Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 30—Vitnin

  TIL Emaus, sem er lítið þorp, átta mílur frá Jerusalem, gengu tveir af postulunum, þegar kvöld var komið, þann sama dag er Jesús reis upp frá dauðum.KF 155.1

  Þeir vissu ekki, hvað þeir áttu að halda, um þessa nýafstöðnu viðburði, einkum frásögn kvennanna, að þaer hefðu séð englana og mætt Jesú eftir upprisuna.KF 155.2

  Þeir sneru heim aftur, með þeirri hugsun að yfirvega þetta nákvæmlega og biðja guð um að veita þeim skilning á þessum hlutum, sem voru svo dularfullir fyrir þeim.KF 155.3

  Meðan þeir voru á leiðinni, kom ókunnugur maður og slóst í för með þeim; en þeir voru svo niðursokknir í samtal sitt, að þeir tóku naumast eftir honum.KF 155.4

  Þessir harðgerðu menn voru svo yfirkomnir af sorg, að þeir grétu. Hann sá í mildi sinni og kærleika, að hér var sorg, sem hann gat linað.KF 155.5

  Hann gaf sig á tal við þá, sem ókunnur maður. En augu þeirra voru haldin, svo að þeir þektu hann ekki.KF 155.6

  Og hann sagði við þá: »Hvaða samræður eru þetta, sem þið hafið ykkar á milli, á leið ykkar? Og því eruð þér svo daprir í bragði?«KF 155.7

  Og annar þeirra, aö nafni Kleófas svaraði og sagði vid hann: »Ert þú eini aðkomumaðurinn i Jerusalem og veist ekki það, sem gjörst hefir i henni á þessum dögum?«KF 156.1

  Og hann sagði við þá: »Hvað þá«.KF 156.2

  En þeir sögðu við hann: »Það, um Jesúm frá Nazaret, sem var spámaður, máttugur í verki og orði fyrir guði og öllum lýðnum«. (Lúk. 24, 16—19).KF 156.3

  Siðan sögðu þeir honum frá því, er gjörst hafði, og endurtóku frásögn kvennanna, er verið höfðu við gröfina, árla þenna morgun.KF 156.4

  Þá sagði hann við þá:KF 156.5

  »Ó, þér heimskir og í hjartanu tregir, til að trúa öllu því, sem spámennirnir hafa talað. Atti ekki Kristur að líða þetta og ganga inn í dýrð sina? Og hann byrjaði á Móse og öllum spámönnunum og útlagði fyrir þeim í öllum rítningunum, það er hljóðaði um hann«. (Lúk. 24, 25—27).KF 156.6

  Lærisveinarnir urðu orðlausir af undrun og gleði. Þeir þorðu ekki að spyrja þenna ókunna mann, hver hann væri. Þeir hlýddu með hinni mestu athygli á það, þegar hann útlistaði fyrir þeim köllun Krists.KF 156.7

  Hefði Kristur strax látið lærisveinanu þekkja sig, þá hefðu þeir þegar verið ánægðir. Þeir hefðu orðið svo óumræðilega glaðir, að þeir hefðu ekki óskað neins meira.KF 156.8

  En það var nauðsynlegt fyrir þá, að vita og skilja, hvernig líf Krists og starf var sagt fyrir í táknmyndum og spádómum gamla testamentisins. Á því urðu þeir að byggja trú sína.KF 156.9

  Kristur gerði ekki neitt tákn til þess að fullvissa þá um þetta; en fyrst og fremst útlistaði hann fyrir þeim ritningarnar. Þeir höfðu skoðað dauða hans, sem þann viðburð, er kollvarpaði öllum vonum þeirra. Nú sýndi hann þeim, eftir spádómum ritninganna, að þessi viðburður væri einmitt grundvöllur trúar þeirra.KF 156.10

  I þessu samtali við lærisveinana, sýndi Kristur, hve mikilsverðir vitnisburðir gamla testamentisins eru, viðvíkjandi köllun Krists.KF 156.11

  Nú á dögum, eru þeir margir, sem vilja ekki hafa neitt með gamla testamentið að gjöra og halda því fram, að það hafi ekki lengur neitt gildi. En þetta er ekki kenning Krists. Hann virti það svo mikils, að hann sagði: »Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, munu þeir heldur ekki láta sannfærast, þótt einhver rísi upp frá dauðum«. (Lúk. 16, 31).KF 157.1

  Seint um kvöldið, komu lærisveinarnir heim til sín. Jesús lét, sem hann ætlaði lengra að fara. En þeir gátu ekki hugsað til þess að eiga að skilja við þenna förunaut, er hafði glatt og hughreyst þá svo mikið.KF 157.2

  Þeir báðu hann því og sögðu: »Vertu hjá oss, því að kvölda tekur og liðið er á daginn«. (Lúk. 24, 28. 29).KF 157.3

  Hinn fátæklegi kvöldverður, var skjótt tilbúinn, og Jesús tók sér sæti við enda borðsins, eins og hann var vanur. Það var venjulega siður, að húsráðandinn bæði guð að blessa máltíðina; en Jesús lagði hendur yfir brauðið og blessaði það. Þá opnuðust augu lærisveinanna.KF 157.4

  Hvernig hann blessaði brauðið, hljómurinn af þessari rödd, er var þeim svo einkar kær, og naglaförin í höndum hans vitnaði all saman um, að hann væri þeirra elskaði meistari.KF 157.5

  Eitt augnablik sátu þeir höggdofa; svo stóðu þeir upp og ælluðu að falla til fóta Jesú, en þá hvarf hann þeim skyndilega.KF 157.6

  Af gleðinni, gleymdu þeir alveg, hungri sínu og þreytu. Þeir stóðu upp frá borðum, án þess að neyta nokkurs af matnum og flýttu sér til Jerusalem til þess að segja öðrum frá gleðiboðskapnum, um hinn upprisna frelsara.KF 157.7

  »En þegar þeir voru að tala um þetta, stóð hann sjálfur meðal þeirra og segir við þá:KF 157.8

  Friður sé með yður!« (Lúk. 24, 36).KF 157.9

  Þeir urðu fyrst hræddir, en þegar hann hafði sýnt þeim naglaförin í höndum sinum og fótum og hafði etið fyrir augum þeirra, trúðu þeir og létu huggast. í staðinn fyrir vantrúna og sorgina rikti nú gleði og trú í hjörtum þeirra, og með tilfinningum, sem ekki er hægt að lýsa, könnuðust þeir við hann, sem þeirra upprisna frelsara.KF 157.10

  Tómas var ekki viðstaddur i þetta sinn. Hann vildi ekki trúa frásögninni um upprisuna.KF 159.1

  Að viku liðinni, komu lærisveinarnir aftur saraan, og þá var Tómas einnig viðstaddur. Jesús birtist þeim þá og sýndi þeim aftur merkin á höndum sínum og fótum. Tómas sannfærðist strax og sagði: »Drottinn minn og guð minn!« (Jóh. 20, 28).KF 159.2

  Jesús útlistaði nú aftur fyrir þeim þá ritningarstaði, er hljóðuðu um hann. Því næst sagði hann þeim, að afturhvarf og fyrirgefning syndanna ætti að verða prédikað i hans nafni, fyrir öllum lýðum, og byrjunin ætti að vera í Jerusalem.KF 159.3

  Fyrir himnaför sína, sagði hann við þá:KF 159.4

  »En þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir, bæði í Jerúsalem og í allri Júdeu og Samariu og til yztu endimarka jarðarinnar«. »Og sjá, eg er með yður alia daga alt til enda veraldarinnar«. (Postulas. 1, 8; Matt. 28, 20).KF 159.5

  Þið hafið verið mínir vottar, sagði hann, verið vottar að hinu sjálísafneitunarfulia lífi mínu til frelsunar heiminum. Þið hafið séð, að eg tek á móti öllum þeim, er tii mín koma og jála syndir sínar. Allir, sem vilja, geta friðþægst við guð og öðlast eilift líf.KF 159.6

  Nú eftirlæt eg yður, sem minum lærisveinum, þenna náðarboðskap. Hann skal tilkynnast öllum þjóðum, kynkvíslum og tungumálum.KF 159.7

  Farið til yztu endimarka jarðarinnar, og eg mun ávalt vera með yður. Vinnið í trú og trausti til mín; þvi eg mun aldrei yfirgefa yður.KF 159.8

  Þetta umboð, sem frelsarinn gaf postulum sinum, nær til allra trúaðra. Það tilheyrir öllum þeim, sem trúa á Krist, alt til enda veraldarinnar. Allir þeir, sem fá hlutdeild í lift Krists, verða að vinna að frelsun meðbræðra sinna.KF 159.9

  Það eru ekki allir, sem geta prédikað fyrir fjölda áheyrenda, en allir geta hjálpað einstaklingnum. Allir þeir, sem hjálpa hinum nauðstöddu, hugga hina harmþrungnu og fræða syndarana um hinn óendanlega kærleika Krists, eru þjónar Krists.KF 159.10

  Þessir eru vottar Krists.KF 160.1

  * * * * *

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents