Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 11—Hvildardagshelgihald.

    JESÚS hélt hvíldardaginn heilagan og kendi einnig lærisveinum sinum að halda hann heilagan. Hann vissi, hvernig átti að halda hann heilagan, því hann hafdi sjálfur helgað hann.KF 57.1

    Biblían segir: »Minstu þess, að halda hvíldardaginn heilagan«. »En sjöundi dagurinn er hvildardagur, helgaður Drottni guði þínum«. wÞví á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, haflð og alt, sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn; fyrir því blessaði Drottinn hvildardaginn og helgaði hann«;. (2. Mós. 20, 8. 10. 11; 31, 16. 17).KF 57.2

    Kristur var í verki með föður sínum, þegar heimurinn var skapaður, og fyrir hann var hvíldardagurinn orðinn til. Biblían segir, að »allir hlutir séu gjörðir fyrir hann«. (Jóh. 1, 13).KF 57.3

    Þegar vér virðum fyrir oss sólina og stjörnurnar, trén og hin fögru blóm, þá eigum vér að minnast þess, að Kristur hefir skapað það alt. Og hann innsetti hvíldardaginn til þess að minna á almætti sitt og kærleika.KF 57.4

    Kennarar Gyðinganna höfðu fyrirskipað margvíslegar reglur, sem hvildardagurinn átti að haldast eftir, og þeir vildu láta alla hlýða þeim. Þeir gáfu því gætur að frelsaranum til þess að sjá hvað hann gjörði.KF 57.5

    Það bar við, einn hvíldardag, þegar Jesús gekk með lærisveinunum heim frá samkunduhúsinu, að þeir fóru yfir kornakur.KF 59.1

    Það var áliðið dagsins og lærisveinarnir voru orðnir hungraðir. Þeir týndu nokkur öx, néru þau milli handanna og átu kornið.KF 59.2

    Það var leyfilegt sérhverjuni, sem fór yfir akur eða sáðlönd, að taka svo mikið sem hann vildi eta; einungis á hvildardegi mátti það ekki. Óvinir Krists sáu hvað lærisveinarnir gjörðu, og þeir sögðu við frelsarann:KF 59.3

    »Sjá, lærisveinar þínir gjöra það, sem ekki er leyfi-legt að gjöra á hvíldardegi«. (Matt. 12, 2).KF 59.4

    En Jesús afsakaði lærisveina sína. Hann minti sakberendur sína á það, að þegar Davíð var hungraður fór hann inn í helgidóminn og át þar af skoðunarbrauðunum og gaf mönnum sínum með sér.KF 59.5

    Ef það var rétt af Davíð að eta skoðunarbrauðin, þegar hann var hungraður, var það þá ekki rétt af lærisveinunum, þegar þeir voru hungraðir, að tína kornöx á hinum heilögu stundum hvíldardagsins?KF 59.6

    Hvíldardagurinn er ekki orðinn til, til þess að vera mönnunum til byrðar og erfiðleika. Tilgangurinn var, að hann veitti þeim hvíld og frið, og yrði þeim þannig til gagns og ánægju. Því sagði Drottinn: »Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna, og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins«. (Mark. 2, 27).KF 59.7

    »En á öðrum hvildardegi bar svo til, að Jesús kom inn i samkunduna og kendi; og þar var inadur nokkur, og var hægri hönd hans visin.KF 59.8

    En fiæðimennirnir og Farísearnir höfðu gætur á honum, hvort hann mundi lækna á hvildardegi, til þess að þeir gætu fundið eitthvað til að kæra hann fyrir.KF 59.9

    En hann vissi hugsanir þeirra, og hann sagði við manninn, sem hafði visnu höndina: »Ris upp, og kom hér fram«. Og hann reis upp og kom.KF 59.10

    Jesús sagði við þá; »Eg spyr yður, hvort er leyfilegt á hvíldardegi að gjöra gott eða gjöra ilt, bjarga lífi eða fyrirfara því?«KF 60.1

    Og er hann hafði litið í kring á þá alla, sagði hann við manninn: »Rétt þú fram hönd þína«. Hann gjörði svo og hönd hans varð aftur heil.KF 60.2

    En þeir fyltust æði. og töluðu hver við annan um hvað þeir gætu gjört við Jesúm«. (Lúk. 6, 6—11).KF 60.3

    Frelsarinn vildi sýna þeim fram á, hvað þeir væru ósanngjarnir, og hann sagði við þá: »Hver mundi sá maður vera meðal yðar, er á eina sauðkind, og ekki tekur í hana og dregur hana upp, hafi hún á hvíldardegi fallið í gryfju?«KF 60.4

    En þeir gátu ekki svarað þessu, og hann sagði við þá: »Hve miklu er nú maðurinn meira verður en sauðkind. Fyrir því er leyfilegt að vinna góðverk á hvíldardegi«. (Matt. 12, 11. 12). Það er leyfilegt; það er að segja, það er samkvæmt lögmálinu.KF 60.5

    Kristur álasaði aldrei Gyðingunum fyrir það, að halda lögmál guðs, eða heiðra hvíldardaginn. Miklu fremur réttlætti hann ætíð lögmálið í allri fyllingu þess.KF 60.6

    Esajas spáði um Krist: »Fyrir sakir réttlætis síns hefir Drottni þóknast að gjöra kenninguna háleita og vegsamlega«. (Es. 42, 21).KF 60.7

    Kristur vildi gjöra lögmálskenninguna stóra og veglega, og hann gjörði það, með því að sýna fram á, hve undursamlega víðtæk hún væri. Hann sýndi oss, að ekki einungis verkin, sem mennirnir sjá, eiga að vera samkvæmt lögmálinu, heldur lika hugsanirnar, sem guð einn sér.KF 60.8

    Jesús sagði við þá, sem fullyrtu, að hann væri kominn til þess að afnema lögmálið: »Ætíið þið ekki, að eg sé kominn til þess að niðurbrjóta lögmálið eða spámennina, eg er ekki kominn til þess að niðurbrjóta, heldur til þess að uppfylla«. (Matt. 5, 17).KF 60.9

    Að uppfylla lögmálid, er sama sem ad halda það. (Jak. 2, 8).KF 60.10

    Þvi sagði Kristur, þegar hann kom til að skírast af Jóhannesi skírara: Þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlaeti«. (Matl.«3, 15).KF 60.11

    Lögmál guðs getur aldrei breyst; því Kristur sagði: »þangað til himinn og jörð liða undir lok, mun ekki einn bókstafur eða eitt stafstrik lögmálsins undir lok líða uns það alt er komið fram«. (Matt. 5, 18).KF 61.1

    Þegar Jesús spurði: »Hvort er leyfilegt á hvildardegi, að gjöra gott eða ilt, að bjarga lífi eða fyrirfara því?« þá sýndi hann, að hann þekti hin óguðlegu hjörtu Faríseanna, sem ákærðu hann.KF 61.2

    Meðan Jesús reyndi að bjarga lífi, með því að lækna hina sjúku, reyndu þeir að fyrirfara lífi, með því að ráða hann af dögum. Hvort var betra að sitja um annara líf á hvildardegi eins og þeir gjörðu, eða lækna sjúka og hjálpa nauðstöddum, eins og Jesús gjörði?KF 61.3

    Hvort var betra, að hafa morð í huga á hinum heilaga hvildardegi guðs, eða að bera í hjarta kærleika til allra manna — kærleika, sem lýsir sér i miskunnarverkum og vingjarnlegri framkomu?KF 61.4

    Oft báru Gyðingar Jesús það á brýn, að hann vanhelgaði hvildardaginn. Oft reyndu þeir til að lifláta hann af þvi hann hélt hann ekki eftir þeirra fyrirskipunum. En hann skifti sér ekkert af þvi. Hann hélt hvildardaginn eftir þvi, sem guð vildi að hann væri haldinn.KF 61.5

    í Jerúsalem var stór laug, sem hét Betesda. Á vissum timum hrærðist vatnið; fólkið hafði þá trú, að engill drottins færi niður i það og hrærði það upp, og að hver, sem fyrstur færi niður i það, þegar það var þannig, mundi læknast af kvaða sjúkdómi sem hann hefði.KF 61.6

    Fjöldi folks kom til laugarinnar í þeirri von að fá bót meina sinna; en vonir flestra brugðust. Þegar vatnið hrærðist, var mannþrönginn svo mikil, að margir komust ekki einu sinni nálægt laugarbarminum.KF 61.7

    Einn hvildardag kom Jesús til Betesda. Hjarta hans fyltist meðaumkvun, þegar hann virti fyrir sér hina þjáðu vesalinga, sem þar voru.KF 61.8

    Þar var maður nokkur, sem leit aumlegar út en allir aðrir. í þrjátíu og átta ár hafði hann verið ósjálfbjarga aumingi, enginn læknir gat læknað hann. Oft hafði hann verið fluttur til Betesda; en þegar vatnið hrærðist, fór ætíð annar ofan í á undan honum.KF 61.9

    Pennan hvíldardag, hafði hann enn einu sinni reynt að komast niður í laugina, en það varð árangurslaust. Jesús kom auga á hann, þá er hann skreið aftur að sæng þeirri, sem hann var borinn í. Kraftar hans voru að þrotum komnir. Fengi hann ekki skjóta hjálp, hlaut hann að deyja. Meðan hann lá þarna, rendi hann við og við auga til laugarinnar; varð hann þá var við að meðaumkunarfult andlit laut niður að honum, og bann heyrði röddu, er sagði: »Viltu verða heill?«KF 63.1

    Maðurinn svaraði hryggur: »Herra, eg heíi engan mann til þess að láta mig í laugina, þegar vatnið hrærist; en meðan eg er á leiðinni, fer annar ofan í á undan mér«.KF 63.2

    Hann vissi ekki, að sá, sem stóð við hlið hans, gat læknað, ekki einungis einn, heldur alia, sem vildu til hans koma. Kristur sagði við hann: »Rís upp, tak sæng þína og gakk!«KF 63.3

    Maðurinn hlýddi óðara, og nýr kraftur færðist um hann. Hann stökk á fætur, og varð þess þá vis, að hann gat slaðið og gengið.KF 63.4

    Hvílíkur fögnuður! Hann tók sæng sína, og flýtti sér af stað og lofaði guð. Þá mætti hann nokkrum Faríseum og sagði þeim frá þessari undraverðu lækningu. Þeir glöddust ekki yfir þvi, en ávituðu hann fyrir það að bera sængina á hvildardegi. En hann svaraði þeim: »Sá sem gjörði mig heilan, hann sagði mér: Tak þú sæng þína og gakk!« (Jóh. 5, 1—11).KF 63.5

    Þá afsökuðu þeir hann, en skeltu skuldinni á þann,. sem hafði sagt honum að bera sængina á hvildardegi.KF 63.6

    I Jerusalem, þar sem frelsarinn var nú, bjuggu margir af hinuin lærðu fræðimönnum. Þar fékk fólkið fræðslu i hinu ranga hvildardagshelgihaldi, það kom i hópum til að tilbiðja í musterinu, og þannig útbreiddist kenning læri- feðranna og varð kunn um alt. Kristur vildi leiðrétta þessar villur, og þess vegna læknaði hann manninn á hvildardegi og bauð honum að bera sæng sína. Hann vissi, að þetta mundi vekja eftirtekt fræðimannanna, og þannig gefa honum tækifæri til að fræða þá. Það varð einnig. Farísearnir kölluðu Jesúm fyrir Gyðingaráðið, svo að hann gæti svarað ákærum þeirra um hvildardagsbrot hans.KF 63.7

    Frelsarinn vitnaði, að breytni hans væri samkvæmt hvíldardagsboðorðinu, samkvæmt guðsvilja og verkum. »Faðir minn starfar alt til þessa, eg starfa einnig«. (Jóh. 5, 17).KF 64.1

    Guð starfar stöðugt að því, að viðhalda öllum lifandi skepnum. Skyldi starf hans eiga að hætta á hvíldardeginum? Skyldi hann eiga að banna sólunni að fram- kvæma ætlunarverk sitt þá, banna henni að senda geisla sína yflr jörðina, til að veita henni líf, Ijós og yl?KF 64.2

    Skyldi Iækurinn eiga að stöðvast og hætta að vökva engin, og bylgjur hafsins hætta að framkalla flóð og fjöru?KF 65.1

    Skyldi hveiti og maís eiga að hætta að vaxa, og tré og runnar hætta að springa út og bera blóm á hvildardegi?KF 65.2

    þá mundum vér missa af frjósemi jarðarinnar, og því, sem guð hefir veitt oss til viðurhalds lífínu. Starfsemi náttúrunnar verður að halda áfram hindrunarlaust, annars hljótum vér að deyja. Mennirnir hafa einnig starf, sem verður að gjörast á hvildardegi. Vér verðum að sjá fyrir nauðsynjum lífsins, hinir sjúku þurfa umönnun, hinir nauðstöddu hjálp. Guð vill ekki að neitt af því, sem hann hefir skapað, líði hinn minsta sársauka eða þjáningu, sem hægt er að lina á hvildardögunum eða nokkrum öðrum dögum. Starfsemin á himnum stöðvast ekki, og vér ættum aldrei að hætta að gjöra gott. Lögmálið bannar oss að vinna í vorar eigin þarfir á hvildardegi drottins. Vér eigum að leggja niður erfiðið fyrir hinu daglega brauði; ekkert erfiði fyrir veraldlegar skemtanir eða fyrir ávinningssakir er leyfilegt á þeim degi. En vér eigum ekki að eyða hvildardeginum i ónytsömu aðgjörðarleysi. Eins og guð hætti sköpunarverki sinu og hvíldist á hvildardeginum, þannig eigum vér einnig að hvilast.KF 65.3

    * * * * *

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents