Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 23—Móðirin og barnið hennar

  Í stað þess að sökkva sér niður í heimilisstritið eitt, ætti eiginkonan og móðirin að taka sér tíma til að lesa, að fræðast, að vera félagi eiginmanns síns og að vera í snertingu við hug barna sinna, sem ört þroskast. Hún ætti á viturlegan hátt að nota þau tækifæri, sem hún hefur til að hafa áhrif á ástvini sína til hins æðra lífs. Hún ætti að taka tíma til þess að gera hinn ástkæra frelsara að daglegum félaga sínum og nánum vini. Hún ætti að taka tíma til að rannsaka orð hans, taka tíma til að fara með börnum sínum út á akrana og læra um Guð í fegurð verk hans.BS 153.1

  Hún ætti að vera glaðvær og léttlynd. Í stað þess að nota hvert augnablik í endalausan saumaskap, ætti hún að gera kvöldið að ánægjulegri félagsstund, endurfundum fjölskyldunnar eftir skyldur dagsins. Margur maðurinn myndi þannig leiðast til þess að velja félagsskap heimilisfólksins fremur en vina á bjórstofunni. Mörgum dreng yrði þá haldið frá götunni. Margri stúlku yrði bjargað frá léttúðugum, villandi félagsskap. Áhrif heimilisins yrðu þá bæði foreldrum og börnum það sem Guð ætlaðist til að þau yrðu, ævilöng blessun.BS 153.2

  Spurningin kemur oft fram: „Á eiginkonan engan eigin vilja að hafa?” Biblían segir skýrt, að eiginmaðurinn sé höfuð fjölskyldunnar. „Þér konur, verið undirgefnar mönnum yðar.” Ef þetta boð endaði hér, gætum við sagt, að staða konunnar væri ekki öfundsverð. En við skulum lesa niðurlagsorðið í sama boðinu, sem er: „Eins og sómir þeim, er Drottni heyra til.”BS 153.3

  Við verðum að hafa Anda Guðs, því annars getum við aldrei haft samræmi á heimilinu. Ef eiginkonan hefur Anda Krists mun hún vera aðgætin í orðum, hún mun hafa stjórn á hugarfari sínu, hún mun vera undirgefin en samt ekki finnast hún vera ambátt, heldur félagi eiginmanns síns. Ef eiginmaðurinn er þjónn Guðs, mun hann ekki drottna yfir eiginkonu sinni. Hann mun ekki vera einráður og fyrirskipandi. Það er ekki hægt að leggja of mikið á sig til þess að hlúa að kærleika á heimilinu, því heimilið er fyrirmynd himinsins, ef Andi Drottins dvelur þar. Ef annar aðilinn gerir rangt, mun hinn sýna umburðarlyndi Krists og ekki draga sig kuldalega í burtu.1AH, bls. 110-118:

  BS 153.4

  Að vera foreldri

  Sérhver kona, sem er um það bil að verða móðir, ætti stöðugt að leitast við að vera hamingjusöm, glöð og ánægð, hverjar svo sem kringumstæður hennar kunna að vera, vitandi það, að fyrir alla viðleitni hennar í þessa átt mun henni verða endurgoldið tífalt í líkamlegum jafnt sem siðferðislegum einkennum afkvæmisins. En þetta er ekki allt. Hún getur vanið sig á að vera ávallt glöð í huga og stuðlað þannig að hamingjusömu hugarástandi og endurvarpað sinni eigin hamingju á fjölskyldu sína og þá, sem hún hefur samskipti við. Og þetta mun að miklu leyti hafa bætandi áhrif á líkamsheilsu hennar. Blóðrásinni mun veitast nýr kraftur, svo að blóðið mun ekki berast treglega, eins og þegar hún er örvæntingarfull og döpur. Andleg og siðferðileg heilsa hennar styrkist fyrir glaðværð hugans. Viljastyrkurinn getur staðið í gegn myndum hugans og mun reynast sterkt afl til að sefa taugarnar. Börn, sem rænd eru því lífsþreki, sem þau ættu að hafa erft af foreldrum sínum, ættu að hafa hina beztu umönnun. Með því að fylgja nákvæmlega lögmálum heilsunnar er hægt að koma á miklu betra ástandi hluta.BS 153.5

  Tilvonandi móðir ætti að varðveita sál sína í kærleika Guðs. Hún ætti að hafa frið í huga sínum. Hún ætti að hvíla í kærleika Jesú og sýna orð Guðs í verki. Hún ætti að minnast þess, að móðirin er samstarfsmaður Guðs.BS 154.1

  Eiginmaðurinn og eiginkonan eiga að vinna saman. Hvílíkan heim gætum við haft, ef allar mæður myndu helga sig við altari Guðs og helga Guði afkvæmi sitt bæði ‘fyrir og eftir fæðingu þess!BS 154.2

  Margir foreldrar eru þeirrar skoðunar að áhrif fyrir fæðingu hafi lítið að segja, en þannig lítur himinninn ekki á málið. Boðskapurinn, sem sendur var af engli Guðs og tvisvar fluttur á hinn alvarlegasta hátt, sýnir að hann sé þess virði, að við hugsum vandlega um hann.BS 154.3

  Með orðum þeim, sem Guð talaði til hebresku móðurinnar [eiginkonu Manóa], talar hann til allra mæðra á öllum öldum. „Hún skal gæta alls þess,” sagði engillinn, „er ég hefi boðið henni.” Venjur móðurinnar hafa áhrif á velferð barnsins. Matarlyst hennar og ástríður verða að stjórnast af meginreglu. Það er sumt, sem hún verður að forðast, sumt sem hún verður að vinna gegn, ef hún ætlar sér að uppfylla tilgang Guðs með því að gefa henni barnið hennar.BS 154.4

  Heimurinn er fullur af snörum fyrir fætur hinna ungu. Fjöldinn allur er hrifinn af lífi eigingjarnra og holdslegra skemmtana. Þeir geta ekki greint hinar huldu hættur eða hin hræðilegu endalok þess stígs, sem þeim virðist vera vegur hamingjunnar. Fyrir eftirlátssemi við matarlyst og ástríður er kröftum þeirra sóað og milljónir manna bíða skipbrot fyrir þennan heim og fyrir komandi heim. Foreldrar ættu að minnast þess að börnin þeirra verða að horfast í augu við þessar freistingar. Jafnvel fyrir fæðingu barnsins ætti undirbúningurinn að byrja, sem gerir því kleift að berjast með árangri baráttunni gegn hinu illa.BS 154.5

  Ef móðirin er eftirlátssöm við sjálfa sig fyrir fæðingu barns síns, ef hún er eigingjörn, óþolinmóð og fyrirskipandi munu þessi einkenni endurspeglast í lunderni barnsins hennar. Þannig hafa mörg börn fengið í vöggugjöf næstum því ósigranlegar hneigðir til ills.BS 155.1

  En ef móðirin fylgir ófrávíkjanlega öllum meginreglum, ef hún er bindindissöm og afneitar sjálfri sér, ef hún er vingjarnleg, blíð og óeigingjörn, getur hún gefið barni sínu þessi sömu dýrmætu skapgerðareinkenni.BS 155.2

  Smábörn eru spegill fyrir móðurina, sem hún getur séð í endurspeglun á eigin venjum og hegðun. En hvað hún ætti þá að vera aðgætin í tali sínu og hegðun í návist þessara litlu nemenda! Öll þau skapgerðareinkenni, sem hún óskar að sjá þróast með þeim, verður hún að rækta með sjálfri sér.

  BS 155.3

  Þegar létta ætti skyldur móðurinnar

  Það er almenn villa að gera engan mismun í lífi konu fyrir fæðingu barns hennar. Á þessu þýðingarmikla skeiði ætti að létta störf móðurinnar. Miklar breytingar eiga sér stað í líkamskerfi hennar. Mikils blóðmagns er þörf og þess vegna aukins magns af efnaríkustu fæðu til að breyta í blóð. Hún getur ekki haldið líkamsstyrk sínum nema hún borði nægilegt magn af næringarríkri fæðu, annars er afkvæmi hennar rænt lífsþreki.BS 155.4

  Það þarf líka að gæta að fatnaði hennar. Það þarf að gæta þess að vernda líkmann frá kulda. Hún ætti ekki að kalla lífskraftinn að nauðsynjalausu upp á yfirborðið til að vega á móti vöntun á nægilegum klæðnaði. Ef móðurina skortir nægilegt magn af heilnæmri, næringarríkri fæðu, mun vanta á magn og gæði blóðsins hjá henni. Blóðrás hennar verður bágborin og skorta mun á hjá barni hennar í sama efni. Afkvæmið mun skorta getu til að nýta fæðu, sem það geti breytt í gott blóð til þess að næra líkamskerfið. Farsæld móður og barns er svo mjög háð góðum og hlýjum fatnaði og nægu magni af nærandi fæðu.

  BS 155.5

  Afstaða móður, sem er með bam á brjósti

  Bezta fæðan fyrir smábarnið er sú, sem náttúran býður. Það ætti ekki að verða af henni að nauðsynjalausu. Það er kuldalegt af móður að leitast við að losa sig fyrir sakir þæginda eða félagsskapar frá því viðkvæma starfi að hafa barnið sitt á brjósti.BS 155.6

  Það skeið, sem smábarnið fær næringu sína frá móðurinni, er örlagaríkt. Margar mæður með barn á brjósti hafa orðið að vinna of mikið og hita blóðið við matreiðslu. Barnið hefur orðið fyrir alvarlegum áhrifum af þessu, ekki aðeins af sýktri næringu úr brjósti móðurinnar, heldur hefur blóðstraumi þess verið spillt af óheilsusamlegri fæðu móðurinnar, sem hefur sýkt allt líkamskerfi hennar, og þar með haft áhrif á fæðu smábarnsins. Smábarnið mun einnig verða fyrir áhrifum af hugarástandi móðurinnar. Ef hún er óhamingjusöm, æst, fyrtin og gefur ástríðuþunga sínum útrás, mun það hleypa hita í næringuna, sem barnið fær frá móðurinni og valda iðrakveisu, krampa og í sumum tilfellum orsaka kippi og köst.BS 156.1

  Lunderni barnsins verður einnig að meira eða minna leyti fyrir áhrifum af eðli þeirrar næringar, sem það fær frá móðurinni. Það er því mjög þýðingarmikið, að móðirin sé hamingjusöm og hafi fullkomna stjórn á eigin huga,meðan hún hefur barn sitt á brjósti. Með því að koma þannig fram verður fæða barnsins ekki fyrir skaða, og sú rósemi og sjálfstjórn, sem móðirin sýnir, þegar hún meðhöndlar barn sitt, hefur mikið að segja við að móta huga barnsins. Ef það er taugaóstyrkt og auðvelt að æsa það upp, mun það hafa sefandi og leiðréttandi áhrif, ef móðirin er aðgætin og róleg, og heilsa smábarnsins getur mikið batnað við það.

  BS 156.2

  Reglusemi í blíðri og ástríkri umhyggju

  Börnin eru falin foreldrum sínum sem heilög trúnaðargjöf, sem Guð mun krefjast einhvern tíma af þeirra hendi. Við ættum að leggja meiri tíma, umhyggju og bæn í uppeldi þeirra. Þau þurfa meira af réttri tegund af fræðslu.BS 156.3

  Í mörgum tilvikum má rekja sjúkdóm barna til rangrar stjórnunar. Óreglulegar máltíðir, ónógur klæðnaður á köldum kvöldum, skortur á öflugri hreyfingu til þess að halda við góðri hringrás blóðsins eða vöntun á nægu lofti til þess að hreinsa það, getur valdið vandræðunum. Foreldrarnir ættu að kanna málið til þess að finna orsakir sjúkdómsins og síðan að bæta úr aðstæðunum eins fljótt og unnt er.BS 156.4

  Allt frá vöggunni eru börn yfirleitt alin þannig upp að láta eftir matarlystinni og þeim er kennt, að þau lifi til þess að borða. Móðirin hefur mikið af því að segja að mynda lyndiseinkunn barna sinna í bernsku. Hún getur kennt þeim að stjórna matarlystinni eða að láta eftir matarlystinni og verða mathákar. Móðirin leggur oft áform sín um að framkvæma ákveðna hluti yfir daginn og þegar börnin ónáða hana, er þeim gefið eitthvað til að borða til þess að halda þeim rólegum. Það læknar málið um stuttan tíma, en gerir að lokum hlutina verri. Hún ætti fremur að taka tíma til að hugga þau í smávægilegum sorgum þeirra og snúa huga þeirra á réttar brautir. Magi barnanna hefur verið fylltur af mat, þegar þau sízt hafa þörf fyrir hann. Allt, sem þurfti, var svolítið af tíma og athygli móðurinnar. En hún áleit tíma sinn alltof dýrmætan til þess að helga hann börnum sínum. Í hennar augum er ef til vill þýðingarmeira að hagræða hlutunum í húsinu á smekklegan hátt til að hljóta lof gesta eða að elda matinn samkvæmt tízku en að hugsa um hamingju og heilsu barna sinna.BS 156.5

  Þegar fatnaður smábarnsins er búinn til, ætti fremur að hugsa um þægindi, vellíðan og heilsu en tízku og löngun til að öðlast aðdáun. Móðirin ætti ekki að eyða tíma sínum í útsaum og skrautverk til þess að gera litlu fötin falleg og leggja með því á sig ónauðsynlegt starf á kostnað eigin heilsu og heilsu barns síns. Hún ætti ekki að beygja sig yfir saumaskap, sem ofreynir augu hennar og taugar á þeim tíma, sem hún þarfnast mjög hvíldar og ánægjulegrar hreyfingar. Hún ætti að gera sér grein fyrir skyldu sinni að hlúa að styrk sínum, svo hún geti uppfyllt þær kröfur, sem lagðar verða á hana.2AH, bls. 255-267:

  BS 157.1

  Þörfin á sjálfstjórn við ögun barnsins

  Í uppeldi barnsins eru skeið, þegar fastur og fullþroskaður vilji móðurinnar mætir óskynsömum og óöguðum vilja barnsins. Á slíkum stundum er þörf á mikilli vizku hjá móðurinni. Með óviturlegri stjórnun og strangri þvingun er hægt að valda barninu miklum skaða.BS 157.2

  Hvenær sem það er mögulegt ætti að forðast slíkar hættustundir, því að þær hafa í för með sér alvarlega baráttu fyrir bæði móður og barn. En komi til slíkra hættustunda verður að leiða barnið til þess að láta undan og beygja vilja sinn undir vitrari vilja foreldranna.BS 157.3

  Móðirin ætti að hafa fulla stjórn á sjálfri sér og gera ekkert, sem gæti vakið þrjózkuanda hjá barninu. Hún á ekki að gefa neinar háværar fyrirskipanir. Hún mun græða mikið á því að tala með lágum og blíðum tón. Hún á að koma þannig fram við barnið, að það dragist til Jesú. Hún á að gera sér grein fyrir því, að Guð er hennar hjálp og kærleikurinn kraftur hennar.BS 157.4

  Ef hún er vitur kristin kona þá freistar hún ekki þess að neyða barnið til þess að beygja sig. Hún biður einlæglega, að óvinurinn öðlist ekki sigurinn. Og þegar hún biður þá er hún sér meðvitandi um, að andlegt líf er að endurnýjast. Hún sér, að sami krafturinn, sem verkar í henni, verkar einnig í barninu hennar. Hún verður blíðari og undirgefnari. Orustan er unnin. Þolinmæði hennar, vingjarnleiki og viturlegt aðhald hafa haft sitt að segja. Það er kom- inn friður eftir storminn eins og sólskin eftir regn. Og englarnir, sem hafa verið að horfa á það, sem gerðist, hefja fagnaðarsöng.BS 157.5

  Þessar hættustundir koma einnig fyrir í lífi eiginmanns og eiginkonu, sem sýna stundum óskynsamlega og fljótfærna afstöðu eins og svo oft kemur fram hjá börnunum, nema að þau stjórnist af Anda Guðs. Barátta vilja eins við annan verður eins og þegar tinna slær tinnu.37T bls 4748.BS 158.1

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents