Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 35—Heimkynni hinna frelsuðu.

    TILKOMUDAGUR Krists verður eyðileggingardagur, einungis fyrir hid illa. Hann verður lausnardagur ekki einungis fyrir guðs börn, en einnig fyrir jörðina.KF 177.1

    Guð skapaði jörðina, til þess að hún skyldi verða heimkynni mannanna.KF 177.2

    Hér bjó Adam i hinum fagra aldingarði, sem sjálfur guð hafði prýtt. Og þó að syndin hafi spilt verkum guðs, hefir guð þó ekki algjörlega yfirgefið mennina, né breytt áformi sínu, viðvikjandi þessari jörð.KF 177.3

    Til þessarar jarðar, hafa englar verið sendir með endurlausnarboðskapinn, og fjöll og dalir hafa bergmálað fagnaðarsöngva þeirra. Guðs sonur hefir sjálfur gengið um kring hér á jörðunni.KF 177.4

    Og i meir en sex þúsund ár hefir jörðin, með fegurð sinni og hinum dýrmætu gjöfum, er hún hefir látið mönnunum falla í skaut, vitnað um kærleika skaparans.KF 177.5

    Þessi sama jörð, á að hreinsast frá bölvun syndarinnar og verða hið eilífa heimkynni mannanna. Ritningin segir um jörðina, að »guð skóp hana ekki til þess að hún skyldi vera óbygð auðn, heldur til þess að hún væri bygð«. (Es. 45, 18). »Alt það sem guð gjörir, varir eilíflega«. (Préd. 3, 14).KF 177.6

    Því sagði frelsarinn í fjallræðunni: »Sælir eru hógværir, því þeir munu erfa landið«. (Matt. 5, 5).KF 179.1

    Því hefir einnig sálmaskáldið fyrir löngu sagt: »Hinir voluðu fá landið til eignar, gleðjast yíir ríkulegri gæfu«. (Dav. sálm. 37, 11).KF 179.2

    Pessu samkvæm eru og þessi ritningarorð: »Þeir réttlátu erfa landið og búa eiliflega í því«. (Orðskv. 11, 31; Dav. sálm. 37, 29).KF 179.3

    Á hinum efsta degi mun eldurinn eyðileggja »himnana og jörðina, sem nú er; en vér væntum nýs himins og nýrrar jarðar«. (2. Pét. 3, 7. 13). Himnarnir og jörðin mun endurnýjast.KF 179.4

    Það sem auga sá ekki, og eyra heyrði ekki, og ekki kom uppí hjarta mannsins, alt það sem guð fyrirbjó þeim er elska hann«. (1. Kor. 2, 9).KF 179.5

    Enginn mannleg tunga megnar að lýsa hinu dýrðlega endurgjaldi hinna réttlátu. Það geta þeir einir skilið, er sjá það.KF 179.6

    Vér getum ekki haft hugmynd um dýrðina í guðs Paradís.KF 179.7

    Og þó getur þessu landi brugðið fyrir í huga vorum; því »guð hefir opinberað oss það fyrir andann«. (1. Kor. 2, 10).KF 179.8

    Þær myndir í biblíunni, sem guð hefir gefið oss af þessu landi, eru i sannleika dýrmætar fyrir hjarta vort.KF 179.9

    Þar mun hinn himneski hirðir leiða hjörð sina að lifandi vatnslindum. Lífsins tré, ber ávöxt á mánuði hverjum og blöð þess eru til lækningar þjóðunum.KF 179.10

    Þar eru sírennandi vatnsstraumar, skínandi sem krystall, og beggja vegna þeirra, eru laufrúðug tré, sem varpa skuggum sínum yfir strætin sem drottins útvöldu er ætlað að ganga. Þar eru fagrar sléttur og í fjarska sjást hæðir, og fjallið helga gnæfir þar hátignarlegt með sínum fögru tindum.KF 179.11

    Á þessum friðsamlegu sléttum og við þessar lifandi vatnslindir á guðs folk, sem svo lengi hefir verið pilagrimar og útlendingar, að búa. »Þjóð mín skal búa í heimkynni friðarins, í híbýlum öruggleikans í rósömum bústöðum«. (Es. 32, 18). »Þar skal ekki framar heyrast getið um ofríki né um tjón og tortiming innan landamerkja þinna. Þú skalt kalla hjálpræði múra þina og sigurfrægð hlið þín«. (Es. 60, 18).KF 179.12

    »Þeir munu reisa hús og búa i þeim, þeir munu planta víngarða og eta ávöxtu þeirra. Eigi munu þeir reisa og aðrir búa, eigi munu þeir planta og aðrir eta . . . mínir útvöldu skulu sjálfir njóta handaverka sinna«. (Es. 65, 21, 22).KF 180.1

    »Eyðimörkin og hið þurra landið skal gleðjast; öræfin skulu fagna og blómgast sem lilja«. »Þar, sem áður voru þyrnirunnar, mun kyprusviður vaxa, og þar, sem áður var lyng, mun myrtusviður vaxa«. (Es. 35, 1; 55, 13).KF 180.2

    »Þamun úlfurinn búa hjá lambinu, og pardusdýrið liggja hjá kiðlingnum, . . . og smásveinnin mun gæta þeirra«. Drottinn segir: »Hvergi á rnínu heilaga fjalli munu menn ilt fremja eða skaða gjöra«. (Es. 11, 6. 9).KF 180.3

    Þar mun ekkert tár renna, þar verður engin líkfylgd, engin sorgarklæði. »Dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til; hið fyrra er farið«. (Op. 21, 4). »Og enginn borgarbúi mun segja: Eg er sjúkur. Fólkið sem þar býr, hefir fengið fyrirgefning misgjörða sinna«. (Es. 33, 24).KF 180.4

    Þar er hin nýja Jerusalem, höfuðborgin á hinni dýrðlegu nýju jörð, »hin fagra kóróna í hendi drotlins«.KF 180.5

    Ljómi hennar er »líkur dýrasta steini, sem jaspíssteinn krystalskær«. »Og þjóðirnar munu ganga í ljósi hennar, og konungar jarðarinnar færa henni dýrð sina«. (Es. 62, 3; Op. 21, 11. 24).KF 180.6

    Drottinn segir: »Eg vil fagna yfir Jerusalem, og gleðjast yfir fólki mínu« . »Tjaldbúð guðs er meðal mannanna, og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans, og guð sjálfur mun vera hjá þeim, þeirra guð«. (Es. 65, 19; Op. 21, 3).KF 180.7

    A hinni nýju jörð, skal einungis réttlætið búa. »og alls ekkert óhreint skal inn i hana ganga, né sá sem fremur viðurstygð eða iðkar lygi«. (Op. 21, 27).KF 181.1

    Guðs heilaga lögmál mun verða heiðrað af sérhverri veru undir sólunni. Þeir, sem hafa verið guði trúir, með því að halda boðorð hans, skulu búa hjá honum.KF 181.2

    »Og i munni þeirra er enga lygi að finna«. Þetta eru þeir, sem komnir eru úr þrengingunni hinni miklu, og hafa þvegið skykkjur sínar og hvítfágað þær í blóði lambsins. Þess vegna eru þeir frammi fyrir hásæti guðs, og þjóna honum nótt og dag í musteri hans«. (Op. 14, 5; 7, 14. 15).KF 181.3

    * * * * *

    »Drottins boðorð eru rétt, ... sá, sem varðveitir þau, hefir mikil laun«. (Dav.sálm. 19, 9—12).KF 181.4

    »Sælir eru þeir, sem halda guðs boðorð, til þess að þeir geti fengið aðgang að lífsins tré, og megi ganga um hliðin inn í borgina«. (Op. 22, 14).KF 181.5

    * * * * *

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents