Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Capitol 2.—Hverjir eru sælir?

    ” Og hann lauk upp munni sínum, kendi þeim og sagði:
    Sœlir eru fátœkir í anda, því að þeirra er himnaríki.”

    Þessi orð hljóma eins og eitthvað nýtt og furðulegt í eyrum hins undrandi mannfjölda. Slík kenning er svo gjörólík öllu því, sem þeir höfðu nokkurn tíma heyrt af munni prests eða læriföður. Í henni finna þeir ekkert, er getur skjallað þá upp eða fullnægt mikillæti þeirra og þeim vonum, er þeir gjöra sjer. En nýi kennarinn hefir kraft til að bera, sem heldur þeim í hrifningu. Yndisleiki hins guðdómlega kærleika streymir út frá honum eins og ilmurinn frá blóminu. Orð hans “falla sem regn niður á nýslegið engi, sem regnskúrir, er vökva landið”. Sálm. 72, 6. Ósjálfrátt finna allir, að hjer standa þeir frammi fyrir þeim, sem les leyndarmál hjartans, en nálgast þá þó með ástúð cg nærgætni. Hjörtu þeirra upp ljúkast fyrir honum, og um leið og þeir heyra orð hans, sýnir Heilagur andi þeim nokkuð af þýðingu þeirrar uppfræðslu, sem mennirnir á öllum tímum hafa svo mikla þörf á að fá.FRN 15.1

    Á Krists dögum álitu hinir andlegu leiðtogar fólksins sig ríka af andlegum fjársjóðum. Bæn Faríseans: “Guð, jeg þakka þjer, að jeg er ekki eins og aðrir menn,” gaf til kynna hvers konar hugsanir voru ríkjandi meðal stjettar hans og að miklu leyti einnig meðal allrar þjóðarinnar. En í þeira hóp, sem var safnaður saman kring um Jesúm, voru nokkrir, sem höfðu skilning á hinni andlegu fátækt sinni. Þegar hinn guðdómlegi máttur Krists birtist við fiskidráttinn mikla, fjell Pjetur að fótum Jesú og sagði: “Far þú frá mjer, herra, því að jeg er syndugur maður.” Lúk. 5, 8. Þannig voru einnig í þessum mannfjölda, er var kring um hann á fjallinu, nokkrir, er frammi fyrir hreinleika hans fundu, að þeir voru vesalingar og aumingjar, fátækir, blindir og naktir, Op. 3, 17, og þeir þráðu Guðs náð, er “opinberast sáluhjálpleg öllum mönnum”. Tít. 2, 11. Hjá þessum vöktu inngangsorð Krists von; þeir sáu, að blessun Guðs náði einnig til þeirra.FRN 15.2

    Jesús hafði rjett bikar blessunarinnar að þeim, sem fanst að þeir væru ríkir og þörfnuðust einskis, Op. 3, 17, en þeir höfðu hrundið þessari náðargjöf frá sjer með fyrirlitningu. Sá, sem finst hann vera heilbrigður, sem heldur að hann sje nógu góður, og er ánægður með ástand sitt, hann mun ekki sækjast eftir því, að verða hluttakandi í náð Krists og rjettlæti. Hinn drambsami finnur enga þörf hjá sjer og lokar því hjarta sínu fyrir Kristi, og hinni miklu blessun, sem hann kom til að veita. Slík- ur maður hefir ekkert rúm í hjarta sínu fyrir Krist. Þeir, sem eru ríkir og virðingarverðir í eigin augum, biðja ekki í trú og meðtaka ekki blessun Guðs. Þeim finst peir vera mettir, og fara tómhentir burt. Þeir, þar á móti, er vita, að þeir geta ómögulega frelsað sig sjálfir, cg að þeir geta ekki unnið neitt rjetlætisverk, kunna að meta þá hjálp, sem Kristur kom til að veita. Þetta eru hinir fátæku í anda, er hann kallar sæla.FRN 16.1

    Þann, sem Kristur fyrirgefur, gjörir hann fyrst iðrandi, og það er starf Heilags anda að sannfæra um synd. Sá, sem hefir orðið fyrir áhrifum Guðs Anda og sannfærst fyrir hann, kemst að raun um að í sjálfum honum býr ekkert gott. Hann sjer, að alt sem hann hefir gjört, er saurgað af sjálfselsku og synd. Eins og hinn aumi tollheimtumaður, stendur hann langt burtu og þorir ekki að hefja augu sína til himins, meðan hann kallar: “Guð, vertu mjer syndugum líknsamur.” Lúk. 18, 13. Slíkar maður er sæll. Það er til fyrirgefning fyrir hinn iðrandi syndara; því að Kristur er “það Guðs lamb, er ber synd heimsins”. Þetta er Guðs loforð: “Þó að syndir yðar sjeu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó að þær sjeu rauðar sem purpuri, skulu þær verða sem ull.” “Og jeg mun gefa yður nýtt hjarta . . . . . . og jeg mun leggja yður anda minn í brjóst.” Jes. 1, 18; Ez. 36, 26. 27. Jesús segir um hina fátæku í anda, að “þeirra sje himnaríki.” Þetta ríki er ekki eins og tilheyrendur Krists höfðu vænst, tímanlegt og jarðneskt ríki. Kristur var að birta mönnunum hið andlega ríki kærleika síns, náðar og rjettlætis. Fylkingarmerki Messíasar-ríkisins er líking Manns-sonarins. Þegnar hans eru hinir fátæku í anda, hinir hógværu, þeir, sem ofsóttir eru fyrir rjetlætis sakir. Þeirra er Himnaríki. Þótt það sje enn ekki fullkomnað, er þó það verk byrjað í þeim, sem mun gjöra þá “hæfa til að fá hlutdeild í arfleifð heilagra í ljósinu.” Kól. 1, 12. Allir, sem skilja hina miklu fátækt sálar sinnar, sem finna að í sjálfum þeim býr ekkert gott, geta hlotið rjettlætingu og styrk með því að líta til Jesú. Hann segir: “Komið til mín, allir þjer, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og jeg mun veita yður hvíld”, Matt. 11,28. Hann býður oss skifti á fátækt vorri og ríkdómi náðar sinnar. Vjer verðskuldum ekki kærleika Guðs; en Kristur, pantur vor, verðskuldar hann, og hann er fullkomlega fær um að frelsa þá, sem til hans koma. Hvernig sem fortíð vor kann að hafa verið, hversu aumt sem núverandi ástand vort kann að vera, þá mun hinn meðaumkunarsami Frelsari, ef vjer komum til hans með allan veikleika vorn, vanmátt og vandræði, koma á móti css meðan vjer enn erum langt í burtu, og vefja oss kærleiksörmum sínum og klæða oss í rjettlætisskikkju sína. Hann færir oss fram fyrir Föðurinn, íklædda hinum hvitu klæðum síns eigin lundernis. Hann talar máli voru við Guð, segjandi: “Jeg hefi tekið stöðu syndarans. Líttu ekki á þetta afvegaleidda barn, en líttu á mig”. Ef Satan vitnar með krafti gegn sálum vorum, ákærir oss fyrir synd vora og krefst vor sem herfangs, þá talar blóð Krists með enn meiri krafti.FRN 17.1

    “Hjá Drotni einum, mun um mig sagt verða, er rjettlæti og vald. . . . . Allir Ísraelsniðjar skulu rjettlætast fyrir Drottin og miklast af honum”. Jes. 45,24,25.FRN 19.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents