Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 9—Hin fyrsta opinbera starfsemi Jesú

    TIL Jordan, þess staðar, sem Johannes skírari prédikaði, sneri Jesus aftur frá eyðimörkinni. Um þær mundir sendu Gyðingar presta og Levita til Jóhannesar, til þess að spyrja hann ad, hvaða rétt hann hefði til þess að kenna fólkinu og skira það.KF 39.1

    Þeir spurðu hann, hvort hann væri Messías eða Elías eða spámaður. Öll-KF 39.2

    um þessum spurningum svaraði hann þannig:KF 39.3

    »Ekki er eg það«.KF 39.4

    Þá spurðu þeir hann; »Hver ert þú? til þess vér getum geflð þeim svar er oss sendu«.KF 39.5

    Hann sagði: »Eg er rödd manns, er hrópar í óbygðinni. Gjörið beinau veg drottins eins og Esajas spámaður hefir sagt«. (Jóh. 1, 22. 23).KF 39.6

    I fornöld var það siður, þegar konungur ferðaðist um landið, að senda menn á undan vagni hans, til þess að greiða veginn.KF 39.7

    Peir urðu að fella tré, ryðja burt grjóti og jafna mishæðir, svo að vegurinn væri fær fyrir konunginn.KF 39.8

    Þegar Jesús, hinn himneski konungur átti að koma, var Johannes skirari sendur til þess að greiða honum veg með því að segja fólkinu frá honum og áminna það um að snúa sér frá syndinni.KF 39.9

    Þá er Johannes var að svara sendimönnunum frá Jerusalem, sá hann Jesúm standa á árbakkanum, það kom gleðiblær á andlit hans, og hann hóf upp hendur sínar og mælti:KF 41.1

    »Mitt á meðal yðar stendur sá, sem þér þekkið ekki, hann, sem kemur eftir mig, og skóþvengi hans er eg ekki verður að leysa«. (Jóh. 1, 26. 27).KF 41.2

    Þetta vakti mikla undrun meðal fólksins. Messias stóð mitt á meðal þess. Það leit með ákafa í kringum sig, til þess að koma auga á þann, sem Johannes talaði um. En Jesús hafði horfið inn í mannþröngina og sást ekki.KF 41.3

    Daginn eftir, sá Johannes aftur Jesúm, benti á hann og sagði: »Sjá, lambið guðs, er ber synd heimsins!«KF 41.4

    Síðan sagði hann frá þeim táknum, er sáust, þegar Jesús var skírður, og bætti svo við: »Eg hefl séð það, og eg hefi vitnað, að þessi er guðssonurinn«. (Jóh. 1,29. 34).KF 41.5

    Með undrun og lotningu horfðu áheyrendurnir á Jesúm og spurðu sín á milli: »Er þetta Kristur?«KF 41.6

    Þeir sáu, að Jesús bar ekki vott um veraldleg auðæfi né völd. Klæði hans voru óbrotin, eins og fátæka fólksins. En það var eitthvað í svip þessa föla og þreytulega andlits, sem hrærði hvert hjarta.KF 41.7

    Þessi svipur lýsti staðfestu og mannúð, og hvert tillit og hver dráttur i andliti hans bar vott um guðdómlega meðaumkvun og ósegjanlegan kærleika.KF 41.8

    En sendimennirnir frá Jerusalem aðhyltust ekki Jesúm. Jóhannes hafði ekki sagt það, sem þeir vildu heyra. Þeir vonuðu að Messias kæmi sem glæsilegur sigurvegari; þeir sáu nú, að þetta var ekki köllun Jesú, og með vonbrigðum sneru þeir sér frá honum.KF 41.9

    Daginn eflir sá Jóhannes Jesúm enn og sagði: »Sjá lambið guðs!« Tveir af lærisveinum Jóhannesar voru þar viðstaddir og þeir fylgdust með Jesú. Þeir hlustuðu á kenningu hans og gjörðust lærisveinar hans. Annar þeirra var Andrés, hinn Johannes.KF 41.10

    Andrés kom skjótt með Simon bróður sinn með sér; Jesús kallaði hann Pétur.KF 43.1

    Daginn eftir, þegar Jesús var á ferðinni til Galileu, valdi hann Filippus fyrir lærisvein. Jafnskjótt og Filippus fann frelsarann, kom hann með Nathanael vin sinn til hans.KF 43.2

    Á þennan hátt byrjaði hin mikla starfsemi Jesú á jörðunni. Hann valdi þannig einn og einn lærisvein i einu og sumir komu með bræður sína með sér og aðrir með vini sína. Þetta er það, sem sérhver lærisveinn Krists á að gjöra. Jafnskjótt og hann sjálfur þekkir Jesúm, á hann að segja öðrum frá því, hve dýrmætan vin hann hafi fundið.KF 43.3

    Þetta er verk, sem allir geta gjört, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir.KF 43.4

    Jesús var ásamt lærisveinum sinum boðinn til brúðkaups i Kana i Galileu. Til gleði fyrir þá, sem viðstaddir voru við þetta tækifæri, opinberaðist hér almættiskraftur Jesú.KF 43.5

    Það var siður i landinu að nota vin við slík tækifæri, en áður en veizlunni var lokið, þraut vínið. Ef vín vanlaði í veizlu, þótti það bera volt um vöntun á gestrisni og var álitið hin mesta skömm.KF 43.6

    Kristur var látinn vita, hvað komið hafði fyrir, og hann had þjónana að fylla sex stór vatnsker með vatni. Síðan sagði hann: »Ausið nú upp og færið kæmeistaranum« (Jóh. 2, 8).KF 43.7

    I stað vatns var það vín, sem þeir jusu upp. Þetta vín var mikið betra en það, sem þeir höfðu borið á borð fyrst, og það var nóg handa öllum.KF 43.8

    Eftir að Jesús hafði gjört þetta kraftaverk, fór hann burt i kyrþey. Pað var ekki fyr en eftir að hann var farinn burt, að gestirnir fengu ad vita að hann hafði gjört þetta.KF 43.9

    Gjöf Krists í brúðkaupinu var táknmynd. Vatnið táknaði skírnina, en vínið blóð hans, sem hann átti að úthella fyrir heiminn.KF 43.10

    Þetta vín, sem Jesús framleiddi, var ekki áfengur drykkur, ekki þesskonar vín, sem orsakar ölæði og svo marga og mikla ógæfu og guð heflr bannað að neyta. Hann segir:KF 45.1

    »Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur, og hver sá, er drukkinn reikar, er óvitur«. »Að síðustu bítur það sem höggormur, og spýtir eitri sem naðra«. (Orðskv. 20, 1; 23, 32).KF 45.2

    Pað vín, sem var notað í veizlunni, var hreinn og ósúr vinberjavökvi. Hann er líkur því, sem Esajas spámaður nefnir »lög i vínberinu«, og hann segir: »Blessun er í því«. (Es. 65, 8).KF 45.3

    Með því að fara í brúðkaupsveizluna sýndi Kristur* að það er rétt að koma saman á siðsamlegan og ánægjulegan hátt. Honum þótti vænt um að sjá fólkið gleðja sig. Oft kom hann heim á heimili þess, og reyndi að fá það til að gleyma þrautum og erfiðleikum lífsins, og hugsa um gæzku og kærleika guðs. Hvar sem Kristur var, reyndi hann ætíð að gjöra þetta.KF 45.4

    Hvar, sem nokkur vildi hugsa um hinn guðdómlega boðskap, þar sýndi hann mönnum veg hjálpræðisins.KF 45.5

    Einu sinni, þegar Jesús var á leið um Samaríu, settist hann niður við brunn til að hvíla sig. Þá kom þangað kona til þess að sækja vatn, hann bað hana að gefa sér að drekka.KF 45.6

    Konan undraðist þetta, þvi hún vissi hvernig Gyðingar hötuðu Samverja. En Kristur sagði henni, að ef hún bæði hann að gefa sér að drekka, þá mundi hann gefa henni lifandi vatn. Á þessu furðaði hana enn meir. Þá sagði Jesús við hana:KF 45.7

    »Hver, sem drekkur af þessu vatni, hann mun þyrsta aftur, en hver sem drekkur af þvi vatni, sem eg mun gefa honum, hann mun að eilifu ekki þyrsta, heldur mun það vatn, sem eg mun gefa honum, verða i honum að lind, er sprettur upp til eilífs lífs«. (Jóh. 4, 13. 14). Hið lif- andi vatn, er hann gefur, táknar heilagan anda. Eins og hinn vegmóði þarfnast vatns til drykkjar, eins þörfnumst vér og guðs anda í hjörtu vor.KF 45.8

    Hver, sem drekkur af þessu vatni, hann mun aldrei þyrsta.KF 46.1

    Heilagur andi úthellir kærleika guðs í hjörtu vor. Hann uppfyllir þrá vora, svo að auðæfi, heiður og skemtanir heimsins laða oss ekki né ginna.KF 46.2

    Og hann veitir oss slika gleði og ánægju, að vér óskum að aðrir einnig fái hlutdeild í henni. Hann mun verða í oss eins og vatnslind, sem sprettur upp til blessunar þeim, sem í kringum oss eru. Og sérhver, sem Krists andi býr í, mun að eilífu lifa með Kristi í riki bans. Það er byrjun hins eilífa lífs þegar vér fyrir trúna meðtökum andann í hjörtu vor. Jesús sagði konunni, að hann mundi veita henni þessa dýrmætu gjöf, ef hún bæði hann um það; þannig mun hann einnig gefa oss hana.KF 46.3

    Þessi kona hafði brotið boðorð guðs, og Kristur sýndi henni, að hann þekti hið synduga líf hennar.KF 46.4

    En hann sýndi henni einnig, að hann var vinur hennar, og að hann elskaði og aumkvaðist yfir hana, og að guð mundi verða henni náðugur og taka hana að sér sem sitt barn, ef hún væri fús til að iðrast synda sinna og forðast þær.KF 46.5

    Mikill var fögnuður hennar er hún heyrði þetta. Hún flýlti sér af stað til næstu borgar og bad fólkið að koma og sjá Jesúm.KF 46.6

    Það kom til brunnsins og bað Jesúm að vera hjá sér. Hann var þar í tvo daga og kendi því, og margir hlustuðu á orð hans, iðruðust synda sinna og trúðu á hann sem frelsara sinn.KF 46.7

    Á þeim árum, sem Jesús kendi, kom hann tvisvar á hið gamla heimili sitt í Nazaret. Hið fyrra sinn er hann kom þangað gekk hann inn í samkunduhúsið á hvíldardegi.KF 46.8

    Þar las hann spádóma Esajasar um verk Messíasar — að hann ætti að boða fátækum fagnaðarerindið, hugga syrgjendur, gefa blindum sýn og lækna hina sjúku. Hann sagði lýðnum að þetta væri alt að koma fram, einmitt á þeim tima. þetta var það verk, sem hann gjörði sjálfur.KF 46.9

    Við þessi orð fyltust hjörtu áheyrendanna gleði. Þeir trúðu því, að Jesús væri hinn fyrirheitni írelsari. Heilag-ur andi halði áhrif á hjörtu þeirra, og þeir létu í Ijósi tilfinningar sínar með lofgjörð og þakklæti til droltins.KF 47.1

    En svo datt þeim í hug, hvernig Jesús hafði starfað meðal þeirra sem trésmiður. Þeir höfðu svo oft séð hann vinna á vinnustofunni með Jósef. Þrátt fyrir það þótt hann alt sitt líf hefði sýnt öðrum einungis miskunn og kærleika, vildi fólkið nu ekki trúa því, að hann væri Messías.KF 47.2

    Með þessum hugsunum gaf það Satan tækifæri til þess að fá yfirráð yfir hjörtum sínum. Og þannig fyltist það reiði gegn frelsaranum, mótmælti honum og ákvað að ráða hann af dögum.KF 47.3

    Lýðurinn tók Jesúm með sér og hafði í hyggju að hrinda honum niður af fjallsbrúninni. En hinir heilögu englar voru í kringum hann, til þess að vernda hann. Öhultur gekk hann gegnum mannþröngina og enginn gat fundið hann.KF 47.4

    Annað sinn er Jesúm kom til Nazaret, var honum þar jafn óvinsamlega tekið. Svo fór hann burt þaðan og kom þangað aldrei framar.KF 47.5

    Jesús starfaði hjá þeim, sem tóku feginsamlega móti hjálp hans, og fólkið kom í stórum hópum alstaðar utan úr landsbygðunum og flyktist í kringum hann. Þegar hann læknaði og kendi því, þá var gleðin mikil. Því fanst himininn vera kominn niður á jörðina, og það fagnaði yfir náð hins miskunsama frelsara.KF 48.1

    * * * * *

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents