Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    “Djer eruð ljós heimsins.”

    Þegar Jesús kendi fólkinu, gjörði hann fræðslu sína skemtilega, hann hreif tilheyrendur sína og vakti áhuga þeirra með hinum mörgu líkingum er hann tók af ýmsu í náttúrunni í kring um þá. Fólkið var samankomið snemma morguns. Sólin, er steig hærra og hærra á heiðbláum himninum, rak skýin, er svifu yfir dölunum, á flótta. Geisladýrðin á austurhimninum var enn ekki horfin. Sólin varpaði sínum gullnu geislum á fjöll og dali. Hafið var sljett og skínandi bjart og endurspeglaði dýrð morgunhiminsins. Silfurskærir daggardroparnir glitruðu á nýútsprungnum blómum og grænum frjóöngum. Náttúran var brosandi og blíð og fagnaði þeirri blessun, er nýr dagur hafði að færa, fuglarnir sungu yndislega í milli trjánna og alt í náttúrunni bar vott um líf og kraft. Frelsarinn virti mannfjöldann, er var fyrir framan hann, fyrir sjer, snjeri sjer svo mót hinni upprennandi sólu og sagði við lærisveinana: “Þjer eruð ljós heimsins”. Eins og sólin vinnur velgjörðastarf sitt, rekur á flótta náttmyrkrið og vekur heiminn til lífs, þannig eiga og þeir, sem fylgja Kristi að bera þeim himneskt ljós, sem sitja í myrkri synda og villu.FRN 58.2

    í geislafegurð morgunsins sáust nálægir bæir og þorp mjög greinilega og útsýnið var hið yndislegasta. Um leið og Jesús benti á þessa bæi, sagði hann: “Borg, sem stendur uppi á fjalli, fær ekki dulist,” og hann bætti við: “Ekki kveikja menn heldur ljós og setja það undir mæliker, heldur á ljósastikuna; og þá lýsir það öllum, sem eru í húsinu”. Meiri hluti þeirra manna, sem hlustuðu á Jesúm, voru bændur og fiskimenn; þeir höfðu flestir ljeleg húsakynni, oftast aðeins eitt herbergi og þar logaði ljós á ljósastiku, er lýsti upp herbergið, “Þannig”, sagði Jesús, eigið þjer að “láta ljós yðar lýsa mönnunum, til þess að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum”.FRN 59.1

    Aldrei hefir nokkurt annað ljós skinið eða mun nokkurntíma skína á fallna menn, heldur en það ljós, sem skín frá Kristi. Jesús, Frelsarinn, er það eina ljós, er getur lýst upp þann heim, sem liggur í synd. Það stendur skrifað um Krist, að í honum var “líf, og lífið var jós mannanna”. Jóh. 1, 4. Það var með því að meðtaka þetta líf, að lærisveinarnir gátu orðið ljósberar. Líf Krists í sálunni, kærleikur hans opinberaður í lunderninu, gjörði þá að Ijósi heimsins.FRN 59.2

    Mennirnir hafa ekkert ljós í sjáltum sjer. Án Krists erum vjer sem kerti, er ekki logar á, eins og tunglið, þegar það snýr frá sólunni; vjer höfum engan ljósgeisla til að senda út í myrkur heimsins. En þegar vjer snúum oss að sólu rjettlætisins, þegar vjer komumst í kynni við Krist, upplýsist öll sálin af hinum guðdómlega ljóma.FRN 60.1

    Þeir sem fylgja Kristi eftir, eiga að vera meira en aðeins ljós manna meðal. Þeir eru hið eina ljós heimsins. Jesús segir til allra, sem nefna hans nafn: Þjer hafið gefið yður mjer, og jeg hefi gefið heiminum yður sem fulltrúa mína. Eins og Faðirinn hafði sent hann til heimsins, þannig segir hann “hefi jeg sent þá út í heiminn”. Jóh. 17, 18. Eins og Kristur er sá, sem opinberar Föðurinn, þannig eigum vjer að opinbera Krist. Enda þótt Kristur sje hin mikla uppspretta, hvaðan ljósið kemur, þá gleym ekki, ó, þú Guðs barn, að ljósið skín í gegnum mennina! Blessun Guðs er úthlutað í gegnum menn. Kristur sjálfur kom í heiminn sem mannssonur. Hið mannlega sameinað hinu guðlega eðli, verður að snerta við mönnunum. Söfnuður Krists, hver einstakur af lærisveinum Meistarans, er samkvæmt ráðstöfun himinsins ætlaður til þess að opinbera mannkyninu Guð.FRN 60.2

    Englar frá ríki dýrðarinnar bíða eftir því að geta miðlað sálum, sem eru að týnast, himnesku ljósi og krafti. Á hið mannlega verkfæri að bregðast fram- kvæmdum þess ætlunarverks, er það hefir verið ákveðið til? Ef þetta á sjer stað, þá mun heimurinn í sama hlutfalli, verða rændur hinum fyrirheitnu áhrifum Heilags anda!FRN 60.3

    En Jesús sagði ekki við lærisveina sína: “Reynið að láta ljós yðar skína”. Hann sagði við þá: “Látið það skína”. Ef Kristur býr í hjartanu, þá er ómögulegt að hylja birtuna er stafar af návist han,s. Ef þeir, sem segjast fylgja Kristi eftir, eru ekki ljós heimsins, þá er það vegna þess, að þeir hafa mist hinn lífgefandi kraft, ef þeir hafa ekkert ljós til að lýsa öðrum með, þá er það vegna þess, að þeir hafa ekki samband við uppsprettu Ijóssins.FRN 61.1

    Á öllum tímum hefir “andi Krists, sem í þeim bjó”, 1. Pjet. 1, 11., gjört hin sönnu börn Guðs að ljósi mannanna meðal kynslóðar þeirra. Jósef var ljós í Egyftalandi. í hreinleika sínum, í hinni góðu breytni sinni, í sonar legri elsku var hann liking Krists meðal þjóðar, sem tilbað hjáguði. Meðan Ísraelsmenn voru á leiðinni frá Egyftalandi til fyrirheitna landsins, voru þeir, er trúir reyndust meðal þeirra, ljós fyrir þjóðirnar, sem bjuggu í grend við þá. Þeir opinberuðu Guð heiminum. Af Daníel og meðbræðrum hans í Babýlon og af Mordekaí í Persíu lagði skæra birtu út í dimmuna, er grúfði yfir konungahöllunum. Á sama hátt eru lærisveinar Krists settir til að vera ljósberar á leiðinni til himins. Miskunn og gæska Föðurins við heim, sem er í myrkri vegna þess, að hann þekkir ekki Guð, á að leiðast í ljós fyrir þá. Með því að sjá góðverk þeirra, leiðast aðrir til að heiðra Föðurinn á hæðum; því að það kemur í ljós að í hásæti alheimsins situr Drottinn, sem er maklegur lofgjörðar og hvers lunderni er eftirsóknarvert að fá. Hinn guðdómlegi kærleikur, sem brennur í hjartanu, hið kristilega samræmi, sem birtist í líferninu, er eins og himneskur glampi, er íbúum þessarar jarðar veitist, svo að þeir geti lært að skilja hið háleita eðli hans.FRN 61.2

    Það er á þennan hátt, að mennirnir læra að þekkja og trúa “kærleikanum, sem Guð hefir á oss”. 1. Jóh. 4, 16. Það er á þennan hátt, að hjörtu, er áður voru syndug og spilt, hreinsast og breytast, svo að þau geta komið fram fyrir “dýrð hans, lýtalaus í fögnuði”. Júd. 24.FRN 62.1

    Orð Frelsarans: “Þjer eruð ljós heimsins”, benda á þá sannreynd, að Kristur hefir fengið þeim, sem feta í fótspor hans, heimsvíðtækt ætlunarverk að vinna. Á dögum Krists hafði eigingirni, dramb og hleypidómar reist háan og rammgjörvan millivegg milli þeirra, er voru settir til að vaka yfir Guðs heilaga orði, og allra annara þjóða á jörðunni. En Frelsarinn var kominn til þess að breyta þessu ástandi. Orðin, sem fólkið heyrði af vörum hans, voru ólík öllu því, er það hafði nokkurntíma heyrt hjá presti og fræðimanni. Kristur rífur niður millivegginn, sjálfselskuna, og hleypidóma þjóðarinnar, er skilur hana frá öðrum, og býður að sýna öllu mannkyninu kærleika. Hann dregur mennina út úr hinum þrönga hring, sem eigingirni þeirra hefir myndað; hann tekur burt allan þjóðernisríg og alla milliveggi í þjóðfjelaginu. Hann gjörir engan mun á nágrönnum og aðkomandi, vinum og óvinum. Hann kennir oss að álíta sjerhverja aðþrengda sál náunga vorn og heiminn kristniboðssvæði vort.FRN 62.2

    Eins og sólargeislarnir ná alt til endimarka jarðar, þannig ætlast Guð til að gleðiboðskapurinn nái til hverrar einustu sálar á jörðunni. Ef söfnuður Krists gjörði það, sem Drottinn ætlast til af honum, þá mundi Ijósið skína til allra, sem sitja í myrkri og skugga dauðans. Í stað þess að hópa sig saman á einstökum stöðum og hliðra sjer hjá ábyrgð og byrðum, mundu meðlimir safnaðarins dreifa sjer út um öll lönd, þar sem ljós Krists gæti skinið út frá þeim; þeir mundu vinna eins og hann vann að frelsun sálna. Þá mundi “gleðiboðskapurinn um ríkið” í skyndi verða fluttur út um allan heiminn.FRN 62.3

    Það er á þennan hátt að áformi Guðs með að kalla sitt fólk, alt frá Abraham í Mesópótamíu og til vor, sem nú lifum, verður framgengt. Hann segir: “Jeg mun blessa þig, . . . . . og blesun skalt þú vera!” 1. Mós. 12, 2. Orð Krists, er hann talaði fyrir munn Jesaja spámanns, og hljóma nú á ný í f jallræðunni, eiga við oss, er lifum á hinum síðustu dögum: “Statt upp og skín þú; því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þjer.” Jes. 60, 1. Ef dýrð Drottins skín yfir sálu þinni. ef þú hefir virt fyrir þjer fegurð hans, sem ber af tíu þúsundum, og er “allur yndislegur”, Ljóðal. 5, 16. og ef hjarta þitt er orðið upplýst af dýrð hans, þá eru þetta orð, sem Meistarinn hefir til þín talað. Hefir þú verið með Kristi á ummyndunarfjallinu? Niðri á láglendinu eru sálir, sem eru þrælar Satans, og þær bíða eftir því að orð trúarinnar og bænarinnar gjöri þær frjálsar.FRN 63.1

    Vjer eigum ekki einungis að íhuga dýrð Krists, heldur eigum vjer einnig að tala um yfirburði hans. Jesaja ljet sjer ekki nægja einungis að skoða dýrð Krists; hann talaði einnig um hann. Meðan Davíð hugsaði í hjarta sínu, brann eldurinn; síðan talaði hann með tungu sinni. Þegar hann hugsaði um hinn undursamlega kærleika Guðs, gat hann ekki annað en talað um það, sem hann sá og fann til. Hver getur í trú íhugað hið dásamlega endurlausnaráform, dýrð Guðs eingetna sonar, og ekki talað um þetta? Hver getur hugsað um hinn órannsakanlega kærleika, er birtist við dauða Krists á Golgata krossi, svo að vjer skyldum ekki glatast, heldur hafa eilíft líf — hver getur íhugað þetta án þess að hafa eitthvað að mikla Frelsarann fyrir?FRN 63.2

    “Alt í helgidómi hans segir: “Dýrð!” Sálm. 29, 9. Hinn ágæti söngvari Ísraels lofaði Drottinn með hörpu sinni, segjandi: “Jeg vil ígrunda dýrð og ágæti hátignar þinnar, jeg vil syngja um dásemdir þínar. Um mátt þinna óttalegu verka munu menn tala, og frá þínum mikilleika vil jeg segja”. Sálm. 145, 5. 6.FRN 64.1

    Golgata kross á að verða hafinn hátt upp meðal fólksins, svo að það verði gripið af hugsuninni um hann og hugurinn dvelji við hann. Þá munu allir andlegu hæfileikarnir fyllast guðdómlegum krafti beint frá Guði. Þá verður það umhugsunarefnið að geta unnið verk fyrir Meistarann. Þá munu hin lifandi verkfæri senda frá sjer ljósgeisla, er lýsa upp heiminn. Kristur tekur með mikilli gleði á móti sjerhverjum manni, sem vill vera verkfæri í hendi hans. Hann setur hið mannlega í samband við hið guðdómlega, svo að hann geti gjört heiminn hluttakandi í leyndardómi kærleikans í mannlegu holdi. Látum hann vera efnið í samtali voru, söng vorum og bænum vorum! Kalla þú hátt boðskapinn um dýrð hans og haltu áfram að ryðja þjer braut til hinna fjarlægustu landshluta!FRN 64.2

    Raunir bornar með þolinmæði, blessun meðtekin með þakklæti, freisting sigruð með staðfestu. hógværð, vinsemd, miskunnsemi og kærleikur, er daglega kemur fram — þetta eru þau ljós, er skína út frá lunderninu og eru gagnstæð myrkrinu í hinu eigingjarna hjarta, þar sem lífsins ljós hefir aldrei skinið inn.FRN 64.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents