Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First

    “En er þjer biðjist fyrir, pá viðhafið ekki ónytjumælgi, eins og heiðingjarnir.”

    Heiðingjarnir álitu að í bænum þeirra væri fólginn kraftur, er gæti friðþægt fyrir synd. Því lengri sem bænin var, því meiri kraftur hjeldu þeir að væri í henni. Ef þeir gætu öðlast heilagleika fyrir eigin viðleitni, þá hefðu þeir í sjálfum sjer eitthvað til að gleðjast yfir, eitthvað til að hrósa sjer af. Þessi hugmynd um bænina er afleiðing þeirrar sjálfrjettlætingar, sem er undirstaða allra falskra trúarbragða. Farísearnir höfðu fallist á þennan heiðinglega skilning á bæninni, og það er langt frá að hann sje óþektur á vorum dögum, jafnvel meðal þeirra, sem kalla sig kristna. Endurtekning fyrirskipaðra, vanabundinna bæna, þegar hjartað hefir enga þrá eftir Guði, er eins og “ónytjumælgi” heiðingjanna. Bænin friðþægir ekki fyrir synd; í bæninni sjálfri er enginn kraftur fólginn nje verðskuldun. Öll þau fegurstu orð, sem vjer höfum yfir að ráða, geta ekki jafngilt aðeins einni heilagri ósk. — Hinar fegurstu bænir eru eintómur hjegómi, ef þær sýna ekki tilfinningar hjartans. En sú bæn, sem kemur frá einlægu hjarta, þegar þörf sálarinnar er látin í ljós með einföldum orðum, eins og þegar maður biður jarðneskan vin að gjöra eitthvað fyrir sig, og vonast eftir að fá ósk sína uppfylta — þetta er trúarænin. Guð æskir ekki fagurgala; en hið þ' ögula hróp frá hjarta, sem er sundurkramið og beygt af umhugsuninni um synd sína og hinn mikla veikleika sinn, fær áheyrn hjá föður miskunnsemdanna.FRN 109.1