugsaði hann í næði um trú þá og hugrekki það er Húss hafði sýnt og hugsaði jafnframt um það hvernig hann sjálfur hafði neitað sann-leikanum, og hann bar saman breytni þeirra. Hann hugs-aði um hinn guðlega meistara, sem hann hafði sjálfur heitið að þjóna, meistara, sem sjálfur hafði liðið dauða á krossinum. Áður en hann tók aftur kenningar sínar hafði hann fundið huggun, í öllum sínum þjáning-um, í þeirri fullvissu að vera Guði þóknanlegur; en nú kvaldist sála hans af iðrun og efasemdum. Hann vissi það að enn þá meiri afturkallanir yrðu heimtaðar af honum, áður en hann fengi fullkominn frið við rómversku völdin, og brautin sem hann var að leiðast út á gat ekki endað öðruvísi en í fullkomnu fráfalli. Hann ákvarðaði hvað gera skyldi. Hann ásetti sér að afneita ekki Drotni sínum, til þess að sleppa við stundar þjáningar.DM 89.3

    Brátt var hann aftur leiddur fram fyrir rannsóknar-réttinn. Auðmýkt hans hafði ekki verið fullnægjandi fyrir dómarana. Blóðþorsti þeirra, sem espaðist við dauða Húss, heimtaði fleiri fórnir. Jerome gat ekki bjargað lífi sínu nema með því að hafna algerlega sann-leikanum og undantekningarlaust. En hann hafði ásett sér að halda trú sinni hvað sem það kostaði og fylgja trúbróður sínum á bálið, ef svo vildi verða. Hann aftur-kallaði hina fyrri afneitun sína og sem deyjandi maður krafðist hann þess hátíðlega að fá leyfi til þess að verja sig. Dómendurnir óttuðust áhrif orða hans og heimtuðu að hann aðeins játaði eða neitaði því sem honum væri boðið. Jerome mótmælti slíkri grimd og ranglæti: “Þér hafið haldið mér í myrkvastofu í þrjú hundruð og fjöru-tíu daga” sagði hann, “og það í reglulegum kvalastað, þar sem er loftleysi, óþrifnaður og banvæni, ódaun og alls konar hörmungar, en ómótmælanlegur skortur alls þess er sönnu lífi tilheyrir; síðan leiðið þér mig fram fyrir þennan dómstól; hlustið þar á kærur fjandmanna minna, en neitið mér um áheyrn til varnar.” ... “Ef þér væruð virkilega vitrir menn og ljós heimsins, eins og þér þykist vera, þá munduð þér gæta þess vandlega að syndga ekki gegn réttlætinu. Að því er mig snertir, þá er eg að eins vesall og dauðlegur maður. Líf mitt er að eins lítils virði og þegar eg grátbæni yður um að fella ekki ranglátan dóm, þá hefi eg ekki eins mikið í huga mína eigin velferð og yðar sjálfra”. 1Bonnechose, II. bindi, 146. og 147. bls. DM 90.1

    Bæn hans var loksins veitt. Frammi fyrir dómurum sínum féll Jerome á kné og flutti Drotni sínum heita bæn um það að hinn heilagi andi mætti stjórna hugsunum hans og orðum; að hann mætti ekki segja neitt, sem gagnstætt væri sannleikanum eða nokkuð það sem óverð-ugt væri meistara hans. Á þeim degi voru honum upp-fylt fyrirheiti Drottins, er hann gaf hinum fyrstu læri-sveinum sínum: “Mín vegna munuð þér leiddir verða fyrir landshöfðingja og konunga En er þeir framselja yður, þá verið ekki áhyggjufullir um, hvernig eða hvað þér eigið að tala; því að ekki eruð það þér, sem talið, heldur andi föður yðar, er í yður talar”. 1Matt. 10: 18-20. DM 91.1

    Orð Jeromes vöktu aðdáun og undrun, jafnvel meðal óvina hans. í heilt ár hafði hann verið hneptur í myrkva-stofu og hvorki getað lesið né notið dagsljóssins, líðandi alls konar hörmungar líkamlega og áhyggjur andlega. Samt voru röksemdafærslur hans frambornar með svo miklum skýrleik og krafti að líkast var sem hann hefði haft óhindrað tækifæri til lesturs og lærdóms. Hann benti áheyrendum sínum á hina mörgu helgu menn, sem dæmdir hefðu verið af ranglátum dómurum. Svo að segja hjá hverri einustu kynslóð hafa þeir verið uppi, sem reynt hafa að hefja upp þjóð sína, en verið kastað út og ofsóttir; en þessir sömu menn hafa síðar verið viðurkendir sem boðendur sannleikans. Sjálfur Kristur var dauðadæmdur sem illræðismaður frammi fyrir ranglátum dómstóli.DM 91.2

    Þegar Jerome hafði verið neyddur til þess að afturkalla kenningar sínar, hafði hann fallist á fordæmingu á kenningum Húss. Nú lýsti hann yfir iðrun sinni og bar vitni um sakleysi og heilagt líferni píslarvottsins: “Eg þekti hann frá því hann var barn”, sagði Jerome. “Hann var hinn ágætasti maður; réttlátur og heilagur í líferni sínu; en hann var fordæmdur þrátt fyrir sakleysi sitt. .... Einnig eg — eg er reiðubúinn til þess að deyja. Eg mun ekki veigra mér við því að þola þær hörmungar, sem mér eru fyrirhugaðar af óvinum mínum og ljúgvitnum, sem á degi dómsins verða að standa reikningsskap athafna sinna og athæfis, frammi fyrir hinum alvalda og mikla Guði, sem aldrei blekkist af neinum”. 1Bonnechose, II. bindi, 151. bls. DM 91.3

    Jerome iðraðist sárlega þeirra gjörða sinna að hann skyldi hafa afneitað sannleikanum. Hann hélt áfram ræðu sinni á þessa leið: “pótt eg iðrist allra synda, sem eg hefi drýgt síðan eg man eftir mér fyrst, þá liggur engin þeirra eins þungt á hjarta mínu og sú synd, sem leggur mig til jarðar með óútmálanlegum sársauka og sálarangist; sú syndin sem eg drýgði á þessum stað, þeg-ar eg samþykti þann óguðlega dóm, sem feldur var yfir Wycliffe og hinum heilaga píslarvotti Jóhanni Húss, meistara mínum og vini. Já, eg iðrast þeirrar syndar af einlægni frá djúpi sálar minnar og lýsi því yfir með skelf-ingu að eg sveik þá af heigulskap og lét óttann fá yfir-hönd yfir mér, þegar eg fordæmdi kenningar þeirra, til þess að forðast dauða. Eg bið því og grátbæni almátt-ugan Guð að hann virðist að fyrirgefa mér syndir mínar, og sérstaklega þessa synd, sem viðurstyggilegust er allra minna yfirsjóna”. Síðan benti Jerome á dómarana og sagði ennfremur einarðlega: “Þér hafið fordæmt Wycliffe og Jóhann Húss; ekki fyrir þá sök að þeir ógnuðu kenn-ingum kirkjunnar, heldur fyrir þá sök að þeir bannfærðu svívirðingar þær, sem klerkarnir höfðust að — skraut þeirra og tildur, dramb þeirra og stærilæti og allan ólifn-að prestanna og hinna lærðu”.DM 92.1

    Innan stundar var kveðinn upp yfir honum dauða-dómur. Hann var leiddur út þangað sem Jóhann Húss hafði látið líf sitt. Hann söng andlega söngva á leiðinni til aftökustaðarins og andlit hans Ijómaði af ánægju og friði. Hann horfði í anda á frelsara sinn og ógnir dauð-ans hurfu honum með öllu. Þegar aftökumaðurinn, sem átti að kveikia í eldinum, fór aftur fyrir hann sagði písl-arvotturinn hátt og greinilega: “Komdu fram djarflega, kveiktu í viðarhrúgunni fyrir framan mig, fyrir augum mínum. Hefði eg verið hræddur þá hefði eg ekki ver-ið hér”.DM 92.2

    Síðustu orðin sem hann mælti, þegar logarnir bloss-uðu umhverfis hann, voru bænir til Guðs: “Drottinn, almáttugi faðir”, sagði hann, “miskunna þú mér og fyrir-gef mér syndir mínar, því þú veizt það í alvizku þinni að eg hefi ávalt elskað sannleika þinn”. 1Bonnechose, II. bindi, 151. og 152. bls. Nú heyrðist ekki lengur til hans, en varirnar sáust bærast, því hann hélt áfram bænum sínum. Þegar hann var brunninn til ösku, voru leifarnar og jörðin þar sem hann var brendur teknar eins og leifarnar af Húss og þeim kastað í fljótið Rín.DM 92.3

    Þannig voru hinir trúu ljósberar Drottins ráðnir af dögum; en Ijós sannleikans, sem þeir höfðu boðað lifði, það sloknaði ekki — ljós hins mikla fordæmis er þeir gáfu með hugrekki sínu, gat ekki sloknað. Menn gætu með eins miklum árangri reynt að stöðva sólina á göngu hennar, eins og það að varna þeim degi að birtast heiminum, sem jafnvel þá var að renna upp mannkyninu.DM 95.1

    Líflát Húss hafði kveikt bál gremju og mótmæla og skelfinga í Bæheimi. Öll þjóðin fann til þess að hann hafði orðið að bráð illvilja prestanna og sviksemi keis-arans. Því var lýst yfir að hann hefði verið trúfastur boðberi Guðs orðs og sannleikans, og dómstóllinn sem dæmdi hann til dauða var sakaður um morð. Kenningum hans var nú veitt miklu meira athygli en nokkru sinni fyr. Samkvæmt skipun páfans höfðu rit Wycliffes verið dæmd til þess að brennast. En það af þeim sem bjargað hafði verið frá því kom nú í ljós og fyrir almennings-sjónir; voru þau nú lesin í sambandi við heilaga ritningu eða þá hluta hennar sem fólkið gat náð í; leiddust á þenn-an hátt margir út á braut sannrar trúar.DM 95.2

    Morðingjar Húss stóðu ekki hjá þegjandi og aðgerða-lausir, þegar þeir sáu sigur þess málefnis er hann hafði barist fyrir. Páfinn og keisarinn tóku saman höndum til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu hreyfingarinnar og var nú herlið Sigismundar sent til Bæheims.DM 95.3

    Uppreist, óeirðir og blóðsúthellingar ráku hvað ann-að. Útlendar hersveitir ruddust inn í Bæheim og inn-byrðis sundrung hélt áfram að lama þjóðina. Þeir sem fuslega og fast héldu við náðarboðskapinn voru látnir sæta ofsóknum og eltir með morðvopnum.DM 95.4

    Eins og hinir fyrri trúbræður þeirra, sem hræddust skelfingar afsóknanna og beygðu sig fyrir valdi róm-versku kirkjunnar, þannig tóku sumir nú til þeirra ráða, en hinir, sem ekki létu afvegaleiðast né skelfast mynduðu sérstaka kirkju, er þeir nefndu “Hina sameinuðu bræður”.DM 95.5

    Þetta varð til þess að allir flokkar snerust gegn þeim og formæltu þeim. Samt sem áður héldu þeir fast við stefnu sína. Þótt þeir yrðu að flýja ofsóknirnar og hafast við úti í helium og skógum þegar þeir lásu Guðs orð, þá héldu þeir þó stöðugt áfram í tilbeiðslu til hans.DM 96.1

    Þeir fengu vitneskju um hvað á seiði var með því að senda menn út í ýmsar áttir til njósna. Fréttu þeir á þann hátt að til og frá voru menn innan um hina sem viðurkendu sannleikann; nokkrir í einni borginni og nokkrir í annari; en slíkir menn voru ofsóttir hvar sem þeir komu fram, alveg eins og bræður þeirra sem flúið höfðu. Þeir komust að því að í Alpafjöllum var gömul kirkja, sem hafði Guðs orð fyrir grundvallar kennirgu sína og barðist gegn hjáguðadýrkun rómversku valdanna. Þessar fréttir fengu þeim ósegjanlegrar gleði, og bréfa-viðskifti voru hafin við hina kristnu Valdensa.DM 96.2

    Bæheimsbúar voru stöðugir í trúnni alla þá löngu hörmunganótt, sem myrkur ofsóknanna þjakaði þeim. Þegar svartnættið var sem mest, horfðu þeir í anda þangað sem dagsins og birtunnar var von, eins og þreytt-ur ferðamaður horfir í anda eftir komandi degi. Þeir áttu nú í vök að verjast, en þeir mundu eftir orðum Jóhanns Húss, endurtekin af Jerome, að öld mundi líða áður en af degi birti.DM 96.3

    Þeir sem Húss fylgdu voru nefndir Taboritar, og skoðuðu þeir þessi orð eins og orð Jósefs voru hinum her-leiddu Gyðingum. “Nú mun eg deyja; en Guð vissulega vitja yðar og flytja yður úr þessu landi”. 1Wylie, 3. b., 19. bls Síðasti hluti fimtándu aldarinnar sýndi árangurinn af starfi þesasra trúu bræðra, þá fjölgaði allmikið í kirkju þeirra. Þótt þeir fengju þá alls ekki að vera í friði, þá voru kjör þeirra samt tiltölulega góð og ofsóknirnar engar í samanburði við það sem verið hafði. Í byrjun sextándu aldar voru kirkj-ur þeirra orðnar tvö hundruð í Bæheimi og Moravia. 2Gilletts, “Líf og æfi Johanns Húss”, 3. útg., II, bindi, 570 bls. , pannig þroskuðust þeir, sem sloppið höfðu við ofsóknir, sverð og eld; þeir lifðu þá stund að sjá roða af þeim degi er Húss hafði spáð um. 1Wylie, 3. b., 19. blsDM 96.4

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents