Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 21—Hamingjusamur og árangursríkur félagsskapur

    Guð hefur ætlazt til að fullkominn kærleikur og samræmi ríkti milli þeirra, sem ganga til hjúskapar. Brúðurin og brúðguminn ættu að viðstöddum himneskum verum að lofa að elska hvort annað eins og Guð hefur ætlazt til að þau gerðu. Eiginkonan á að virða eiginmann sinn og sýna honum lotningu og eiginmaðurinn á að elska konuna sína og ala önn fyrir henni.BS 144.1

    Karlar og konur ættu við upphaf hjúskaparins að endurhelga sig Guði. Fá hjón eru fullkomlega sameinuð, þegar giftingarathöfnin er framkvæmd, þó að viturlega og með aðgæzlu hafi verið til hjúskaparins stofnað. Hin raunverulega sameining þeirra tveggja í hjónabandi fer fram á árunum á eftir.BS 144.2

    Þegar lífið með erfiðleikum þess og áhyggjum, mætir hinum nýgiftu hjónum, hverfur rómantíkin, sem ímyndunaraflið svo oft hjúpar giftinguna. Eiginmaður og eiginkona kynnast skapgerð hvors annars betur en hægt var að kynnast henni í fyrra félagsskap þeirra. Þetta er mjög örlagaríkt skeið í reynslu þeirra. Hamingja og nytsemi lífs þeirra í ókominni framtíð er háð því að taka rétta stefnu nú. Oft greina þau hvort hjá öðru óvænta veikleika og galla. En hjörtun, sem kærleikurinn hefur tengt saman, munu einnig greina áður óþekkta kosti. Allir ættu að leitast við að sjá kostina fremur en gallana. Oft er það okkar eigin afstaða, andrúmsloftið, sem lykur um okkur sjálf, sem ákvarðar, hvað opinberast okkur í öðrum.BS 144.3

    Það eru margir, sem skoða tjáningu kærleikans sem veikleika og þeir sýna fálæti, sem snýr öðrum frá. Þetta hugarfar stöðvar straumrás samúðarinnar. Þegar haldið er aftur af hinum félagslegu og örlátu hvötum, visna þær, og hjartað verður eyðilegt og kalt. Við ættum að vara okkur á þessum villum. Kærleikurinn getur ekki lengi verið til án tjáningar. Látið ekki hjarta þess, sem er tengdur ykkur, hungra vegna skorts á vingjarnleika og samúð.BS 144.4

    Hvort um sig ætti að veita kærleika fremur en að krefjast hans. Ræktið það, sem er göfgast í ykkur sjálfum og verið skjót til þess að greina góða eiginleika í hvort öðru. Vitundin um það að vera metin er undursamleg örvun og fullnæging. Samúð og virðing örva löngunina til að skara fram úr og kærleikurinn sjálfur eykst, er hann örvar til æðri markmiða.

    BS 144.5

    Líf tveggja samlagast

    Þó að erfiðleikar, vandkvæði og vonbrigði kunni að koma, ætti hvorki eiginmaðurinn né eiginkonan að ala með sér þá hugsun, að samband þeirra sé mistök eða vonbrigði. Ákveðið að vera hvort öðru allt það sem mögulegt er að vera. Haldið áfram að sýna hin fyrstu kærleikshót. Hvetjið hvort annað á allan hátt til þess að berjast baráttu lífsins. Leitist við að stuðla að hamingju hvors annars. Gagnkvæmur kærleikur, gagnkvæmt umburðarlyndi á að ríkja. Þá verður hjúskapurinn, ef svo mætti segja, upphaf kærleikans í stað þess að vera endir hans. Hlýja hinnar sönnu vináttu og kærleikurinn, sem knýtir hjarta við hjarta, er forsmekkur þess fagnaðar, sem á himnum er að finna.BS 145.1

    Allir ættu að rækta með sér þolinmæði með því að iðka þolinmæði. Með því að vera vingjarnlegur og umburðarlyndur er hægt að varðveita sannan kærleika hlýjan í hjartanu. Og þeir eiginleikar munu þá þroskast, sem himinninn getur lagt blessun sína yfir.BS 145.2

    Satan er ávallt reiðubúinn til þess að færa sér í nyt ef einhver ágreiningur rís upp og með því að verka á hin óþægilegu, arfgengu skapgerðareinkenni í eiginmanni eða eiginkonu, mun hann reyna að koma til vegar aðskilnaði milli þeirra, sem hafa sameinað áhugamál sín í heilögum sáttmála fyrir Guði. Í hjúskaparheitinu hafa þau lofað að vera sem eitt: konan heitið að elska og hlýða eiginmanninum og eiginmaðurinn lofað að elska og ala önn fyrir konu sinni. Sé lögmáli Guðs hlýtt, verður deiluófreskjunni haldið utan fjölskyldunnar og enginn aðskilnaður áhugamálanna mun eiga sér stað, ekki leyft að ástúðin hvor til annars kulni.BS 145.3

    Þetta er þýðingarmikið skeið í sögu þeirra, sem hafa staðið frammi fyrir þér til að sameina áhugamál sín, samúð sína, kærleika og starf því verki að bjarga sálum. Í hjúskaparsambandinu er mjög þýðingarmikið skref tekið — líf tveggja rennur í eitt. Það er í samræmi við vilja Guðs, að maður og kona séu tengd saman í verki hans til að bera það áfram í einingu og heilagleika. Þau geta gert þetta.BS 145.4

    Blessun Guðs í því heimili þar sem þetta samband á að vera til staðar, er sem sólskin himinsins, sökum þess að Drottinn hefur ætlazt til, að eiginmaður og eiginkona séu tengd saman í heilögum böndum samfélags undir Jesú Kristi, undir hans stjórn og með Anda hans til leiðsagnar.BS 145.5

    Guð vill, að heimilið sé hamingjusamasti staður á jörðunni, tákn um heimilið á himninum. Þegar eiginmaður og eiginkona axla ábyrgð hjúskaparins á heimilinu, tengja áhugamál sín vð Krist og hallast á armlegg hans og traust, geta þau átt hlut í þeirri hamingju í þessu samfélagi, sem englar himinsins mæla með. 1AH, bls. 101-107:

    BS 145.6

    Þegar ágreiningsmál koma

    Þegar eiginmaður og eiginkona hafa látið undir höfuð leggjast að beygja hjarta sitt fyrir Guði, er það erfitt að jafna ágreiningsmál í fjölskyldunni, jafnvel þó að þau reyni að gera heiðarlegan og réttlátan samning varðandi hinar ýmsu skyldur sínar. Hvernig getur eiginmaðurinn og eiginkonan verið skipt í áhuga sínum til heimilisins og samt haldið uppi kærleiksríku og föstu sambandi hvort við annað? Þau ættu að hafa sameinaðan áhuga á öllu því, sem snertir heimilishaldið og eiginkonan, sé hún kristin, mun hafa áhuga ásamt eiginmanni sínum sem félaga sínum, því að eiginmaðurinn á að standa sem höfuð heimilisins.BS 146.1

    Hugarfar þitt er rangt. Þegar þú tekur afstöðu, vegur þú ekki málið vel og ígrundar ekki afleiðingar þess að halda fast við skoðanir þínar og þess að flétta þær inn í bænir þínar og samræður án samráðs við eiginkonuna, þegar þú veizt, að hún hefur ekki sömu skoðanir og þú. Í stað þess að virða tilfinningar eiginkonu þinnar og forðast á vingjarnlegan hátt eins og kurteisir menn gera, þau efni, sem ágreiningur ríkir um ykkar á milli, hefur þú lagt þig fram um að dvelja við óþægileg atriði og hefur haldið áfram að tjá skoðanir þínar án tillits til annarra umhverfis þig. Þér hefur fundizt, að aðrir hafi engan rétt til að sjá málið á annan hátt en þú. Þessir ávextir vaxa ekki á tré hins kristna.BS 146.2

    Bróðir minn, systir mín, opnið dyr hjarta ykkar til að taka á móti Jesú. Bjóðið honum inn í musteri sálarinnar. Hjálpið hvort öðru til að sigra hindranirnar, sem koma inn í hjónaband allra. Þið eigið grimmilega baráttu framundan við að sigra óvin ykkar, djöfulinn, og ef þið búizt við, að Guð hjálpi ykkur í þessari baráttu, verðið þið bæði að standa saman í því að ákveða að sigra, að innsigla varir ykkar svo að þið talið ekki neitt ranglætisorð, jafnvel þó að þið þurfið að falla á knén og hrópa hátt: „Drottinn, ávíta þú óvin sálar minnar.”BS 146.3

    Ef vilji Guðs nær fram að ganga, mun eiginmaður og eiginkona virða hvort annað og rækta kærleika og traust. Hverju, sem gæti varpað skugga á frið og sameiningu fjölskyldunnar, ætti að ýta til hliðar með festu og hlúa skyldi að vingjarnleika og kærleika. Sá, sem sýnir anda blíðu, umburðarlyndis og kærleika, mun finna að sama hugarfarið mun snúa að honum. Þar sem Andi Guðs ríkir, verður ekkert tal um að vera óhæf í hjónabandinu. Ef Kristur, von dýrðarinnar, hefur í sannleika mótazt hið innra, verður sameining og kærleikur á heimilinu. Kristur, sem dvelur í hjarta eiginkonunnar, mun vera í samhljóðan við Krist, sem dvelur í hjarta eiginmannsins. Þau munu keppa áfram saman eftir híbýlunum, sem Kristur hefur farið til að búa handa þeim, sem elska hann.BS 146.4

    Þeir, sem skoða hjúskapinn sem eina af heilögum tilskipunum Guðs, sem studd er af heilögum boðum hans, munu stjórnast af heilbrigðri skynsemi.BS 147.1

    Í hjúskapnum koma karlar og konur stundum fram eins og óöguð og óþekk börn. Eiginmaðurinn vill fara sínu fram og eiginkonan vill fara sínu fram og hvorugt er fúst til að láta undan síga. Slíkt ástand mála getur aðeins leitt til mikillar óhamingju. Bæði eiginmaður og eiginkona ættu að vera fús til að láta af sínu áliti. Það er enginn möguleiki til hamingju, þegar þau bæði halda áfram að gera það, sem þeim þóknast. 2AH, bls. 118-121:BS 147.2

    Án sameiginlegs umburðarlyndis og kærleika getur ekkert jarðneskt vald haldið þér og eiginmanni þínum í bandi kristilegrar sameiningar. Félagsskapur ykkar í hjúskapnum ætti að vera náinn og blíður, heilagur og göfugur og anda andlegum krafti inn í líf ykkar, svo að þið getið verið allt það fyrir hvort annað, sem Guðs orð ætlast til. Þegar þið náið því stigi, sem Drottinn vill að þið náið, munuð þið finna himininn hér hið neðra og Guð í lífi ykkar.BS 147.3

    Minnist þess, kæri bróðir minn og systir, að Guð er kærleikur og fyrir náð hans getur ykkur tekizt að gera hvort annað hamingjusamt eins og þið lofuðuð að gera.3AH, bls. 112:BS 147.4

    Fyrir náð Krists getur þú öðlazt sigur yfir sjálfum þér og eigingirninni. Ef þú lifir lífi hans og sýnir sjálfsfórn við hvert fótmál og sýnir þeim æ stöðugri samúð, er þarfnast hjálpar, munt þú öðlast hvern sigurinn á fætur öðrum. Með hverjum deginum muntu læra betur að stjórna sjálfum þér og hvernig styrkja á hina veiku þætti í lunderni þínu. Drottinn Jesús mun vera þér ljós, styrkur og fögnuður, sökum þess að þú beygðir vilja þinn undir hans vilja.47T, bls.49.BS 147.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents