Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Formáli

    Lesari; þessi bók er ekki gefin út til þess að segja oss frá því að í heimi þessum sé synd, böl og bágindi. Það er oss öllum fullkunnugt. Þessi bók er ekki gefin út í því skyni að segja oss frá því, að ósættanleg barátta eigi sér stað milli myrkurs og Ijóss, syndar og réttlætis. sannleika og lýgi, lífs og dauða. Inst í meðvitund vorri vitum vér það alt, og vitum jafnframt að vér erum þátt-takendur og málsaðilar í deihmni.DM 9.1

    En vér erum öll þannig gerð, að oss fýsir stundum að vita og fræðast meira um hina miklu deilu. Hvernig hófst deilan? eða var hún til frá upphafi? Hver eru þau atriði, sem mynda þessa ægilegu deilu? Hver er afstaða mín gagnvart henni? Hvaða ábyrgð ber eg í sambandi við hana? Eg er hér í þessum heimi, án þess að það sé fyrir mínar eigin óskir. Táknar það böl eða blessun mér til handa? Hver eru hin miklu atriði, sem um er að ræða? Hversu lengi heldur þessi deila áfram? Hvernig skyldi hún enda?DM 9.2

    Og spurningin kemur enn þá nær: Hvernig er hægt að enda baráttuna í mínu eigin hjarta, baráttuna á milli eigingirninnar, sem ávalt leitar inn á við og kærleikans, sem sækir út á við; hvernig er hægt að binda enda á þá baráttu með sigri og fyrir fult og alt? Hvað segir ritn-ingin? Hvað kennir Guð oss um þessa spurningu, sem er eilíf og þýðingarmikil fyrir hverja emustu sál?DM 9.3

    Spurningar svipaðar þessari mæta oss á allar hliðar. Þær rísa upp stöðugt frá djúpi vors eigin hjarta, og þær krefjast svars.DM 9.4

    Það er víst að Guð, sem skapaði í oss þrána til hins betra, löngunina til sannleikans, synjar oss ekki um þekk-ingu á því, sem öllu er nauðsynlegra. Því “herrann Drottinn gjörir ekkert án þess að hann hafi opinberað þjónum sínum spámönnunum, ráðsályktun sína”.DM 9.5

    Það er tilgangur þessarar bókar, lesari góður, að hjálpa hinni þrásjúku sál til þess að leysa allar þessar gátur; bókin er rituð af höfundi, sem hefir fundið og reynt að Guð er góður, og lært í samfélaginu við Drottinn og lestri hans heilaga orðs, að leyndardómur Guðs fylgir þeim, sem hann óttast, og að hann mun sýna þeim sátt-mála sinn.DM 10.1

    Til þess að vér því betur skiljum hina afar þýðingar-miklu baráttu, sem líf alls heimsins tekur þátt í, hefir höfundurinn skýrt það fyrir oss í lærdómsríkum atriðum frá síðustu tuttugu öldum.DM 10.2

    Bókin byrjar á síðustu sorgardráttunum í sögu Jerusalem, hinnar útvöldu borgar Drottins, eftir að íbúar hennar höfðu hafnað frelsaranum, sem til þess kom að bjarga frá glötun. Eftir það heldur hún áfram eftir hinum mikilfengu brautum þjóðanna og bendir oss á ofsóknir guðsbarna á fyrstu öldum; hið mikla fráfall, sem síðar átti sér stað í kirkju Krists; endur-vakningu heimsins með siðabótinni, sem sum atriði hinnar miklu deilu birtast greinilega í; endurvakning ritninganna og hin blessandi og lífgandi áhrif þeirra; trúarvakningu hinna síðustu daga; opinberun hinna víðtæku uppsprettu Guðs orðs, með hinni undursamlegu birtingu ljóss og þekkingar til þess að vera á móti hverri óhreinni árás blekkinga og myrkurs. Deila sú, sem nú vofir yfir, með þeim mikilsverðu atriðum, sem henni eru samfara og engum geta verið óviðkomandi, er skýrð í eðli sínu á ljósan, skiljanlegan og sannfær-andi hátt.DM 10.3

    Að síðustu er oss skýrt frá hinum eilífa og dýrðlega sigri hins góða yfir hinu illa, hins rétta yfir hinu ranga. ljóssins yfir myrkrinu, vonarinnar yfir örvæntingunni, dýrðarinnar yfir smáninni, lífsins yfir dauðanum, og eilífs umburðarlyndis og kærleika yfir hinu hefnigjarna hatri.DM 10.4

    ÚTGEFENDURNIR.

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents