Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 24—Hinn kristni faðir og móðir

    Ef þið með trúmennsku sinnið skyldustörfum ykkar á heimilinu, faðirinn sem prestur heimilisins, móðirin sem heimakristniboðinn, margfaldið þið leiðirnar til að gera gott utan heimilisins. Þegar þið bætið ykkar eigin hæfileika verðið þið betur hæf til að starfa í söfnuðinum og í umhverfinu. Með því að tengja börnin ykkar sjálfum ykkur og Guði, verða feður og mæður og börn samstarfsmenn Guðs.17T, b ls. 67:

    BS 159.1

    Helgi móðurhlutverksins

    Konan ætti að fylla þá stöðu sem Guð ætlaði henni upphaflega, sem jafningi eiginmannsins. Heimurinn þarfnast mæðra, sem eru ekki aðeins mæður að nafninu til heldur í fullum skilningi orðsins. Við getum með öryggi sagt, að hinar sérstæðu skyldur konunnar eru helgari en karlmannsins. Konan ætti að skynja helgi starfsins og í styrk og ótta Guðs ætti hún að taka upp lífsstarf sitt. Hún ætti að ala börnin sín upp til að vera nytsöm í þessum heimi og til þess að eignast heimili í hinum betra heimi.BS 159.2

    Eiginkonan og móðirin ætti ekki að fórna styrk sínum og leyfa hæfileikum sínum að liggja blundandi og byggja algerlega á eiginmanni sínum. Einstaklingseðli hennar getur ekki runnið inn í einstaklingseðli hans. Henni ætti að finnast hún vera jafnoki eiginmanns síns og standa við hlið hans, hún trú sinni skyldu og hann sinni. Starf hennar við uppeldi barnanna er í öllu tilliti eins göfgandi og tigið eins og hvaða skyldustarf, sem hann kann að vera kallaður til að sinna, jafnvel þó að það sé að vera hæstaréttardómari þjóðarinnar.BS 159.3

    Konungurinn, sem situr á hásæti sínu, hefur ekki æðra verk að vinna en móðirin. Móðirin er drottning heimilis sins. Hún hefur það á sínu valdi að móta lunderni barna sinna, svo að þau geti orðið hæf fyrir hið háa, ódauðlega líf. Engill gæti ekki beðið um æðra hlutverk, því að í þessu verki er hún að sinna þjónustu Guðs. Hún þarf aðeins að greina, hversu hlutverk hennar er háleitt og það mun gefa henni hugrekki. Hún ætti að greina, hvers virði starf hennar er og klæðast alvæpni Guðs, svo að hún geti staðizt þá freistingu að fylgja staðli heimsins. Starf hennar er fyrir tíma og eilífð.BS 159.4

    Ef kvæntir menn fara inn í starfið og skilja eiginkonur sínar eftir við að annast um börn sín heima, sinnir eiginkonan og móðirin fyllilega eins háleitu og þýðingarmiklu starfi og eiginmaðurinn og faðirinn. Þó að annar aðilinn sé á kristniboðsakrinum er hinn heimakristniboði, en áhyggjuefni og byrðar hans eru oft á tíðum langt um meiri en eiginmannsins og föðurins. Starf hennar er alvarlegt og þýðingarmikið. Eiginmaðurinn á hinum opna kristniboðsakri kann að fá lof manna, en sú sem heima stritar fær ef til vill engan heiður fyrir störf sín. En ef hún leitast við að vera til mestrar hjálpar fyrir fjölskyldu sína, reynir að móta lunderni sérhvers eftir hinni guðlegu fyrirmynd, ritar skrásetningarengill nafn hennar sem eins af mestu kristniboðum í heiminum. Guð sér ekki hlutina eins og takmörkuð sýn mannsins skoðar þá.BS 160.1

    Það úir og grúir af spillandi áhrifum í heiminum. Tízka og siðir hafa mikið vald yfir hinum ungu. Bregðist móðirin skyldu sinni að kenna, leiða og aga, munu börn hennar eðlilega veita hinu illa viðtöku og snúa sér frá hinu góða. Hver móðir ætti oft að bera þessa bæn fram fyrir frelsara sinn: „Kenn okkur að fara með barnið og hvað það á að gjöra.” Hún ætti að hlýða á ráðin, sem Guð gefur í orði sínu. Þá mun hún vizku hljóta eftir þörf sinni.BS 160.2

    Hver móðir ætti að skoða augnablik sín sem dýrmæt. Mat verður lagt á verk hennar á hinum alvarlega degi reikningsskilanna. Þá mun það koma í ljós, að margir af misbrestum og glæpum manna og kvenna hafa leitt af fáfræði og vanrækslu þeirra, sem höfðu þá skyldu að leiða unga fætur þeirra á rétta vegu. Þá mun það koma fram, að margir þeir, sem hafa verið heiminum blessun með ljósi snilligáfu sinnar og sannleika og heiðarleika, eiga biðjandi kristnum mæðrum að þakka þær meginreglur, sem voru uppspretta áhrifa þeirra og árangurs.

    BS 160.3

    Krajtur móðurinnar til góðs

    Svið móðurinnar kann að vera lítilmótlegt, en áhrif hennar sameinuð áhrifum föðurins eru varanleg sem eilífðin. Næst Guði er máttur móðurinnar til góðs hinn mesti, sem þekktur er á jörðunni.BS 160.4

    Kristin móðir mun ávallt vera vel vakandi til að greina hættur þær, sem umhverfis börn hennar eru. Hún mun geyma eigin sál í hreinu, heilögu andrúmslofti. Hún mun haga skapi sínu og meginreglum eftir orði Guðs og mun með trúmennsku uppfylla skyldur sínar og hefja sig yfir smáfreistingar, sem ávallt munu herja á hana.BS 160.5

    Börnin eru skjót að skynja og þau greina þolinmæði og ástúð í raddblæ frá óþolinmæði og reiði i boðum, sem þurrka upp dögg kærleika og ástúðar i hjörtum barnanna. Sönn kristin móðir rek- ur ekki börnin sín úr návist sinni með geðvonzku sinni og skorti á samúðarfullum kærleika.BS 160.6

    Mæður, verið vakandi gagnvart þeirri staðreynd, að áhrif ykkar og fordæmi hafa áhrif á lunderni og örlög barna ykkar og með tilliti til ábyrgðar ykkar skuluð þið þróa með ykkur jafnvægi í huga ykkar og hreina lyndiseinkunn og endurspegla aðeins hið hreina, sanna, góða og fagra.BS 161.1

    Mjög margir eiginmenn og börn, sem finna ekkert aðlaðandi heima, og er stöðugt heilsað með skömmum og kvörtunum, leita huggunar og skemmtunar fjarri heimilinu, á bjórkránni eða öðrum forboðnum skemmtistöðum. Eiginkonan og móðirin, sem er önnum kafin við heimilisstörfin, gleymir oft á tíðum smávægilegum kurteisisathöfnum, sem gera heimilið ánægjulegt fyrir eiginmanninn og börnin jafnvel þó að hún forðist að dvelja við það í þeirra návist, sem einkum veldur henni vanda og erfiðleikum. Meðan hún er önnum kafin við að búa til mat eða klæði, gengur eiginmaðurinn og synirnir inn og út sem ókunnugir.BS 161.2

    Ef mæður leyfa sér að klæðast ósnyrtilegum fötum heima, eru þær að kenna börnum sínum að fylgja sömu letivenju. Margar mæður telja, að allt sé nógu gott til að vera í heima, hversu óhreint og tötralegt sem það er. En þær missa fljótlega áhrif sín í fjölskyldunni. Börnin bera saman klæðnað móður sinnar og annarra sem klæða sig snyrtilega og virðing þeirra fyrir henni dvín.BS 161.3

    Sönn eiginkona og móðir framkvæmir skyldur sínar með virðuleika og glaðværð og telur það ekki minnkun fyrir sig að vinna með eigin höndum, hvað sem nauðsynlegt er að gera á vel stjórnuðu heimili. 2AH, b ls. 231-254:

    BS 161.4

    Höfuð fjölskyldunnar á að líkja eftir Kristi

    Faðirinn er miðdepill allrar fjölskyldunnar. Hann er löggjafinn og sýnir í karlmannlegu látbragði sínu hinar strangari dyggðir: kraft, heiðarleika, ráðvendni, þolgæði, hugrekki, iðni og nytsemi i verki. Faðirinn er í einu tilliti prestur heimilisins og leggur á altari Guðs morgunog kvöldfórnina. Það ætti að hvetja eiginkonuna og börnin til þess að taka þátt í þessari fórn og einnig að vera með í lofsöngnum. Kvölds og morgna ætti faðirinn, prestur heimilisins, að játa fyrir Guði þær syndir, sem hann hefur drýgt og börn hans yfir daginn. Það ætti að játa þær syndir, sem hann veit um og einnig þær, sem eru leyndar og auga Guðs eitt hefur veitt athygli. Framkvæmi faðirinn þetta með áhuga eða móðirin, þegar hann er fjarverandi, mun það leiða til blessana fyrir fjölskylduna.BS 161.5

    Ég vil segja við manninn, sem er eiginmaður og faðir: Vertu viss um að hreint, heilagt andrúmsloft umlyki sál þína. Þú átt að læra daglega af Kristi. Aldrei, aldrei átt þú að sýna anda harðstjóra á heimilinu. Sá maður, sem slíkt gerir, vinnur með öflum Satans. Beygðu vilja þinn í undirgefni við vilja Guðs. Gerðu allt, sem í þínu valdi stendur, til að gera líf eiginkonu þinnar ánægjulegt og hamingjusamt. Taktu orð Guðs þér til ráðgjafar. Á heimilinu skaltu sýna í lífi þínu kenningar orðsins. Þá munu þær birtast í lífi þínu í söfnuðinum og þú munt taka þær með þér til starfa þinna. Meginreglur himinsins munu göfga öll verk þín. Englar Guðs munu vinna með þér og hjálpa þér að opinbera heiminum Krist.BS 161.6

    Leyfðu ekki því, sem ertir þig í starfi þínu, að flytja með sér skugga inn í heimilislíf þitt. Ef þú lætur undir höfuð leggjast að sýna þolgæði, umburðarlyndi, vingjarnleika og kærleika, þegar smámunir gerast, sem eru ekki nákvæmlega eins og þér fannst þeir ættu að vera, sýnir þú, að þú hefur ekki valið hann að félaga, sem elskaði þig svo, að hann gaf líf sitt fyrir þig til þess að þú gætir verið eitt með honum.BS 162.1

    Dvelji eiginmaðurinn stöðugt við hugsunina um stöðu sína sem höfuð heimilisins er það ekki vottur um karlmennsku hjá honum. Það eykur ekki virðingu fyrir honum að heyra hann fara með ritningarvers til að styðja kröfur sínar um vald. Það gerir hann ekki karlmannlegri að krefjast þess að konan hans, móðir barna hans, fari eftir áformum hans eins og þau væru óskeikul. Drottinn hefur sett eiginmanninn sem höfuð eiginkonunnar til að vera verndari hennar. Hann er tengiliður fjölskyldunnar, og bindur fjölskylduliðana saman eins og Kristur er höfuð safnaðarins og frelsari líkama safnaðarins. Hver eiginmaður, sem segist elska Guð, ætti að íhuga vandlega, hvers Guð krefst af honum sem eiginmanni. Valdi Krists er beitt með vizku, í öllum vingjarnleika og blíðu. Þannig ætti eiginmaðurinn að beita valdi sínu og líkja eftir hinu mikla höfði safnaðarins.3AH, bls. 212-215:

    BS 162.2

    Foreldrar, vinnið saman að endurlausn barna ykkar

    Væri hægt að draga tjaldið til hliðar svo faðirinn og móðirin sæju eins og Guð sér starf dagsins og þau sæju hvernig óendanlegt auga hans ber verk annars saman við verk hins mundu þau undrast opinberunina frá himni. Faðirinn mundi líta starf sitt með meiri hæversku og móðirin mundi hljóta nýtt hugrekki og kraft til þess að sinna störfum sínum af vizku, þolgæði og þolinmæði. Nú þekkir hún gildi þess. Meðan faðirinn hefur verið að fást við það, sem verður að hverfa og víkja, hefur móðirin átt við ört vaxandi huga og lunderni, og hefur ekki aðeins unnið fyrir tíma heldur eilífð. 4AH, bls.233:BS 162.3

    Ekki er hægt að fela móðurinni skyldur föðurins gagnvart börnum sínum. Ef hún framkvæmir sínar eigin skyldur hefur hún nægar byrðar að bera. Faðirinn og móðirin geta aðeins framkvæmt það starf, sem Guð hefur falið þeim, ef þau vinna að því í einingu.BS 162.4

    Faðirinn ætti ekki að koma sér undan því að gera sinn hluta í því að ala upp börnin sín til þessa lífs og ódauðleikans. Hann verður að taka sinn hluta af ábyrgðinni. Það eru skyldur bæði fyrir föður og móður. Foreldrar verða að sýna hvort öðru kærleika og virðingu, ef þau vilja að þessir eiginleikar þróist með börnum sínum.BS 163.1

    Faðir drengja ætti að vera nátengdur sonum sínum, og veita þeim að njóta víðari reynslu sinnar og tala við þá með slíkum einfaldleika og blíðu, að hann tengi þá hjarta sínu. Hann ætti að láta þá sjá, að hann ber hag þeirra og hamingju fyrir brjósti öllum stundum.BS 163.2

    Sá, sem hefur drengi í fjölskyldunni, verður að skilja, að hann má aldrei vanrækja þær sálir, sem settar eru undir umhyggju hans, hver sem köllun hans annars er. Hann hefur komið þessum börnum inn í heiminn og hefur gert sig ábyrgan fyrir Guði að gera allt, sem í hans valdi stendur, til þess að varðveita þau frá vanheilögum félagsskap og illum félögum. Hann ætti ekki að skilja eirðarlausa strákana sína algerlega í umsjá móðurinnar. Þetta er of þung byrði fyrir hana. Hann verður að haga málum þannig að hann beri fyrir brjósti beztan hag móður og barna. Það kann að vera mjög erfitt fyrir móðurina að sýna sjálfstjórn og stjórna viturlega í uppeldi barna sinna. Ef þannig er í pottinn búið, ætti faðirinn að taka meira af byrðinni á sínar herðar. Hann ætti að vera ákveðinn í því að sýna fasta viðleitni til að frelsa börn sín.5AH, bls. 216-221:

    BS 163.3

    Ráðleggingar um fjölda barna

    Börn eru arfleifð frá Drottni og við eigum að svara honum um forráð þessarar eignar. Foreldrarnir ættu að vinna fyrir heimilisfólk sitt í kærleika, trú og bæn, þar til þeir geta komið með fögnuði til Guðs og sagt: „Sjá, ég og börnin, sem Drottinn hefur gefið mér.”BS 163.4

    Guð vill, að foreldrarnir hegði sér sem skynsamar verur og lifi á þann hátt að hægt sé að ala hvert það barn upp á tilhlýðilegan hátt, að móðirin geti haft styrk og tíma til að nota andlega hæfileika sína til þess að ala börnin sín upp fyrir samfélag englanna. Hún ætti að hafa hugrekki til að inna sinn hluta af hendi af göfugmennsku og vinna starf sitt í ótta Drottins og kærleika til hans, svo að börn hennar geti reynzt blessun í fjölskyldu sinni og fyrir samfélagið.BS 163.5

    Eiginmaðurinn og faðirinn ætti að íhuga alla þessa hluti, svo að eiginkona hans og móðir barna hans verði ekki of þjökuð og fyllist þannig vonleysi. Hann ætti að sjá til þess, að móðir barna hans sé ekki sett í þá aðstöðu að hún hafi ekki möguleika til að sinna fjölmörgum börnum sínum sem skyldi, svo að þau þurfi að alast upp án tilhlýðilegs uppeldis.BS 164.1

    Það eru til þeir foreldrar sem fylla hús sín af þessum hjálparvana litlu verum, sem eru algerlega háðar foreldrum sínum um umhyggju og varðveizlu, en hugsa ekki um, hvort þeir geti sinnt svo stórri fjölskyldu. Þetta er geypilegt ranglæti, ekki aðeins gagnvart móðurinni heldur líka gagnvart börnum hennar og samfélaginu.BS 164.2

    Það er mikið ranglæti gagnvart móðurinni að hún fái barn á arma sína ár eftir ár. Það dregur úr og eyðileggur oft möguleika hennar til að njóta félagsskapar og eykur oft á eymdarkennd við heimilisstörfin. Það rænir börnin þeirri umhyggju, uppeldi og þeirri hamingju, sem foreldrar ættu að telja sem skyldu sína að veita þeim.BS 164.3

    Foreldrarnir ættu að íhuga í ró og næði, hvernig þeir geti séð fyrir börnum sínum. Þeir hafa engan rétt á að koma börnum inn í heiminn til þess að þau verði öðrum byrði.BS 164.4

    Hversu lítið er hugað að örlögum barnsins! Fullnæging ástríðunnar er það eina, sem hugleitt er. Byrðar þær eru lagðar á eiginkonuna og móðurina, sem grafa undan lífsfjöri hennar og lama andlega krafta hennar. Farin að heilsu og beygð í anda finnur hún sjálfa sig umkringda lítilli hjörð, sem hún getur ekki annazt sem skyldi. Þar sem börnin skortir þá fræðslu, sem þau ættu að hafa, vaxa þau upp til að vanheiðra Guð og bera til annarra hið illa í eigin eðli. Með því móti er her alinn upp, sem Satan stjórnar eins og hann lystir.6 AH, bls. 159-164.BS 164.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents