Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First

  “Hver sem reiðist bróður sínum. . . verður sekur fyrir dóminum.”

  Drottinn hafði sagt, fyrir munn Móse: “Þú skalt ekki hata bróður þinn í hjarta þínu . . . . Eigi skalt þú hefnisamur vera nje langrækinn við samlanda þína; en þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig”. 3. Mós. 19, 17. 19. Þau sannleiksatriði, sem Jesús hjelt fram, voru hin sömu, sem hann hafði kent fyrir munn spámannanna; en þau voru orðin eins og í þoku fyrir þeim vegna harðúðar hjartans og elsku til syndarinnar.FRN 75.3

  Orð Frelsarans sýndu tilheyrendum hans fram á það, að þegar þeir fyrirdæmdu aðra sem yfirtroðslumenn, voru þeir eins sekir sjálfir, með því að þeir ólu hatur og öfund í hjartanu.FRN 76.1

  Hinum megin við vatnið, beint á móti þar sem Jesús var ásamt mannfjöldanum, var hjeraðið Basan, það var afskekt og klettaskorurnar og skógiþöktu hæðirnar höfðu lengi verið aðsetursstaður allskonar glæpamanna. Frásagnir um rán og morð, er framið hafði verið á þessum stað, var fólkinu í fersku minni, og margir voru ákafir í því að fyrirdæma þessa misgjörðamenn. En sjálfir voru þeir ástríðufullir og deilugjarnir; þeir báru rammasta hatur til undirokara sinna, Rómverja, og fanst að þeir hefðu rjett til að fyrirlíta alla aðra menn, jafnvel sína eigin landa, sem ekki voru samþykkir skoðunum þeirra í öllu. Í öllu þessu brutu þeir lögmálið, sem segir:“Þú skalt ekki morð fremja”.FRN 76.2

  Andi hatursins og hefnigirninnar átti upptök sín hjá Satan, og þetta kom honum til að myrða Guðs son. Hver sá sem elur þykkju og óvild, hefir sama hugarfar, og ávöxtur þess er dauðinn. í hinu hatursfulla hugarfari leynist hin illa athöfn eins og jurtin í fræinu. “Hver sem hatar bróður sinn, er manndrápari, og þjer vitið, að enginn manndrápari hefir eilíft líf í sjer varandi”. 1. Jóh. 3, 15.FRN 76.3

  “Hver sem segir við bróður sinn: Bjáni! verður sekur fyrir ráðinu”. Með því að gefa son sinn til endurlausnar mönnunum, hefir Guð sýnt hversu mikils hann virðir sjerhverja manns sálu, og hann gefur engum manni heimild til að tala fyrirlitlega um annan. Að vísu kunnum vjer að finna galla og veikleika hjá þeim, sem vjer umgöngumst, en Guð lítur á sjerhverja sálu sem sína eign — sem sína eign vegna þess að hann hefir skapað hana, og í tvöföldum skilningi vegna þess að hún er keypt með hinu dýrmæta blóði Krists. Allir voru skapaðir í hans mynd, og jafnvel þeir sem dýpst eru sokknir eiga að mæta virðingu og nærgætni í allri meðferð. Guð lætur oss bera ábyrgð, jafnvel á aðeins einu lítilsvirðinyarorði um sálu, sem Kristur gaf líf sitt fyrir. “Því að hver gefur þjer yfirburði? Og hvað hefir þú, sem þú hefir ekki þegið? En hafir þú nú þegið, hví stærir þú þig þá, eins og þú hefðir ekki þegið?” 1. Kor. 4, 7. “Hver ert þú, sem dæmir annarlegan þjón? Hann stendur og fellur herra sínum”. Róm. 14, 4.FRN 76.4

  “Hver sem segir: Þú heimskingi! á skilið að fara í eldsvítið”. Í Gamla-testamentinu var orðið “heimskingi” notað til að tákna með einhvern sem var fallinn frá, einhvern, sem hafði selt sig hinu illa. Jesús segir, að hver sem fyrirdæmi bróður sinn sem fráfallinn eða sem guðsafneitara, verðskuldi sömu fyrirdæmingu.FRN 77.1

  Kristur sjálfur dirfðist ekki “að leggja lastmælisdóm á djöfulinn er hann átti í orðadeilu við hann um líkama Móse”. Júd. 9. Hefði hann gjört þetta, þá hefði hann gengið í lið með óvininum; því að ákærur eru vopn hins vonda. I Ritningunni kallast hann “kærandi bræðra vorra”. Jesús vildi ekki nota neitt af vopnum Satans. Hann mætti honum með orðunum: “Drottinn refsi þjer!” Júd. 9.FRN 78.1

  Vjer eigum að fylgja dæmi hans. Þegar árekstur verður hjá oss og óvinum Krists, eigum vjer eigi að segja neitt er beri vott um að vjer sjeum að borga fyrir oss, nje heldur nokkuð það, er lýsi háði eða ákæru. Sá, sem er Guði munnur, á ekki að tala orð, sem höfðingi himinsins vildi ekki nota, er hann átti í orðadeilu við Satan. Vjer eigum að fela Guði allan dóm.FRN 78.2